Krónan og fullveldið

Umræðan um upptöku Kanadadollars sýndi hversu andúðin á evrunni er sterk annars vegar og hins vegar að gjaldmiðill og fullveldi eru nátengd. Upptaka Kanadadollars gerir ráð fyrir að Ísland fari undir áhrifasvæði Kanada. Stjórnvöld í Ottawa myndu velviljuð leyfa kandadískan lögeyri hér og kanadísk fyrirtæki fengju ítök í atvinnulífinu.

Evran var stofnuð til að taka fullveldi frá aðildarþjóðum Evrópusambandsins og færa það í sameiginlega hít. Þjóðir meðvitaðar um fullveldi sitt, t.d. Danir, Svíar og Bretar, tóku ekki þátt í evru-samstarfinu og munu ekki gera það um fyrirsjáanlega framtíð.

Umræðan um Kanadadollar eyðilagði helsta tromp ESB-sinna á Íslandi. Fyrir það ber að þakka.


mbl.is Kanadadalur settur á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Samkeppni um ný sjónarmið "brain storming" - er nútímaleg aðferarfræði til að hrista fram líklegar  og/eða mögulegar leiðir í verkefnavinnu.

Umræða um gjaldmiðilmál á að vera fagleg verkefnavinna - en ekki tilfinningarulla eins og hjá stúlkum á fermingaraldri "elskarannmig"/"elskarannmigekki"...

Krónunni fylgja kostir og ókostir.

Kostir:

  • Hægt að breyta genginu.
  • Hægt að leika jólasveina á Alþingi og viðra aldrei fjármálaákvæði stjórnarskrá - vitandi það að gengi lætur undan seinna... svona er reynslan

Ókostir:

  • háir vextir
  • Verðbólga
  • verðtrygging
  • gjaldeyrtishöft
  • mikil óvissa í langtíma markmiðum

Kostir við Kanadadollar:

  • Alvöru mynt
  • lágir vextir
  • stöðugleiki
  • opin gjaldeyrisviðskipti
  • auðveldar langtímaáætlanir.
  • ekki hægt að fella gengið

Ókostir Kanadadollar:

  • Ekki hægt að fella gengið.
  • Aðrir óskostir?

Sleppum því að ræða Evru -  þjóðin vill það ekki - og það tekur allt of langan tíma - og innifelur meira framsal á fullveldi en þjóðin vill 

Þjóðin vill hinsvegar trúlega  fá upp á yfirborðið - kosti og ókosti þess að taka upp Kanadadollar.

Það gerist með opinni umræðu.

Þetta þýðir það Páll - að þú og fleiri eiga að gæta þess að þöggunarvinafélagið  komist ekki upp með að þakka niður umræðuna um Kanadadollar.

Ef umræðan leiðir í ljós - einhver stórfellda ókosti Kanadadollars - þá er bara krónan eftir

niðurstaðan yrði þá að ið sitjum  uppi með krónuna.

en til þess að svo geti orðið - verúr þú og fleiri - að koma með sannfærandi ókosti Kanadadollars.

Már Seðlabanka var ekkert trúverðugur í gærkvöldi um að Kandadadollar væri "bull"...

Það komu engin rök hjá Má.  Hann sem seðlabankastjóri hefur skyldur. Skyldurnar eru að vera ekki með svona hroka - koma frekar  með kaldar staðreyndir um hvers vegna Kanadadollar er verri en Evra.

Það þýðir ekkert ða koma með eitthvað órökstutt þrugl lengur - eða eitthvað "víðtækt kjaftæði á breiðum grundvelli" - með einhverri óskiljanlegri langloku.

Þetta er ekkert flókið mál.  Okkur vantar skiptimynt með stöðugleika  lágum vöxtum og lagntímaöryggi efnahagslega.

Þvingum fram hverjir eru raun-óskostir Kanadadollar.

