Mánudagur, 26. mars 2012
Formannsframboð í Samfó: linnum frekjunni
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. komst til valda í skjóli taugaáfalls þjóðarinnar eftir hrun. Aðferð ríkisstjórnarinnar að koma málum fram einkennist af yfirgangi. ESB-umsóknin, Icesave-málið og stjórnlagaráð eru allt skínandi dæmi um frekjustjórnmál þar sem vit og dómgreind eru víðsfjarri.
Árni Páll Árnason tók þátt í frekjupólitík vinstristjórnarinnar þegar hann var ráðherra. Ráðherradóminn missti Árni Páll um áramót þegar Jóhanna og Steingrímur J. keyptu það með sér að Jóni Bjarna skyldi fórnað.
Árni Páll undirbýr atlögu að formannsembætti Samfylkingar. Til að hámarka sigurlíkurnar telur Árni Páll farsælast að taka afstöðu gegn frekjustjórnmálum. Bragð er að þá barnið finnur.
Stjórnarskráin er okkar allra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og nú ætla Steingrímur og Jóhanna að afkomutengja auðlindagjaldið á stórútgerðina,sem mun eiga auðvelt með að plata skattinn td. með því að stofna skúfufyrirtæki bæði innanlands og utanlands,og borga þeim háar fjárhæðir fyr ýmiskonar ráðgjöf, td. þróun á olíuverði, gengismál, og markaðsmál, þetta er náttúlega fullkomlega galið því skatturinn mun aldrei geta fylgst með þessu.
En á sama tíma eiga litlu útgerðirnar að bjóða í aflaheimildir í svonefndum pottum, og þar munu þeir bjóða best sem hafa greiðustu leiðina í fjármagn. Þetta stenst ekki jafnræðisreglu Stjórnarskrárinnar 65.greinina,allir skulu jafnair fyrir lögum, það hljóta þau Steingrímur og Jóhanna að vita.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 08:31
Þetta mun ekki ganga eftir hjá Árna Páli. Skyggnigáfa mín segir að Jón Frímann bloggari sé launsonur Jóhönnu og muni hann vera álitin af innsta kjarna eina hæfa vonarstjarna Samfó. Við munum því sjá ásjónu hans skreyta framboðslista XS. Síðar í fyllingu tímans mun Jón Frímann taka við Frómannsembættinu af Jóhönnu.
Tek fram að ég er ekki Völva Vikunnar, enda hefur hún oftast rangt fyrir sér.
Sólbjörg, 26.3.2012 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.