Stríðið um stjórnarskrána og niðurrifsöflin

Stjórnarskráin kom hvergi nærri hruninu. Engu að síður ákvað ríkisstjórn vinstriflokkanna að gera breytingu á stjórnarskráinni að höfuðmáli. Rökin fyrir breytingum eru óljós en á bakvið glittir í bandalag ólíkra hópa.

Andstæðingar þjóðkirkjunnar telja sig fá tækifæri til að gera kirkjunni skráveifu; ESB-sinnar að auðvelda sér fullveldisframsal; gamlar kommaklíkur eru í uppgjöri við ,,lýðveldisöld" Sjálfstæðisflokksins; kratískt ættargóss finnur gildandi stjórnarskrá það til foráttu að standa i vegi fyrir frama sínum; smámenni úr búsáhaldabyltingunni vilja nýja stjórnarskrá til að réttlæta pólitíska tilveru sína.

Ólík andstyggð sameinar hópana sem vilja bylta stjórnarskránni. Sameiginlegt hópunum er niðurrifið. Með öllum tiltækum meðölum þarf að koma í veg fyrir að niðurrifsöflin nái undirtökunum í stjórnarskrármálinu.


mbl.is Þingmenn sakaðir um klækjabrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: drilli

Niðurrif segir maðurinn.

Það er undarleg iðja að kasta steinum úr glerhúsi, ja eða grjóti úr steinhúsi eins og annað framsóknarhjarta orðaði það. Aðal starf blaðamannsins Páls Vilhjálmssonar virðist vera og hafa verið lengi : niðurrif. Sem væri viðeigandi nafn á þessa bloggsíðu, Niðurrif h/f

drilli, 28.3.2012 kl. 07:27

2 identicon

Þú ert nú ekkert sérlega upprifinn á þessum blessaða morgni drilli

axel (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 07:42

3 identicon

Merkilegt með þetta stjórnarskrármál. Þetta virðist vera stjórnarþingmönnum Samfylkingar, Hreyfingarinnar og Vg mikið hjartans mál. En ekki svo mikið hjartansmál, að þau telji ástæðu til að ræða það á Alþingi.

Stjórnin sendir einn þingmann til að ræða helgasta skjal þjóðarinnar, um hánótt, en restin sefur vært á koddanum, og reiðist óstjórnlega þegar stjórnarandstaðan eyðileggur blundinn með kröfu um atkvæðagreiðslu.

Hvar annars staðar í veröldinni þykir það sjálfsagt að afgreiða stjórnarskrármál, meðan meirihlutinn sefur áhyggjulaust eins og ungabörn heima hjá sér?

Plús það, er ekki mætingaskylda á þinginu?

Hilmar (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 08:14

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Páll ræður ekki við þá hugsun að stjórnvöld séu að vinna verk sem er löngu tímabært.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.3.2012 kl. 08:21

5 identicon

Ekki veit ég hvaða tímabæru verk þetta eru sem Jón Ingi ræðir um. Þau eru ekki merkilegri en svo, að stjórnarþingmenn sjá enga ástæðu til að ræða málin, og nenna ekki einu sinni að vera í vinnunni til að greiða atkvæði.

Hitt er svo orðið þekkt meðal þjóðarinnar, að Samfylkingin kennir Sjálfstæðisflokki um allt sem aflaga fer, jafnvel það, að Samfylkingarþingmenn skrópi í vinnunni.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 08:29

6 identicon

Við búum við það að forsætisráðherra ber enga ábyrgð og getur ekkert gert. Er það ekki stjórnleysi? Til hvers að borga fyrir það? Maður er bókstaflega að borga fyrir ekkert. Sömuleiðis má RÚV missa sín og ríkiskirkjan. Eitthvert símfyrirtæki gæti boðið upp á "Guð blessi Ísland" sem hringitón.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 08:43

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það voru haldinir þríri þjóðfundir um nýja stjórnarskrá. Meðliir voru valnir í handahófi í símaskrá.

Allir voru sammála að það þurfti að breyta stjórnarskránni.

Þetta er vilji þjóðarinnar.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.3.2012 kl. 08:58

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvaða þjóðrvilji er þetta sem er svona heilagur að hann verði að fá framgang? 34% nenntu að mæta á kjörstað og sigurvegari kosninganna, sem síðan voru ógiltar af Hæstarétti, státar af 7% greiddra atkvæða. Þeir síðustu inn voru með 0.3% ef þeir þá náðu því.

Hvaða rugl er þetta eiginlega?

Ragnhildur Kolka, 28.3.2012 kl. 11:13

9 identicon

Ragnhildur ég held að þessi 34% segi ekki endilega til um þjóðarvilja til að breyta stjórnarskránni. Ég druslaðist til að mæta af skyldurækni en fannst og finnst þetta arfavitlaus framkvæmd frá upphafi.

Þórður (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 12:05

10 identicon

Ég er á meðal þeirra 66%, sem ekki kusu til stjórnlagaþings, því að ég vildi ekki hafa neitt slíkt þing eða láta breyta stjórnarskránni án víðtæks samkomulags. Takk fyrir góðan pistil, Páll.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 13:04

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er að tala um þjóðarfundinn.

Ekki þjóðaratkvæsðigreiðslurnar.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.3.2012 kl. 13:08

12 Smámynd: drilli

Ekki-Baugsmiðill segir PalliVill um sig. En ansi oft hálfgerður spaugs-miðill. Líklega ómeðvitað.

drilli, 28.3.2012 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband