Þriðjudagur, 20. mars 2012
Már krónuvinur
Már Guðmundsson er kominn í góðan félagsskap Krugman, Wolf og fleiri hagspekinga sem telja íslensku krónuna bjargvætt þjóðarinnar úr kreppunni.
Már gerði þjóð sinni greiða með því að kasta rekunum yfir villukenningu samfylkingarfólks um evruvæðingu efnahagskerfisins.
Krónuvinafélagið er með nokkra í sigtinu sem heiðursfélaga, kannski kemst Már á lista.
Már: Krónan hjálpaði Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Krónuvinafélagið færi hú harða samkeppni frá Evruvinafélaginu - og vinafélagi Kanadadollars.
Þetta er best svona. Harða samkeppni um bestu sjónarmiðin.
Þá er að sjá hvort þöggunarvianfélagið fer að skipta sér af frálsri samkeppni um hvaða sjónarmið kemur sterkast út.
Þöggunarvinafélagið og meðvirkir áhangendur þess félagsskapar eru hugsanlega skaðlegasti félagsskapur á Íslandi.
Ég vona að krónuvinafélagið geri ekki bandalag við þöggunarvinafélagið - þá erum við i vondum málum.
Krónuvinafélagið verður að takast á við þessa samkeppni að viðurlöðgðum drengskap um að best rökstudda sjónarmiðið verði það sem gildir.
Krónuvinafélagið þarf aldeilis að taka til hendinni í rökstuðningi sínum. Það er ekki nóg að geta fellt gengið.
Krónan þarf að geta tekist á við frjáls gjaldeyrisviðskipti samtímis því að vextir verði lágir.
Hvernig hljómar sá rökstuðningur?
Kristinn Pétursson, 20.3.2012 kl. 16:40
Hef nákvæmlega ekkert traust á þessum manni.
Hann hefur kostað þjóðina milljarða vegna Kaupþings og FIH.
Það að hann sé tekinn að lofsyngja krónuna er ekki góðs viti.
Nú þarf ábyggilega að skipta um gjaldmiðil sem fyrst.
Karl (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 16:49
Það er alveg sama hvað kemur upp í fréttum nú um stundir, alltaf verður það á einhvern hátt vandræðalegt fyrir Samfylkinguna.
Muna menn nú að Már var einmitt kandídat Samfylgingar(Ingibjargar Sólrúnar í embættið.
Ef Ingibjörg Sólrún hefði verið forspá hefði núv. Seðlabankastjóra ekki hlotnast vegtyllan....
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 17:21
Kristinn: Vextir eru tæki til að stjórna magni peninga í umferð. Hvers vegna er æskilegra að hafa þá lága en háa?
Er ekki best að hafa þá bara rétta miðað við aðstæður í hagkerfinu?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 18:06
Evrusinnar nota hvert tækifæri til þess að breiða út þá trú, að lántakendum farnist miklu betur með evru. Að almenningur græði alveg rosalega á því. Og áróðrinum er náttúrulega beint að þeim sem eru í afborgunarkrísu.
Rétt er að benda aðklemmdu fólki, og evruaðdáendum á eftirfarandi frétt frá Írlandi:
http://www.independent.ie/business/personal-finance/property-mortgages/banks-told-to-do-fresh-mortgage-deals-with-thousands-3051171.html
Hilmar (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 18:40
Ég held að það sé sækilegt að hafa vexti lága - það- gengur t.d. fínt í Japan - gengi jensins er ótrúlega sterkt.
En - samkeppni um þessi þrjú sjónarmið nú er góður drifkraftur framþróunar þ.e. ef þöggunarvinafélagið kemst ekki í að eyðileggja umræðuna.
Kristinn Pétursson, 20.3.2012 kl. 22:20
Gengur fínt í japan? Það hefur verið þar stöðnun í rúman áratug. Vextir þar eru nær engir. Það er útspil seðlabankans þar í landi til að fá hagkerfið af stað aftur, lækka vexti og fá fleiri til að taka lán og fara að fjárfesta.
Á Íslandi er mesta kreppa í landinu í 70-80 ár, samt er verið að tala um að hækka vexti. Allir bankar eru stútfullir af prívat innlánum fólks og svo innlánum þess í gegnum lífeyrissjóðina. Af hverju ætli vextir séu ekki lækkaðir? Er það kannski svo bankarnir haldi fjármagninu innan bankakerfisins, fái peninga að láni á engum vöxtum, en láni þá út á okurvöxtum og nái þannig hagnaði út á gengismun?
það er eitthvað verulega bogið við bankana.
joi (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 22:27
Eins og Jói bendir á eiga hinir lágu vextir Seðlabanka Japans að auka peningamagn í umferð en það er ekki að bera tilætlaðan árangur. Þess vegna er gengi jensins hátt. Það er ekki beinlínis komið til af góðu.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 22:50
Þáð er sem sagt niðurstaða ykkar á háir vextir og verðbólga með efnahaglegri óstjórn auki hagvöxt .
Kristinn Pétursson, 20.3.2012 kl. 23:27
Verðbólga fylgir gjarnan hagvexti (þótt það þurfi varla að taka það fram á Íslandi 2012 að hún geti átt sér aðrar orsakir líka) og háir vextir koma í kjölfarið. Stöðugt verðlag eða verðhjöðnun fylgir gjarnan efnahagslegri stöðnun og lágir eða neikvæðir vextir koma í kjölfarið.
Það er engin tilviljun að Þýskaland og Japan með sína aldurspýramída á hvolfi og takmarkaða getu til hagvaxtar eru lönd verðstöðugleika og lágra vaxta.
Ekki horfa á mig! Ekki bjó ég þetta kerfi til.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 23:46
En auðvitað getur það gerst að lönd hafi bæði hagvöxt og verðbólgu en flytji vaxtastefnuna inn frá Þýskalandi.
Þá fer fyrir þeim eins og Spáni.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 23:49
Skil ekki eftirfarandi orð Más: >- - - tap bankanna ekki verið sent til almennings.<
Nú, var það ekki? Og hvar stóð hann aftur sjálfur í lögleysunni ICESAVE? Og ég spyr: Hefur hann ekki verið dálítið mikið samfylkingarlegur? Fyrr en nú með gjaldmiðilinn?
Elle_, 21.3.2012 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.