Frægir gegn forseta - hvar er Jón Gnarr?

Viðskiptablaðið segir frá ,,frægum gegn forseta" - hópur á Fésbók til að andæfa forsetaframboði Ólafs Ragnars Grímssonar. Í Viðskiptablaðinu segir um talsmenn hópsins

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda og fulltrúi í stjórnlagaráði, er einn af stjórnendum hópsins (e. admin). Aðrir stjórnendur eru Ingibjörg Hinriksdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir og Svala Jónsdóttir.

Allt eru þetta valinkunnir samfylkingarmenn, nema kannski Gísli sem er kunnur fyrir einstæðan metnað.

,,Frægir gegn forseta," er álíka upplegg og bestavitleysan hans Gumma Steingríms. Maður bíður bara eftir Jóni Gnarr. Hvers vegna er hann ekki enn í umræðunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi sjálfsupphafni hópur fólks og að eigin áliti "frægi" hópur sem nú ætlar í sérstaka ófrægingar- og hatursherferð gegn forseta þjóðarinnar er nú þegar orðinn: "Frægur af endemum" Þeir hafa nú þegar verið staðnir að því að hafa sett inn nöfn sem ekkert vilja vera á listanum og án þeirra vitneskju, s.s Egils Helgasonar fréttamanns.

Svona eru nú vinnubrögðin hjá þessu "endemis fræga fólki" en þeim er kannski vorkunn því þeir hafa miðað við framgöngu Egils og hvað hann hefur verið fyrirsjánlegur með allar sínar Samfylkingar skoðanir í mörg ár að hann yrði auðvitað þarna og myndi svo líka halda uppi ófrægingarherferð þessa hóps fyrir þá í Silfrinu sínu. Í gær var hann með 3 á móti forsetanum en einn með.

En Egill bara afþakkaði þetta pent af lítillæti.

Það þýðir samt ekki að hann muni ekki veita þessum hópi hinna "endemis frægu" andlegan og móralskan stuðning og ómælt rými til ófrægingarherferðar gegn forsetanum í sínum fréttaskýringarþætti. Best gæti ég trúað því.

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 12:53

2 identicon

Forseta afglapinn er með Europhobiu, sem er mjög alvarlegt mál fyrir þjóðina. En Evrópa kann ekki að meta hans manngerð; montið og stórmennskubrjálæðið, og þetta er honum vel ljóst.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 13:57

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Gnarr hefur aldrei verið orðaður við eineltis-árásir. Hann hefur hins vegar orðið sjálfur fyrir mörgum eineltisárásum.

Hvernig nennir fólk að eyða tíma og kröftum í svona mannskemmandi og tilgangslausa vitleysu, eins og að reyna að ráðskast með ákvarðanir forsetans um að bjóða sig fram aftur? Hvað hangir á pólitísku öfga-eineltis-spýtunni núna?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.3.2012 kl. 14:48

4 identicon

Hvers vegna ert þú ekki að veita landsmönnum ötullega af visku þinni um Landsdómsmálið Palli minn?

Í stað þess að ræða mál málanna - mafíuFLokkurinn fyrir Landsdómi - þá hamast þú við að sprengja forsetareyksprengjur eins og enginn væri morgundagurinn.

Eigum við kannski að ræða grundvöll þess að Landsdómur rétti yfir ORG vegna glæpsamlegra aðgerða gagnvart þjóð sinni í undanfara Hrunsins?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 14:59

5 identicon

Ja, ekki er hann að horfa á Landsdóm í beinni. Á RÚV er bara boðið upp á Landann og Guiding Light. Leggjum niður RÚV. Núna.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 15:29

6 identicon

Egill Helgason verður bara að taka slaginn.

Hann er eini maðurinn á Íslandi sem talar stöugt um hvað hann sé frægur.

Karl (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband