Mánudagur, 12. mars 2012
ESB-sinnar gefast upp í hrönnum
ESB-sinnar í samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins eru búnir að gefast upp á Össuri og Jóhönnu í Evrópumálum. Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson komu með það útspil í síðustu viku að best væri að kjósa um framhald aðildarviðræðna við ESB samhliða næstu þingkosningum. Ólafur Stephensen tekur undir í Fréttablaðsleiðara.
Það eru samantekin ráð þremenningana að krefjast kosninga um framhald ESB-málsins samhliða næstu þingkosningum en ekki við forsetakosningarnar í sumar. Tillaga Vigdísar Hauksdóttur liggur fyrir á alþingi um að kjósa um framhald ESB-umsóknar í sumar.
Hvers vegna vill vonsvikna samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins ekki kjósa um ESB-umsóknina í sumar? Hvers vegna bíða til næstu alþingiskosninga? Jú, vegna þess að þá geta ESB-sinnar í röðum frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins falið sig á bakvið setninguna ,,við skulum láta kjósendur ákveða framhaldið" - og geta vísað ESB-umræðunni þar með frá sér.
Læðupúkafólk er áberandi í röðum ESB-sinna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.