Laugardagur, 10. mars 2012
Jóhanna viðurkennir einangrun Samfylkingar
Forsætisráðherra viðurkennir að aðeins einn af fjórum stjórnmálaflokkum á alþingi stefni á aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin fékk 29 prósent atkvæða í síðustu kosningum og mælist með 19 prósent í skoðanakönnunum.
Eftir viðurkenningu Jóhönnu Sig. á einangrun Samfylkingar í ESB-málinu blasir við ofríkið sem þvingaði fram umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
Alþingi verður að leiðrétta mistökin frá 16. júlí 2009 og afturkalla umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
Samfylkingin ein með skýra ESB-stefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jóhanna segir ósatt, beytir frekju og bolabrögðum og sendir ríkissjóð í rusl óábyrgrar peningastefnu og stöðvun allrar framþróunar.
Svona fyrir utan að framselja sjálfsstæði og sjálfsbjargarmöguleika landsins í óþökk allra viti borinna íslenskutalandi tvífætlinga.
Hún passar vel saman með Steingrími. Það má alla vega segja það.
Þau verða fín saman í landsdómi.
jonasgeir (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 13:52
Já Jón Ásgeir,passa vel saman, pússum þau saman í Landsdómi, pússicat og Jóhanna.
Helga Kristjánsdóttir, 10.3.2012 kl. 14:46
Hver blekkti Jóhönnu Sigurðardóttur, og hélt henni utan við sannleikann upp í gegnum árin?
Það er of ódýr og einföld skýring, að kenna Jóhönnu Sigurðardóttur um allt sem afvega fór í samfélaginu sundraða.
Vandinn er miklu víðtækari og BRESKRAR-AGS-stýrðari!
Það skil ég, eftir að hafa hlustað á vitnin í Landsdómi síðustu daga!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.3.2012 kl. 16:30
Enginn kennir Jóhönnu um alla hluti að ég viti. En Jóhanna bæði segir ósatt og beitir valdníðslu og það gerir hana skaðlegan stjórnmálamann.
Elle_, 10.3.2012 kl. 17:28
Ja, nú þykir mér týra! Þingmaður og ráðherra til áratuga blekktur og haldið utan við sannleikann.
Ætli þeir séu fleiri þingmenn þjóðarinnar sem svipað er ástatt um?
Kolbrún Hilmars, 10.3.2012 kl. 17:35
Og eg spyr: Hví vildi flokkur Jóhönnu draga Geir einan fyrir Landsdóm ef Geir gerði allt í hans valdi?? Jóhanna sagði sem eiðsvarið vitni fyrir Landsómi: Geir gerði það sem hann gat.
Væri ekki hægt að fá opinbera rannsókn á verkum Jóhönnu (Og Steingríms) fyrir ýmsa hluti eins og hina svokölluðu ´endurreisn bankanna´ og EU vitleysuna og ICESAVE á HENNAR YFIRVAKT?
Elle_, 10.3.2012 kl. 17:38
"Væri ekki hægt að fá opinbera rannsókn á verkum Jóhönnu (Og Steingríms) fyrir ýmsa hluti eins og hina svokölluðu ´endurreisn bankanna´ og EU vitleysuna og ICESAVE á HENNAR YFIRVAKT?"
...er það nema furða að þú kallir á mannvitsbrekkuna Guðmund annan, þér til stuðnings.
Þú vilt væntanlega að Bjarni Ben taki að sér slíka rannsókn, vafningslaust?
En Páli að segja, þá er veröldin ekki jafn klippt og skorin, og hann lætur í veðri vaka.
Eigum við bara ekki að sjá hvað kemur uppúr pakkanum samningsmanna?
Svo kjósum við....
Jóhann (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 18:43
Guðmundur hugsar rökrétt - öfugt við þig. Hvað kemur Bjarni Ben annars málinu við?
Og já: Væri hægt að fá rannsókn á verkum Jóhönnu og Steingríms fyrir hina svokölluðu ´endurreisn bankanna´ og EU fáráðið og ICESAVE á yfirvakt Jóhönnu? Það vilt þú Brussel- og ICESAVE-SINNINN að sjálfsögðu ekki.
Það væri ekki úr vegi fyrir þig að horfa á upptöku af forsetanum hafa á þér endaskipti og rúlla þér upp í æðinu þínu á Bessastöðum forðum.
Elle_, 10.3.2012 kl. 19:00
Þabbla það!
Hvaðan skyldi nú leiðtogi Sjalla koma að kjötkötlunum?
Það er tilhlýðilegt að ég upplýsi þig um eitt; ég er ekki Jóhann Hauksson.
Og hvorki er ég Icesave- né ESB sinni.
Þið gáfnatröllin getið vitanlega fylkt liði með hönd á hjarta, gapað uppí styttun á Jóni Sigurðssyni og kyrjað: FULLVELDI OG kRÓNA!
Það eru aðrir til sem vilja sjá niðurstöður samninganna.
Sorrí
Jóhann (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 19:48
Hvað koma ´Sjallar´ málinu við eða neinu sem eg var að segja, JÓHANN HAUKSSON?? Viltu kannski endilega troða mér í Sjálfstæðisflokkinn??
Elle_, 10.3.2012 kl. 20:22
Hvað koma Sjallar málinu við, spyrðu.
Þar sem svo virðist sem það þurfi að útskýra frekarjafn einfalt mál fyrir þér, þá nenni ég ekki að tala við þig.
Jóhann (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 20:29
Alveg sama hvað Jóhanna reynir að berja sér á brjóst þá hafa Samtök Fullveldissinna allt frá stofndegi, ein íslenskra stjórnmálasamtaka verið með skýra og óbreytta stefnu í Evrópusambandsmálum.
Það sama hefur ekki alltaf verið hægt að segja um Samfylkinguna, þegar hún var stofnuð stóð ekkert um ESB-aðild í grunnstefnunni og það var ekki fyrr en tveimur árum seinna sem flokkurinn ákvað að gera það að áhersluatriði.
Þetta er líklega sama Jóhanna og kannast ekki yfir höfuð ekki við fortíð sína.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2012 kl. 21:11
Já, ´Sjallar´ hvað? Illa komið fyrir þér JÓHANN HAUKSSON. Þú getur ekki útskýrt þitt mesta hatursmál: ´Sjallar´, ´Sjallar´ endalaust. Samt skil eg ekki hvað það kemur mér við.
Elle_, 10.3.2012 kl. 21:11
Hvers vegna er Samfylkingin svona einangruð?
Getur verið að gömlu klíkurnar hafi útiloka samfylkingarfólk frá raunveruleikanum?
Ég er réttlætis-sinnuð og vil heyra raunverulega sannleikann í allri atburðar-rásinni. Þann sannleika ætlast ég til að fá að heyra eitthvað um, frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur kl. 9 á mánudaginn næstkomandi.
Pólitísk sérhagsmuna-svikasamtök eru ekki til neinna bóta á þessum erfiðu tímum.
Það er mikilvægt að fólk segi satt og rétt frá í Landsdómi, til að réttlætið fái að ráða för, og sátt náist í samfélaginu. Og síðast en ekki síst, til að gífurlega flóknu blekkingar-svikaneti heims-stjórnvaldanna takist ekki ætlunarverk sitt, með hótunum og mútum í gegnum bankaráns-kerfið stórhættulega og siðlausa.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.3.2012 kl. 21:17
Heyr á endemi! Svo Guðmundur Ásgeirson hefur verið staðfastur, og krefur aðra sagna?!
Í nafni lýðræðis og fullveldis?
Viltu ekki syngja "Eldgamla Ísafold" í leiðinni, Gummi ekki annar?
---
Enn og aftur Elle, ég er ekki Jóhann Hauksson.
---
Og Anna Sigríður bíður eftir sannleikanum úr munni ISG!
Ykkur er ekki viðbjargandi!
Þarf að tattúera það öfugt á ennið á þér, svo þú sjáir það í spegli?
Jóhann (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 22:52
Já hvernig ætli að ISG reyni fyrir Landsdómi að ljúga sig út úr því að hún krafðist þess stuttu fyrir Hrunið að Ríkissjóður Íslands tæki allt að 40 milljarða EVRA eða 40.000 milljónir EVRA að láni til þess að moka þeim inn í þetta glæpsamlega gjaldþrota bankakerfi. Það hefði þýtt að Ísland hefði orðið ógjaldfært og gjaldþrota strax eftir hrun og verið mun verr farið en Grikkland. Þessum kröfum ISG var sem betur fer hafnað. Ef þetta eru ekki landráð þá veit ég ekki hvað eru landráð eru !
Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 09:30
Því miður held ég, að Jóhanna Sigurðardóttir hafi að mestu rétt fyrir sér í þeirri frétt, sem pistill Páls tengist: Samfylkingin er sá stjórnmálaflokkur, sem hefur skýrasta stefnu varðandi ESB og evru, að bola eigi þjóðinni í hvort tveggja það samkrull. En Björt framtíð hefur sjálfsagt álíka skýra stefnu (að hlýða Samfylkingunni, svo lengi sem það gagnast framapoti Guðmundar Steingrímssonar).
Framsókn hefur reyndar skýra stefnu, sem gengur í þveröfuga átt, og sá flokkur er að miklu leyti búinn að taka til hjá sér, en samt finnst enn á stangli í forystuliðinu fólk, sem er ESB-sinnar, Sif Friðleifsdóttir hvað mest áberandi, og hreingerningunni er því ekki alveg lokið.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur óskýrari stefnu nú en fyrir tveimur árum, því að sáttamoð á síðasta landsfundi var alls ekki nógu afdráttarlaust. Það vottar ekki fyrir hreingerningu innan flokksins, til að kveða niður innlimunarraddir, enda var tilgangurinn með sáttum einmitt sá að bæta hlut þeirra afla, svo að enginn hlypi burt úr flokknum í þá áttina.
Mikið hljóta Vinstri-grænir, sem hafa einhvern áhuga á yfirlýstri stefnu flokks síns og fylgjast með stjórnmálum í Danmörku, að öfunda SF, þegar Willy Søvndal utanríkisráðherra gefur ekki einu sinni kost á viðræðum við Þjóðverja, sem vilja skerða enn frekar fullveldi þjóðanna innan ESB. Og ESB-sinnar skamma Søvndal! Hér á Íslandi þarf enginn frá Brussel að skamma Steingrím J. Sgifússon, því að vandfundinn er stjórnmálamaður, sem betur sleikir sig upp við þá.
Nýjum flokki Lilju Mósesdóttur gengur svo illa að komast úr startholunum, að varla er rneitt um hann segjandi fyrst um sinn. Svo er það nýi flokkurinn með gamla nazistanafninu (Breiðfylkingin). Hann stefnir í það annað hvort að gleypa ESB eða sópa því undir teppið.
Það er auðvitað rétt hjá Guðmundi Ásgeirssyni að framan, að Samtök fullveldissinna hafa skýra stefnu, en þau þurfa að stækka og kynna sig betur, áður en þau geta talizt alvöru flokkur.
Sigurður (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.