Sunnudagur, 25. mars 2012
Umboðslaust krukk í stjórnarskrá á að stöðva
Kosningar til stjórnlagaþings voru ógildar. Sjórnlagaráð vinstriflokkana er umboðslaust til að hrófla við stjórnarskrá lýðveldisins. Allt ferlið er í lemjandi ágreiningi og krossaprófið um afmarkaða þætti stjórnarskrárinnar er markleysa.
Stjórnarskrá er ekki texti sem hentar að setja saman eins og bútasaum.
Hver handvömmin rekur aðra í endurskoðun ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. á stjórnarskráinni. Best er að láta hér staðar numið. Þingmenn stjórnarandstöðu fari snemma í háttinn í kvöld og undirbúi sig undir næturfundi...
Verður þjóðaratkvæði í sumar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi að stjórnarandstaðan hafi vit til þess að stöðva þennan farsa með öllum löglegum leiðum.
Karl (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 17:51
Þetta er allt rétt sem þú segir Páll en Alþingi kaus að fara þessa leið .Það hefði verið alveg sama hvað gert hefði verið sjálfstæðismenn hefðu alltaf og eru alltaf á móti hvers kyns breytingum á sérhagsmunum þar sem þeir munu missa ask úr spóni sínum ,
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 26.3.2012 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.