Fyrirmyndarríki evrulands á hnjánum

Írland er fyrirmyndaríki Evrópusambandsins um kreppuviðbrögð. Írar urðu fyrir bankahruni fyrir þrem árum, tóku á sig skuldir ónýtra einkabanka, réðust í stórfelldan niðurskurð ríkisútgjalda og stuðluðu að ,,innri gengisfellingu" með lækkun launa.

Launalækkun opinberra starfsmanna er á bilinu 9 til 23 prósent. Atvinnuleysisbætur hafa lækkað og sjúkrahúsum lokað.

Verðhjöðnun í kjölfar ,,innri gengisfellingar" bætti að nokkru upp tapaða samkeppnisstöðu íra, skrifar Roger Bootle í Telegraph.

En þrátt fyrir allan niðurskurðinn og verðhjöðnun er Írland enn í kreppu með engan hagvöxt, 10 prósent ríkissjóðshalla og atvinnuleysi nálægt 15 prósentum.

Kjarninn í kreppu Íra er sá að verðhjöðnunin býr til vítahring þar sem samdráttur í eftirspurn leiðir til minni skatttekna sem þyngir skuldabyrðina. 

Írar sjá fram á langvarandi kreppuástand innan evru-samstarfsins. Þegar fyrirmyndarríkið evrulands er í slíkum vanda þá er engin von fyrir Suður-Evrópuríkin.

Evran kyrkir efnahagskerfi jaðaríkjanna.

 

 


 


mbl.is Merkel: „Stórslys“ að sleppa Grikkjum út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er þetta ekki minni launalækkun en varð hér? Þ.e. hér er hún köllu kaupmáttarrýrnun en þar launa lækkun. Þegar krónan féll um 40 til 50% varð hér launalækkun, lánahækkun og fleira. Írar þruftu þá ekki að upplifa hækkun lána sinni upp á 30% eins og hér varð vegna verðbólgu. Og hvernig fer innri gengisfelling fram. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2012 kl. 13:54

2 identicon

Þið eruð alveg magnaðir í trúarbrögðunum samfylkingarsértrúar.

Það er engin að segja að hér hafi ekki orðið hrun.  En nú horfir að sumu leyti til betri vegar þrátt fyrir ömurlegustu ríkisstjórn eftir stríð.  Þar er sagan önnur í Evrópu.

Innri gengisfelling fer til dæmis þannig fram að Magnús til dæmis hættir að drekka bjór úr stóru glasi, en færi frekar í minna til að spara við sig því hann hefði verið lækkaður í launum.

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 15:07

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það sem írar eru óánægðir með er, að þeir eru afar ósáttir við framferði þeirra sem fjármagna þetta blogg sem hrifsa til sín 1/4 af makrílkvótanum í því markmiði að útrýma stofninum.

Að öðru leiti er allt bara í fína í Írlandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2012 kl. 16:23

4 identicon

Það er spurning hvort þú viljir ekki bara skila inn vegabréfinu þínu Ómar?

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 17:03

5 identicon

56% hrun á fasteignaverði, og áframhaldandi hruni spáð, örugglega hrap upp á 2 stafa tölu í ár. Fólk losnar ekki úr eignum sem það getur ekki borgað af, og ef bankinn hendir þeim út, stendur skuldin eftir.

En jafnvel þó eignaverð hafi hrunið, þá fá venjulegir Írar, þó þeir hafi vinnu, ekki lán til íbúðakaupa. Skilyrðin eru að lántakandi sé í vinnu hjá erlendu fyrirtæki, eða stofnunum eins og ESB.

15% atvinnuleysi, og er að aukast, auk þess sem umtalsverður fólksflótti fegrar tölurnar.

Gríðarlegur tekjusamdráttur hjá írskum heimilum, bæði hjá þeim atvinnulausu og þeim sem enn hafa starf.

Hörmungar Íra eru þrátt fyrir allt, bara rétt að byrja. Hinn venjulegi Íri hefði sennilega þegið að Geir H Haarde hefði sett neyðarlög, eins og á Íslandi.

En því miður, þá hafa Írar fá úrræði, enda eru Fianna Foil, Fine Gael og kratarnir, allir á kafi í ESB spillingunni, og eini valmöguleikinn er Sinn Fein, sem eru því miður of langt til vinstri.

Það er full ástæða fyrir Íra að vera þunglynda, og fyrir Íslendinga að varast sambærilegt ESB- evruvíti hér.

Eftir að ESB og kvislingum þeirra hefur tekist að ljúga þjóðir inn í ESB helvítið, er enginn leið til baka. Það er bara líkkistan sem bjargar fólki frá hörmungum ESB.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 17:26

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg sama hvað fréttist af illum örlögum ESB landa og hvaða erfiðleika þau ríki eiga við að etja, alltaf skulu hinir sanntrúuðu samfylkingarpótintátar gera lítið úr því og trúa öllu sem Jóhanna segir þeim AMEN.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2012 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband