Þriðjudagur, 6. mars 2012
Hollensk krafa um brotthvarf úr evru-samstarfi
Frelsisflokkurinn í Hollandi undir forystu Geert Wilders krefst úrsagnar landsins úr evru-samstarfinu og upptöku sjálfstæðs gjaldmiðils. Krafa Wilders er byggð á skýrslu Lombard Resarch þar sem ókostir evru-samstarfsins fyrir Holland eru útskýrðir.
Skýrslan gerir samanburð á Hollandi annars vegar og hins vegar Sviss og Svíþjóð sem hvorugt er með evru. Á öllum sviðum efnahagslífsins standa Sviss og Svíþjóð betur að vígi en Holland, segir í skýrslunni. Atvinnuleysi er lægra, ríkisfjármálajöfnuður er meiri og hagsveiflur minni, þökk sé sveigjanleika sjálfstæðs gjaldmiðils.
Einskptahagnaður Hollands þegar landið fórnaði eigin gjaldmiðili fyrir evru var upp á 2 til 2,5 prósent af landsaframleiðslu en hefur löngu tapast á þeim áratug sem liðinn er.
Mikilvægasta ástæðan fyrir brotthvarfi Hollands úr evru-samstarfinu er þó ekki óhagkvæmni gjaldmiðlasamstarfsins heldur hitt að það á enga framtíð fyrir sér. Skýrslan tekur af öll tvímæli um að valdið stendur um stórfellda fjármagnsflutninga frá Norður-Evrópu til Miðjaðarhafsþjóða Evrópusambandsins annars vegar og hins vegar upplausn evru-samstarfsins. Stórfelldir fjármagnsflutningar úr norðri fælu í sér stóraukna miðstýringu á efnahagskerfum evrulanda - en fyrir fyrir slíkri breytingu eru ekki pólitískar forsendur.
Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandisns segir hrylling að yfirgefa evruna. Æ fleiri vakna til meðvitundar um að hryllingurinn verður stórum meiri eftir því sem skuldakreppan gerir upplausn evru-samstarfsins dýrari. Nema, auðvitað, Samfylkingin á Íslandi sem vill ólm taka þátt í litlu ESB-hryllingsbúðinni.
Yrði hryllingur að yfirgefa evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sennilega stærsta ástæðan fyrir því að Ólafur ákvað að hinkra við.......
GB (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 07:24
Samfylkingin er eins og adrir sertruarsøfnudir, heilatvegin og domgreindarlaus i truarbrøgdunum.
Samfylkingin ætlar alls ekki med samningin i tjodaratkvædi. Eda i tad minsta mun hun ekki skipta neinu mali.
Ta er eins gott ad hafa Olaf a forsetastoli sem neitar hugsanlega ad skrifa undir... :)
jonasgeir (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 08:58
Þetta er mjög einkennileg skýrsla og nokkuð ljóst þegar hún er lesin að hún er skrifuð til að styðja við niðurstöðu sem kaupendur skýrslunnar vildu.
Fyrstu setningarnar segja mest:
Statement of Purpose: The Eurozone crisis proves the single currency is flawed. It must change or fragment. The Dutch government faces a momentous national decision – whether to accept change and stay in a possibly shrunkenEurozone or opt out, alone or with Germany.
Ef skýrsluhöfundar eru hlutlausir þá ættu þeir að rökstyðja svona fullyrðingar.
Það er líka alveg ótrúlegt að það er ekki vísað í eina einustu heimild.
Það á ekki að taka mark á svona skýrslu.
Lúðvík Júlíusson, 6.3.2012 kl. 09:16
Merkilegt Páll, ég sá þig og þína félagsmenn ekkert blogga við fréttirnar um veikingu krónunnar, en þær fréttir voru nokkrar í síðustu viku.
The Critic, 6.3.2012 kl. 16:43
Lúðvík: Ekki það að eg hafi rýnt í þessa tilteknu skýrslu, en ef þú vilt lesa þér til hvað raunverulega amar að evrusvæðinu, þá geturðu kíkt á þessa skýrslu hér, http://www.piie.com/publications/pb/pb11-13.pdf . Það er örugglega það sem skýrsluhöfundar hollensku skýrslunnar eiga við.
The Critic: Tilkynning kom frá Seðlabankanum í dag þar sem koma fram útskýringar á veikingunni, sjá http://sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=3117
Bragi, 6.3.2012 kl. 22:45
Já Bragi nú líður mér betur að vita að smá brölt hjá seðlabankanum með gjaldeyri skuli lækka gengið.
The Critic, 6.3.2012 kl. 23:01
Svona út af því að þér hefur væntanlega ekki dottið til hugar að lesa meira en fyrstu setningu tilkynningarinnar: ,,Undanþágur frá gjaldeyrislögum sem bankinn hefur veitt nýlega hafa haft í för með sér umtalsverð gjaldeyriskaup á markaði. Áhrif á gengi krónunnar hafa orðið töluverð þar sem kaupin koma fram á sama tíma og innstreymi gjaldeyris vegna utanríkisviðskipta er í minna lagi og afborganir af erlendum lánum hafa verið miklar."
Mæli svo með að þú hættir að beita hinni séríslensku leið að gera lítið úr öðrum persónum og/eða athugasemdum þegar þú stendur í ,,rökræðum", hollt og gott fyrir sálarlífið og þekkingu.
Bragi, 6.3.2012 kl. 23:06
Bragi, þó að aðrar skýrslur segi svipaða eða sambærilega hluti þá lagar það ekki þessa stóru galla sem rýra gjörsamlega trúverðugleika hennar.
Varðandi fall krónunnar þá var mér sagt símleiðis símleiðis í gær að ég hafi fengið undanþágu frá gjaldeyrislögunum. Skemmtileg tilviljun með það og fall krónunnar.
Ég hef einmitt gagnrýnt Seðlabankanns sjálfan fyrir að rökstyðja ekki niðurstöður sínar í eigin skýrslum og að sundurliða ekki þessar undanþágur sem þeir veita eftir ástæðum og gefa upp opinberlega svo við getum séð hvaða undanþágur flestir séu að sækja um og fá.
Lúðvík Júlíusson, 7.3.2012 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.