ESB-umsókn er hluti af hruninu

ESB-umsóknin komst á dagskrá fyrir hrun þegar Samfylkingin þvingaði Sjálfstæðisflokkinn að halda sérstakan landsfund um Evrópumál. Strax eftir kosningar 2009 tókst Samfylkingunni að knýja VG að fallast á  aðildarumsókn.

Hrunið og taugaveikluðu viðbrögðin við hruninu urðu eitt. Núna þegar bráir af verður ESB-umsóknin eins og illa gerður hlutur sem enginn vill bera ábyrgð á.

Samfylkingarmenn vilja jafnvel þvo hendur sínar af umsókninni og setja hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Samfylkingin þvær þessa ESB umsókn ekki af sér frekar en Lady Mcbeth Duncans blóð af höndum sér.

Ragnhildur Kolka, 24.3.2012 kl. 09:47

2 identicon

Hún er að verða átakanleg beiskjan í Samfylkingarmönnum, nú þegar ljóst er að þeim tekst ekki að blekkja þjóðina inn í ESB.

Auðvitað leita þeir allra leiða til að koma ábyrgðinni af þessu mislukkaða ESB feigðarflani yfir á einhverja aðra. Sem betur fer virðist tilhneyging til þess að koma henni yfir á þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum.

Hættan sem við okkur blasir, er að Samfylkingin leiti í smiðju herja á undanhaldi, og brenni allt sem gæti nýst öðrum, í þeirri fánýtu von um að það geti orðið vatn á myllu þeirra síðar. Þá hefur það farið í pirrur Samfylkingarmanna, og Steingríms, að kreppan er ekki eins slæm og þeir hafa blaðrað um, þökk sé neyðarlögum Geirs H Haarde. Þessi pirringur brýst út í öfgafullri framkomu, svívirðingum og vanstilltu orðbragði.

Það nýjasta í "scorched earth" stefnu Jóhönnustjórnarinnar, sem enginn tekur lengur mark á, er að hleypa fiskveiðistjórnarmálum í uppnám, og freista þess að kaupa sér atkvæði á kostnað heildarhagsmuna þjóðarinnar.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 10:53

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það má færa sterk rök fyrir því að núverandi stjórnvöld hafi hindrað uppbyggingu til að auka möguleika á að ESB vegferðin verði samþykkt.

Eggert Sigurbergsson, 24.3.2012 kl. 11:46

4 identicon

Fyrsta árið fór öll stjórnsýslan í að svara haug, algjörum haug af idjótaspurningum frá Olla Rehn.  Það þótti fínt í stjórnsýslunni.

Annað árið var alsælan algjör yfir því að vera búin að svara öllum þessum haug, algjöra haug af idjótaspurningum frá Olla Rehn.  Þá var sjálboðið til veisluhalda og glasglaums í stjórnsýslunni og flugiðnaðurinn byrjaði að hressast á kostnað skattborgara og alls hins auma verkalýðs.

Þriðja árið er enn stjórnlaus veisla í ráðuneytunum og saga class er orðin hin sígilda saga elítunnar um sitt saga capital og þeim einum til handa og dindlum þeirra.

Fjórða árið mun enda með harmakór allra hinna samspilltu í stjórnsýslunni, því þjóðin segir þá fokk jú og út í hafsauga með ykkur og alla þá sem þvinguðu fram umsóknina að tossa-aðlöguninni á alþingi.  Fyrir hverja heldur þetta helferðarhyski að það sé að vinna?  Að ríkið sé þau, en ekki þjóðin????

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 14:56

5 identicon

Ég mæli með að fólk lesi þessa ágætu grein Lilju Mósesdóttur, því þar er fjallað um ESB og Icesave helferðarstjórnun Jóhönnu og Steingríms á mannamáli:

http://liljam.is/greinasafn/2012/thjodnyting-einkaskulda-almenningur-blodmjolkadur/

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 17:21

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Páll, Þú ert hluti af hruninu. Enda gjörsamlega blindur sjálfstæðismaður á glæpaverk sjálfstæðisflokksins. Síðan lætur þú eins og glæpaverk framsóknarflokksins hafi ekki átt sér stað. Menn eins og þú tilheyra fortíð Íslands. Enda eru spilltir menn eins og þú sem hafa ekkert upp á að bjóða íslendingum. Enda er alveg ljóst að það sem fylgir þér og því sem þú styður er ekkert annað nema nýtt efnahagshrun á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 24.3.2012 kl. 20:59

7 identicon

Alltaf gaman þegar Jón Frímann reynir að ausa úr tómum viskubrunni sínum, með teskeið.

Eina sem er að finna í botninum á þeim potti er miður greindarlegt fúkyrðaraus. Farðu nú að gefa þessu frí Jón, fjölskyldu þinnar vegna.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 21:30

8 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hilmar, Hvernig væri nú að þú færir að horfast í augu við helvítís raunveruleikann.

Jón Frímann Jónsson, 24.3.2012 kl. 21:39

9 Smámynd: Sólbjörg

Það er augljóst að þú Jón Frímann ert fremstur meðal jafninga úr röðum talsmanna ESB-sinna. Snilld þín og málefnaleg svör spegla vel anda og stefnu Samfylkingarinnar í rökum fyrir aðild Íslands. Flokkstarf og skrif þín hafa skilað því að þú hlýtur að vera helsta vonarstjarna Samfylkingarinnar sem framtíðarleiðtogi og verðugur arftaki Jóhönnu.

Sólbjörg, 25.3.2012 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband