Sunnudagur, 25. mars 2012
Þýskir óttast evru-verðbólgu
Um 64 prósent Þjóðverja óttast verðbólgu vegna björgunaraðgerða Seðlabanka Evrópu sem lánar lágum vöxtum til að koma í gang efnahagskerfum Suður-Evrópu. Ódýru lánin eru til að hamla minnkandi lánsfé viðskiptabanka sem óttast útlánatap og halda því að sér höndum sem aftur veldur samdrætti í efnahagkerfinu.
Ódýr lán Seðalbanka Evrópu og tregða Suður-Evrópuríkja að skera niður ríkisútgjöld verður ásteytingarsteinn ríku þjóðanna í norðri og nágranna þeirra í suðri.
Ofnæmi Þjóðverja fyrir verðbólgu getur auðveldlega haft þau áhrif að þýskir stjórnmálamenn dragi tilbaka stuðning sinn við björgunaraðgerðir Seðlabanka Evrópu. Fyrsta fórnarlambið yrði Grikkland.
Athugasemdir
Í gær voru hækkaðir vextir á Spán og staða Portúgal verri en talið var. Portúgal hefur þá sérstöðu að þeir fengu enga af Bólunum svokölluðu, evran ein og sér setti þá á hausinn.
GB (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.