Miðvikudagur, 7. mars 2012
Krónan á marga vini - bara ekki hjá ESB-sinnum
Erlend fyrirtæki fjárfesta á Ísland í áliðnaði og byggingavöruverslunum. Erlendir hagfræðingar lofa og prísa krónuna sem þeir segja að hafi bjargað Íslendingum frá langvarandi kreppu og atvinnuleysi. En hér á Íslandi keppast ESB-sinnar að níða skóinn af krónunni.
Heill stjórnmálaflokkur, Samfylkingin, gerir úr á krónuníð. Það þvælist jafnvel ekki fyrir ráðherrum þessa flokks að tala niður krónuna og stuðla að veikingu hennar og þar með verðbólgu í landinu.
Íslenskt efnahagskerfi með krónuna í fararbroddi fær margvíslegar traustsyfirlýsingar frá erlendum aðilum en hér keppist annar stjórnarflokkurinn að tala niður atvinnulífið og gjaldmiðilinn.
Samfylkingin er sérstakt efnahagsvandamál á Íslandi.
Íslendingar ættu að þakka fyrir krónuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll,
Ég efast um að það sé til töfralausn á þessum málum.
Hvað þarf til svo hagstjórn verði með þeim hætti hér á landi að við getum í alvöru hugað að myntsamstarfi við þokkalega agaðar þjóðir?
Hvaða heimavinnu/grunnvinnu þarf að klára til að umræðan verði af viti?
Eirný
Eirný (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 11:51
fannst þetta hérna nú athyglisverðast í þessum pistli blaðamanns: Baker lýkur greininni á því að segjast vona að almenningur á Íslandi sjái til þess að leiðtogar landsins taki skynsamari ákvarðanir nú en þegar þeir reyndu að halda því fram að allt væri í himnalagi í efnahagsmálum þjóðarinnar á sama tíma og fjármálakerfi landsins var við það að hrynja.
Gísli Foster Hjartarson, 7.3.2012 kl. 13:24
Það tilganglaust að tala um leiðtoga landsins. Hér eru engir leiðtogar við nein völd.
Ummæli sumra Íslendinga um "agaða hagstjórn" virðist byggð á eftirfarandi stöðugu staðreyndum:
• Launþegar í Þýksalandi hafa ekki fengið launahækkun í 15 ár. Þetta náttúrelga viss agi.
• Raunverð húsnæðis er fallið um 25 prósent í Þýskalandi frá aldamótum. Þú borgar en sífellt stærri hluta lækkandi launa í afborganir en átt sífellt minna. Hér er aginn til fyrirmyndar. Eitt herbergi íbúðar þinnar hverfur á hverjum 10 árum.
• Um 30 ára skeið hefur atvinnuleysi í Þýskalandi marrað í kringum 10 prósentin. Sem sagt stöðugleiki.
• Frá 1977 hefur atvinnuleysi í Danmörku ekki farið niður fyrir það sem það er núna á Íslandi nema í 5 ár. Semsagt hrun-atvinnustig í 29 ár af 35 mögulegum í Danmörku.
• Frá 1985 hefur danskur húsnæðismarkaaður hrunið tvisvar sinnum með allt að 1600 nauðungaruppboðum yfir heimilum fólks í hverjum mánuði. Samfelldur terror í átta ár. Þar er fók enn að greiða skuldir af húsnæði sem það missti árið 1987. Þetta gerðist vegna þess að Danmörk tók upp fastgengi. Danska krónan var bundin við agalegan staur niður í Þýskalandi. Mjög öguð ákvörðun sem eingöngu byggðist á pólitík sem auðvitað er mjög öguð en ekki bjöguð.
• Og nú eru nauðungaruppboð í Danmröku á leið upp aftur og eru komin yfir 400 talsins á mánuði. Og húsnæðisverð enn einu sinni í frjálsu falli. Þetta er svo agað.
• Smá yfirdráttarlán kosta þar í öguðum banka um 18 prósent í ársvexti í 2 prósent árverðbólgu, það er að segja ef bankinn vill lána þér eftir að hafa röntgenmyndað allan fjárhag fjölsyldu þinnar fyrst og beðið um belti og axlabönd.
• Hér heima halda víst margir að innheimtustofnanir gangi hart til verks. Ég ráðlegg þessum sumum að prófa innheimtuaðgerðir erlendis.
• Á Ítalíu hefur enginn hagvöxtur verið í 10 ár. Fullkominn stöðugleiki.
• Atvinnuleysi í Frakklandi er hefur legið fast (já, aftur stöðugleiki) á 10 prósentum í meira en 30 ár.
• Grikkland er gjaldþrota, eftir 30 ár í esb.
• Írland er á skurðaborðinu
• Portúgal er í öndunarvél
• Spánn er sprunginn
• Lettland er horfið
• Eistland er að deyja
• Lúx er skattaskjól
• Og Austurríki er afdalir, þar sem konur eru læstar inni í skápum upp í dal. Þannig er atvinnuleysinu haldið niðri.
Þetta er agalega agað!
Gunnar Rögnvaldsson, 7.3.2012 kl. 15:23
Segðu mér Gunnar Rögnvaldsson, hvar færðu þessar upplýsingar um Þýzkaland?
Svona upptalning á heimilda er vita gagslaus hvort sem hún er rétt eða ekki.
Engar heimildir enginn trúverðugleiki.
Egill Örn Gudmundsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 18:44
Gunnar Rögnvaldsson, 7.3.2012 kl. 19:24
Afsakið Egill Örn
Tvær kræjur reynust gallaðar. Hér eru þær leiðréttar
Raunverð húsnæðis í Þýskalandi frá aldamótum
Fasteignaverð á Spáni og Þýskalandi mun lækka um 75% á næstu 40 árum.
Reyndar hef ég sett þetta hér að ofan upp sem sjálfstæða bloggfærslu á bloggsíðu minni ásamt viðbót:
Hana má lesa hér: Leiðtogar almúgans hérlendis og aginn sem auðvitað er erlendis
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 7.3.2012 kl. 21:24
Eirný. Nefndu mér eitt land á þessari plánetu, sem er þokkalega agað....
anna (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.