Hverjir eru þei?r (faglega)

Kristinn Pétursson, 22.3.2012 kl. 08:25

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Kristinn,

þeir sem tala einkum fyrir Kanadadollar gera ráð fyrir að kanadísk ítök hér á landi aukist, bæði áhrif kanadískra stjórnvalda og kanadískra fyrirtækja. Enginn getur sagt fyrir um hversu mikil og afgerandi kanadísk áhrif verði hér á landi um fyrirséða framtíð ef við tækjum upp kanadadollar. Ég fyrir mitt leyti tel óráð að láta reyna á það. Miðað við þínar forsendur um stöðuga krónu væri nær að taka upp krónu á gullfæti.

Páll Vilhjálmsson, 22.3.2012 kl. 09:00

3 identicon

Það er ágætt að setja málið upp eins og kristinn gerir. Hér er örlítil viðbót.

krónan;kostir;hægt að fella gengið og lækka nánast allan launakostnað í landinu.Snögg og bein lífskjaraskerðing.

krónan, kostir; formlega séð er stjórn peningamála og vaxtamála í landinu.

krónan, ókostir; myntsvæðið er alltof lítið. Stjórnmálamenn fá afar mikil völd enda almenn hagstjórn eftir því.

Ókostir Kanadadollar: valdaafsal, stjórn peningamála og vaxtamála úr landi.Viðskipti við Kanada sáralítil og hár viðskiptakostnaður.Hagveifla önnur í Kanada en hér.

Kostir Kanadsdollars;kanadískir aðilar myndu líklega fjárfesta hér. Aukin viðskipti við kanada.

gangleri (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 09:02

4 identicon

"krónan, ókostir; myntsvæðið er alltof lítið. Stjórnmálamenn fá afar mikil völd enda almenn hagstjórn eftir því."

Þetta með að taka völdin af stjórnmálamönnum er nokkuð sem evrusinnar hafa ítrekað, og þá er viljandi litið framhjá því að með því væri einungis öðrum stjórnmálamönnum erlendis færð þessi sömu völd. Hvernig í ósköpunum ætti það að vera betra?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 10:47

5 Smámynd: Kristinn Pétursson

Nú líst mér betur á urmæðuna - en það vantar sterkari röksemdir hjá þér Páll af hverju Kanadadollar er  ekki ágæt lausn.  Ég er ekki að skilja að það skipti svo miklu máli hver skiptimyntin er - svo framarlega sem hún er traust.

Ef samstarf okkar við Kanda vex - ok það kann að vera ágætt.

svo þetta hjá Þorgeiri "taka völd af stjórnmálamönnum" - það er ekkert markmið í sjálfu sér.  Bara koma í veg fyrir að gjaldmiðill okkar (skiptimyntin) verði þynnt út og endalausar millifærlur á fjármunum verði þannig haldið áfram.

Ég skal glaður hugleiða vel "krónu á gullfæti" - þ.e. alvörukrónu - er það hægt?? 

Kristinn Pétursson, 22.3.2012 kl. 11:03

6 identicon

Líst vel á ítök Kanadamanna hér á landi.

Því meiri því betra.

Skárra en heljartök íslenskra stjórnmálamanna á samfélaginu.

Allt er betra en þau. 

Karl (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 12:26

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kristinn er líklega of ungur til að muna eftir:

  • "A monetary embargo". Peningalegt hafnbann
  • Þegar peningasendingar hætta að berast frá útgefandanum
  • Dollara- og evruvædd bankakerfi eru sett í einangrun
  • Þ.e.a.s þegar millibankamarkaður þornar upp og bankar deyja
  • Og dollar/evruvætt bankakerfið getur ekkert stutt við ríkissjóð
  • Þegar ríkissjóður verður þá gjaldþrota (Grikkland/Equador)
  • Enginn getur fegnið lán (Írland/El Salvador/Equador)
  • Svarti markaður blómstrar
  • Pungtaki er náð á heilum löndum
  • Að Kanadadalur var dæmdur sem verandi jafn "ónýt mynt" og sú íslenska króna sem þú vilt farga Kristinn, svo seint sem árið 1998

Plokkfiskur?

