Hræðumst ekki þjóðina, Valgerður, kjósum til alþingis

Ríkisstjórnin er fallin en líflína Þórs Saari heldur henni á floti. Til að hleypa nýjum straumum að landsstjórninni þarf alþingiskosningar.

Tökum undir með Valgerði Bjarnadóttur þingmanni Samfylkingar og verum ekki hrædd við þjóðina.

Kjósum nýtt alþingi í sumar.


mbl.is Hafnað að veita afbrigði vegna þingsályktunartillögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi orð Valgerðar segja svo mikið um það hvernig starfsmennirnir OKKAR hugsa um þjóðina. Maður gæti haldið að þau eigi þennan vinnustað skuldlaust og án þess að OKKUR komi það nokkuð við hvað þarna fer fram.Tek undir með Valgerði hræðumst ekki þjóðina og boðum til kosninga til alþingis núna strax skemmdin sem þetta fólk er að valda þjóðinni er of dýr til þess að þetta megi draga til sumarsins. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 16:57

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Sem betur fer er þetta síðasta þing sem Valgerður Bjarnadóttir situr..

Vilhjálmur Stefánsson, 21.3.2012 kl. 17:02

3 identicon

Samfylking veit, að hún tapar öllu sem er skotið til þjóðarinnar. Þess vegna er þessi lýðræðisákafi núna. Stjórnlagafarsinn er heit kartafla Samfylkingar, og hún vill gjarnan losna við hana fyrir næstu kosningar.

Bónusinn er, að farsinn er til þess að kaupa Þór Saari og félaga, og þar með haldið ríkisstjórnarlíkinu á fótum. Þór Saari staðið stoltur upp fyrir næstu kosningar, og sagt að hann hafi keyrt þetta í gegn.

Báðir flokkarnir, Dögunarsamsullið og Samfylkingin geta þar að auki kennt Sjálfstæðisflokknum um, að þjóðin hafnaði ruglinu.

En lýðræðisáhugi Samfylkingar nær alls ekki til ESB. Þjóðin á ekki að fá tækifæri til þess að hafna ESB fyrir næstu kosningar. Ef það gerðist, þá er endanlega úti um flokkinn. Án ESB, hefur hann ekkert.

Og eins og venjulega, þá getum við sagt að Valgerður Bjarnadóttir og aðrir Samfylkingarmenn, séu hræsnarar dauðans.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 18:33

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, vel mælt, Páll: Hræðumst ekki þjóðina, Valgerður, kjósum til alþingis! En það hræðast þau öllu öðru fremur. Þess vegna var þeim hið fyrir fram skipulagða, Esb-þæga, ólöglega stjórnlagaráð vitaskuld eins og himnasending, þótt vitaskuld kæmi sú sending ekki þaðan, heldur úr myrkviðum þjóðsvikahugsunar Esb-dindilmenna. Um þessi svikræðismál öll ræði ég hér!

Jón Valur Jensson, 21.3.2012 kl. 20:18

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fyrri tengillinn var rangstilltur; réttur svona:

... hið fyrir fram skipulagða, Esb-þæga, ólöglega stjórnlagaráð ...

Jón Valur Jensson, 21.3.2012 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband