Sunnudagur, 25. mars 2012
Vinstri sinnuð kona er tapaður málstaður
Ef Þóra Arnórsdóttir er frambjóðandi svekktra vinstrimanna sem einu sinni studdu Ólaf Ragnar Grímsson verður ekki sagt að framboðskynningin sé vel heppnuð. Í Smugunni er Björn Bjarnason sakaður um MaCartyisma fyrir að efast um að Þóra geti staðið sig í stykkinu sem óvilhallur þáttastjórnandi eftir að hafa gefið ádrátt um framboð fyrir vinstrimenn.
Eyjan bætir um betur og undirstrikar vinstrislagsíðu Þóru í fyrirsögn.
Þeir ESB-sinnuðu vinstrimenn sem Þóra á að höfða til, samkvæmt ofangreindum stuðningsyfirlýsingum, eru kannski 15 prósent kjósenda og í mesta lagi 20 prósent.
Kurteisi að íhuga framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég veit ekki með aðra, en mér þykir Þóra bara mjög frambærileg kvinna. Flott kona.
En það get ég sagt að ég myndi seint kjósa hana þar sem hún er kynnt af ESB sértrúarfylkingunni, svona fyrir utan að vera náskyld stórpervertinum Jóni Baldvini og genetískur krati.
Það þarf sterk bein til að þola svoleiðis ættarsögu.. Eh púh... :)
jonasgeir (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 20:25
Frábært ef Þóra býður sig fram.
Það er nefnilega átakanlegt að horfa upp á fúllynda Samfylkinga agnúast út í Ólaf Ragnar síknt og heilagt. Sannast sagna er þessi þráhyggja komin á svolítið sjúklegt stig, og nauðsynlegt fyrir flokksmenn að fá eitthvað sem getur dregið hugsunina frá Ólafi.
Þeir eru búnir blessaðir, að gera dauðaleit á flokkslistum eftir frambærilegri manneskju, sem þjóðin getur sætt sig við. Ég er alveg fullviss um að 15-20% þjóðarinnar geti sætt sig við Þóru. Sem gerir hana að besta Samfylkingarframbjóðandanum. Betri en Stefán Jón Hafstein og Þórólf Árnason, sem báðir eru á svipuðum fylgisslóðum og Ástþór Magnússon.
Plís Samfylking, farið nú að tilefna þetta forsetaefni ykkar. Maður er með stanslausan aulahroll af þessum vandræðagangi ykkar.
Hilmar (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 20:45
Þóra er að því ég best veit ópólitísk, hvað sem þú segir Páll.
Ólafur Ragnar Grímsson er hinsvegar Vinstri maður með stóru. Slóttugur og undirförull refur sem baðar sig upp úr velþóknun hægri manna í dag. Banvænn kokteill.
Málflutningur þinn, Páll Vilhjálmsson, og þinna meðhlægjenda er afskaplega þunnur og sést vel í gengum hann.
"Hver sá sem býður sig fram gegn Ólafi er Samfylkingarmaður"
Það er ykkar stimpill á málið. Ótrúlega barnalegir. Þið eruð eins og krakkar í sandkassa.
Láki (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 21:30
Aldrei hef ég merkt á Þóru vinstri slagsíðu,í viðtölum í kastljósi. Hún virðist alltaf vera í jafnvægi,auk þess bráðgreind eins og hún á kyn til,þannig staðfesta Íslendingar jafnan ættina sem orð fer af. Færri vita um móðurættina. Það eitt veit ég að móðir hennar,sem er viðskiptafræðingur,er alfræðiorðabók.Gott að hafa hana sér við hlið í vinnunni,svo hjálpsama vor og haust. Ég er nú þegar búin að sverja Ólafi hollustu mína,því verður ekki breytt,enda þar um esb.,fullveldið og líklega Icesave að tefla. Það var skorað á hann að gefa kost á sér,við ætlum að sýna að tryggð megi sín einhvers,sem við trúum að sé gangkvæm.
Helga Kristjánsdóttir, 25.3.2012 kl. 21:32
Láki: Er það einhver sérstök dyggð hjá forseta að vera hollur sínu liði?
Ólafur Ragnar er vissulega vinstrimaður en hefur gætt samkvæmni þegar hann hefur beitt forsetavaldinu. Hann hefur þvælst bæði fyrir vinstri- og hægristjórn vegna þess að hann hefur verið hafinn yfir flokkapólitík. Það er hægt að vera hafinn yfir hana án þess að vera dúkkulísa.
Annars hefur það ekki farið fram hjá neinum að Samfylkingarfólk er áhugasamast um að fá nýjan forseta. Þau eru svo sár út í "svikarann" að þau gleyma því að mestar líkur eru á hægristjórn næst. Munu þau verða ánægð með dúkkuforseta þá?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 22:28
Í mínum augum er Ólafur Ragnar dúkkulísa og ekkert annað.
Ég er ekki Samfylkingarmaður og skil ekki þessa áráttu ykkar að reyna að koma pólitískum stimpli á alla þá sem hugsanlega ætla að gefa kost á sér til forsetaembættisins. Ólafur Ragnar er ekki forseti þjóðarinnar; það er alltaf að koma betur og betur í ljós. Fylgið er aðeins svipað og fylgi Sjálfstæðisflokksins, eða rétt rúmlega 30%.
2/3 þjóðarinnar vill ekki kjósa ÓRG áfram og ekki hefur Samfylkingin 2/3 fylgi þjóðarinnar svo þetta Samfylkingarkjaftæði ykkar gengur bara ekki upp.
Láki (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 23:09
Þeir frambjóðendur sem ná kosningu eru sjaldnast óskaframbjóðendur meirihlutans heldur þeir sem flestir geta sætt sig við. Það væri hægt að ná fylgi margra kjörinna forystumanna ansi langt niður í könnun með því að hafa nógu marga valkosti.
Ég myndi fara varlega í að álykta að 2/3 myndu kjósa gegn Ólafi.
Annars hefur það ekki farið á milli mála að samfylkingarfólk hefur verið fremst í flokki við að reyna að koma af stað hreyfingu gegn Ólafi. Það eitt dugar líklega til þess að fella stakan alvöru mótframbjóðanda.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 23:28
þóra Arnórsdóttir er ekki físilegur kostur sem Forseti.Við höfum ekki neitt með glamúr fólk á Bessastaði..
Vilhjálmur Stefánsson, 25.3.2012 kl. 23:52
Ég held að meginþorri íslensks almennings sé ekki mikið að velta fyrir sér ESB í tíma og ótíma. Ég skil ekki hvað ESB hefur með Þóru að gera. Hún er ekki talsmaður ESB, né er ESB að tala fyrir hönd hennar. Hví þarf allt að vera eitthvað ESB-þetta eða ESB-hitt?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 12:07
Alveg burtséð frá allri pólitík, ættartengslum eða öðru. En að ætlast til þess að Þóra Arnórsdóttir, barnshafandi með tvö smábörn heima fyrir fyrir axli forsetaskyldur næstu árin er fáránlegt.
Ef forsetakandídat þarf endilega að vera kona, er þá ekki hægt að finna einhverja sem líkleg er til þess að geta einbeitt sér að starfinu? Að ógleymdu því hver ætti að leysa forsetann af í fæðingarorlofi? Ekki gerir stjórnarskráin ráð fyrir slíkri uppákomu.
Kolbrún Hilmars, 26.3.2012 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.