Þriðjudagur, 13. mars 2012
Vaxtaákvarðanir og gjaldeyrishöft
Seðlabankar heimsins, hvort heldur sá bandaríski, breski eða evrópski, starfa eftir meginlögmálum um stöðugleika hvort horft er til atvinnuástands, verðbólgu eða verðhjöðnunar. Vaxtaákvarðanir taka mið af fyrirframgefinni stefnu en valda stundum undrun á mörkuðum, þar sem sumir tapa á röngu veðmáli.
Gjaldeyrishöft Seðlabanka Íslands eru samkvæmt yfirlýstri stefnu um að verja gengi krónunnar. Seðlabankinn og alþingi hafa allar heimildir til að taka nýjar ákvarðanir til að verja yfirlýsta stefnu. Að þessu leyti eru ráðstafnir þings og Seðlabankans hliðstæðar vaxtaákvörðunum.
Ef spákaupmenn veðja á gengisgróða, sem er niðurgreiddur af íslenskum almenningi, verða þeir að sætta sig við að tapa veðmálinu.
Geta alþingis og Seðalbanka Íslands til að verja almannahagsmuni fyrir spákaupmönnum er hornsteinn fyrir efnahagslegu fullveldi og okkar kæru krónu sem er ómissandi verkfæri til að komast úr kreppunni.
Þá spyr maður sig bara hvað næst? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki kominn tími á að ganga í ESB og taka upp Evru til þess að forðast rugl og óréttlæti einsog þetta?
"okkar kæru krónu"
LOL
Sleggjan og Hvellurinn, 13.3.2012 kl. 10:50
Dálítið langt gengið að fórna fullveldi og krónu til að þagga niður í væmnum bloggara. En það verður ábyggilega hlé þegar umsóknin hefur verið dregin tilbaka og krónan komin í skjól. Broskall.
Páll Vilhjálmsson, 13.3.2012 kl. 11:07
Danir, Frakkar og Svíar eru fullvalda þjóðir.
Við erum nú ekki að "fórna" krónunni. Hún er að haftra okkur og er mikil böl.
Ekki trúa mér. Hlustaðu á helstu nýksöpunar og útflutningsfyrirtæki landsins.
Marel HF
Össur HF
CCP
Marel er nú farið úr landi. Össur er kominn í kauphöllina í Köben.....
Svo verður umsóknin ekki dregin til baka..... enda er meirihluti fyrir því að klára ferlið. Hjá þjóðinni.
Sleggjan og Hvellurinn, 13.3.2012 kl. 13:00
Talandi um "kæru krónuna"
http://mbl.is/vidskipti/frettir/2012/03/13/gjaldeyrishoftin_komin_til_ad_vera/
Sleggjan og Hvellurinn, 13.3.2012 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.