Þriðjudagur, 27. mars 2012
Skopleikur um gæði ESB-viðræðna
Viðræður umsóknarríkja við Evrópusambandsins snúast um aðlögun að reglum ESB. Allir læsir vita þetta. Össur skarpi ráðherra utanríkismála segir að viðræður Íslands um aðild snúist um ótiltekin ,,gæði" samningsins.
Skopleikurinn um ,,gæði í stað hraða" er annar þáttur í umsóknarfarsanum. Sá fyrsti hét ,,kíkjum í pakkann."
Bráðum hefst þriðji þáttur. Hann heitir ,,Samfylkingin sekkur með ESB-umsókninni." Það er fyndnasti þátturinn.
Össur: Gæði umfram hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hláturinn lengir lífið,fyrir þennan skopleik greiddum við morðfjár í íslenskum krónum. Höf. og leikendur voru ekki klappaðir upp úr, Íslendingar taka ekki oftar sjensa.
Helga Kristjánsdóttir, 27.3.2012 kl. 15:06
Satt segirðu. Þetta er orðið hneyksli, hvernig forystan talar. Hún er farin að minna mig meira á sjálfspilandi plötuspilara en hugsandi fólk. Alltaf sama röflið. Mér hefur fundist Samfylkingin líka vera að fara aðra leiðir en ég, sérstaklega í ESB-málunum. Ég er löngu orðin leið og þreytt á þessum masi í forystunni og hætt að hlusta eftir því, sem kemur úr því jukeboxi, a.m.k. þegar talið berst að ESB, nenni því ekki. Svo er nú það.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 15:07
Daniel Hannan er snillingur.
Alveg ótrúlegt að sjá Breta tala máli Íslendinga betur en nokkur einasti gildur limur ríkisstjórnar.
http://www.zerohedge.com/news/lesson-europe-why-iceland-wont-join-euro
jonasgeir (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.