Hvert og hvað á þá að flytja út? Íbúa landsins?

Og hver á þá að fjárfesta hér á Norður-Kúbu?

Aftur í boxið Kristinn minn. Hugsa

Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2012 kl. 12:36

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þessi umræða um að "taka upp" erlenda gjaldmiðla minnir mig á stofnun bankakerfis sem er í engu (núll, zero, nix) sambandi við hagkerfið. Það yrði álíka nytsamur aðskotahlutur til hagvaxtar og velmegunar í hagkerfinu eins og að eiga byggingalóð á plánetunni Mars.

Ég á lóð á Mars!

Það "auðveldar (mér) langtímaáætlanir"

Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2012 kl. 12:49

9 identicon

Fyrir Gunnar til að lesa og læra ;http://www.dollarization.org/

gangleri (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 13:49

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég er því miður, Gangleri, upptekinn við að rannsaka meinta okurverðlagninu hressinga fyrir riddara á skyndibitamatsölustöðum á tímum fyrri krossferða til Jerúsalem. Og meinta einokun á úthlutun lóða fyrir skyndibitamatsölutjöld.

Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2012 kl. 13:57

11 Smámynd: Kristinn Pétursson

Gunnar veit vel að sakmeppnin er besti drifkraftur framþróunar.  Jólasveinahátturinn í peningamálsstjórn á Íslandi hefur verið þannig - og er enn - að það er best að tefla fram alvöru samkeppni - taka upp Kanadadollar.

Þá kannki vakna menn upp við vondan draum - og koma með tillögur um bætta umgengni í ríkisfjármálum  - sem þeir hafa ekki viljað hlusta á eins og t.d.:

  • Virða 100% fjármálaákvæði stjórnarskrár 40. og 41. gr.
  • Ríkissjóði verði bannað að fara "á bak við" þetta ákvæði - með því að leigja húsnæði til opinberra nota -  með óuppsegjanlegum leigusamningum - enginn veit hve skuldbindingar þessar eru háar. - það virðist hvergi skráð...
  • o.s. frv...

Hvernig ætlar Gunnar Rögnvaldsson að opna gjaldeyrisviðskipti?  Er hann nóg og gamall til að svara því á mannamáli

Kristinn Pétursson, 22.3.2012 kl. 16:48

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Kristinn 

Það fara fram dagleg gjaldeyrisviðskipti á Íslandi í dag. Þau eru hins vegar ekki eins frjáls og þau voru áður en bankarnir sjálfir stóðu fyrir 99,8 prósent af allri veltu dagsins fyrir sjálfa sig og krosstengdra, og hrundu svo af því þeir vissu ekki hvað þeir voru að gera. 

Heldur þú að Jón Jónsson geti bara sí svona stundað gjaldeyrisviðskipti í bönkum í ESB-ríkjum og öðrum löndum?

Fyrir það fyrsta þá fær venjulegt fólk ekki að opna þar gjaldeyrisreikning. Ekki nema helst að gerast kúnni í fjárfestingarbanka, og það geta ekki hverjir sem er. Og ef Jón Jónsson fær náðarsamlegast að opna gjaldeyrisreikning þá eru lágmark 4% neikvæðir vextir á því sem hann lætur standa inni á honum, allt eftir því í hvaða mynt hann á innistæðu sína í. Það koma ekki margar myntir til greina sem evrópskir bankar vilja leyfa þér að eiga inni í bankanum.  

Þó svo að ríkissjórinir í sumum ESB löndum hafi ekki sett á gjaldeyrishöft með lögum þá gera bankakerfin það hins vegar í praxís. Þau ráða hvað, hvers vegna, hvernig og á hvaða verði þeir selja þér það sem þeir náðarsamlegast vilja selja þér.

Auðvtiað munum við leysa höfin að mestu. En hinn yfirgnæfandi skekúlatívi hluti bankakerfisins verður aldrei eins og hann var fyrir hrun. Þeir heimsku dagar koma vonandi aldrei aftur

Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2012 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband