Samfylkingarréttarhöld

Svart-hvít heimsmynd samfylkingareinfeldninga er staðfest með pólitískum réttarhöldum yfir Geir H. Haarde. Samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar stóð hrunvaktina og oddvitar þessara flokka báru ábyrgð á ríkisstjórninni ásamt fagráðherrum.

Á alþingi hannaði Samfylkingin atkvæðagreiðslu sína þannig að Geir H. Haarde situr einn á ákærubekk. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Össur Skarphéðinsson sem öll báru sinn hluta ábyrgðar á forystu Samfylkingar og fagráðuneytum eru stikkfrí.

Hikstandi og höktandi fréttaflutningur af réttarhöldunum er í samræmi við hvernig til þeirra var stofnað. Réttarhaldið er fyrir hálfluktum dyrum og í ætt við undangengið baktjaldamakkið. 

Samfylkingareinfeldningarnir tína upp mola hér og þar til að hneykslast á í þeirri von að reiðibylgja rísi í þjóðfélaginu sem muni skola á land kosningasigri Samfylkingar í næstu þingkosningum. En því miður: hallærislegu og hálfluktu sýndarréttarhöldum Samfylkingar verður þeim einum til hneisu  sem stofuðu til þeirra.


mbl.is Efnahagsmál oft rædd í stjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað ætlarðu að hökta lengi á þessari blæbrigðalausu meðvirkni klisju Páll ?

Skelltu þér frekar í einhverja útflúraða samsæriskenningu.

Þar ertu á heimavelli.

hilmar jónsson, 5.3.2012 kl. 20:27

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú ert farinn að lesa einfeldningana Páll,sem vilja kalla sig ráðamenn,tvíbent no.,menn sem leggja á ráðin,því miður af undirferli og illgirni.

Helga Kristjánsdóttir, 5.3.2012 kl. 20:54

3 identicon

Hilmar,,,þetta er kallað að kasta steinum úr glerhúsi eða margur heldur mig sig,,take your pick

casado (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 20:56

4 identicon

Páll Vilhjálmsson kemur ekkert á óvart !

Hann skrifar það sem honum er borgað fyrir, og sama hver það er sem borgar ! Eru það merkilegir einstaklingar ?

JR (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 21:17

5 identicon

Sæll Páll, Áttirðu ekki við "Samspillingarréttarhöld"

Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 21:25

6 Smámynd: Ómar Gíslason

Þetta er rétt hjá Páli, Landráðafylkingin ber líka ábyrgð á þessu hruni og eiga að vera þar líka sem Geir er. Auk þess vil ég bæta við Össuri.

Þessi Landráðafylkingin stjórn í dag alveg eins og í hruninu:  Veit ekkert, skilur ekkert og kanna ekkert

Ómar Gíslason, 6.3.2012 kl. 06:29

7 identicon

JR. Opnaðu eigið blogg.  Ég er orðinn hundleiður á að lesa kommentin frá þér sem eru aldrei málefnaleg og í takt við umræðuna.

blaðamaður (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband