Sunnudagur, 4. mars 2012
Gjaldmiðill er mest pólitík en minnst hagfræði
Gjaldmiðlaumræðan um helgina, þar sem Framsóknarflokkurinn bauð upp á pælingu um kanadískan dollar og Össur reyndi þöggun, dregur skýrt fram að pólitík er upphaf og endir umræðunnar um gjaldmiðilsmál en hagfræði er aukaatriði.
Hagfræðingar sem töluðu fyrir upptök kanadísks dollars gerðu ráð fyrir að Ísland myndi færast undir áhrifasvæði Kanada, t.d. með því að bankakerfið yrði kanadískt, og það er vitanlega þrælpólitískt mál.
Evran er þrælpólitískur gjaldmiðill sem þjónar samrunamarkmiðum Evrópusambandsins. Evrópuvaktin orðaði samhengi evru og ESB ágætlega í gær
Samstarf ríkja á meginlandi Evrópu byrjaði sem tollabandalag. Svo þróaðist það upp í efnahagsbandalag. Þriðja skrefið var gjaldmiðilsbandalag. Fjórða skrefið var ríkisfjármálabandalag, sem varð formlega til í gær. Fimmta skrefið verður pólitískt bandalag. Lokaskrefið verður ríkjasamband-Bandaríki Evrópu.
Ísland er ekki á leiðinni inn í Evrópusambandið og þar af leiðir mun Ísland ekki taka upp evru í fyrirsjáanlegri framtíð. Umræðan frá 2009 sýnir og sannar að Íslendingar vilja ekki í Evrópusambandið.
Ástæðan fyrir afstöðu Íslendinga til evru og Evrópusambands er þessi: Ísland lenti í kreppu en siglir hraðbyri út úr henni með krónuna til halds og trausts. Evrópusambandið lenti í kreppu og kemst hvorki afturábak né áfram heldur sekkur æ dýpra í efnahagslegt og pólitískt kviksyndi þar sem sameiginlegur gjaldmiðill hindrar skilvirka efnahagspólitík.
Með öðrum orðum: Ísland mun halda krónunni - vegna þess að það er heilbrigð skynsemi.
Stjórnvöld andvíg umræðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er eiginlega alveg með ólíkindum að það má altaf treysta því að kratar þola ekki heilbrigða skynsemi.
Ekki á nokkrum sviðum, svei mér þá.
jonasgeir (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 09:57
Það er nú ekkert sem bendir til þess að neitt sé hæft í þeirri fullyrðingu Sigmundar að íslensk stjórnvöld hafi hér á einhvern hátt haft puttan í málinu. Það er almennt svo að ríki telja ekki við hæfi að sendiherrar þeirra séu að vasast í pólítískum deilum í því landi sem þeir eru. Það er því ekkert sem bendir til annars en að þegar kanadískum stjórnvöldum var ljóst að hér var um að ræða pólitískan fund eins stjórnmálaflokks þá hafi þeim einfaldelga ekki fundist við hæfi að sendiherra þeirra væri að koma þar fram.
Þetta minnir nú á það þegar Sigmundur hélt því fram að Jóhanna hefi verið að beita sér í því að koma í veg fyrir að Norðmenn lánuðu okkur fé án milligöngu AGS. Það hafði alla tíð komið skýrt fram að þetta var skilyðri Norðmanna og þeir höfðu frá upphafi komið því skýrt til skila til íslenskra stjórnvalda. Þetta var því ekkert annað en lágkúrulegur rógur Sigmundar undir áhrifum Lindons forseta sem hikaði ekki við að bera fram lygar um pólitíska andstæðinga sína undir forskriftinni "látum þá neita því".
Hvað krónuna varðar þá munum við aldrei getað byggt hér upp fyrirtæki á alþjóðamarkaði önnur en þau sem kaupa sér ódýran aðgang að auðlindum okkar með eins sveiflukennda mynt og krónan er. Það kom meðal annars fram í fréttum nýlega að ef þetta fer ekki að breytst fljótlega þá muni Marel neyðast til að færa höfuðstöðvar sínar úr landi. Það' sama mun á endanum gerast með CCP og önnur fyrirtæki á alþjóðamarkaði sem hér eru og eru ekki háð aðgangi að auðlindum okkar.
Það er fínt að ræða kosti og galla þess að taka upp aðra mynt og þá hvaða mynt og hvernig það er gert. Tökum aðeins dæmi um mismunin á því að taka einhliða upp Kanadadollar og það að ganga í ESB og taka upp Evru með því að ganga í mynbandalag Evrópu.
Ef við tökum upp Kandadadollar þá þurfum við að kaupa alla þá mynt af Kanadamönnum sem við þurfum að hafa í umferð. Það kallar þá á mikla skuldaaukningu ríkisins með þeim mun meiri vaxtabyrði fyrir skattgreiðendur sem í dag greiða fimmtu hverja krónu af skattpeningum sínum í vexti. Kanadamenn munu aldrei taka við krónum sem á að fara að leggja af fyrir sína dollara. Ef við göngum í mynbandalag Evrópu munum við fá seðla til að nota í viðskiptum frá Seðlabanka Evrópu án þess að þurfa að taka lán eða fórna útflutningstekjum í það enda erum við þá aðilar að seðlabanka með peningaprentunarvald sem við erum ekki með ef við tökum einhliða upp aðra mynt.
Ef við tökum upp Kanadadollar þá þurfum við árlega að kaupa aukið magn dollara til að dekka bæði stækkun hagkerfisins okkar og vegna verðbólgu og þar með verðrýrnun dollarsins. Þar er ég reyndar að tala um verðbólgu í Kanada en ekki hér en hins vegar er það svo að ef við tökum upp mynt annars ríkis þá þarf verðbólga hér að vera svipuð og í viðkomandi ríki til að staða milliríkjaviðskipta hjá okkur skekkist ekki. Við þurufm því að fórna hluta útflutningstekna okkar eða skuldsetja okkur enn frekar til að halda nægjanlegu megni peninga í umferð og færa þannig myntsláttuhagnaðinn yfir til Kanadamanna. Meða aðild að myntbandalagi Evrópu fáum við hins vegar hlutdeild í mytsláttuhagnaði Evrunnar og fáum því þessa peninga frá Seðlabanka Evrópu án þess að þurfa að kaupa þá peninga.
Ef við tökum einhliða upp Kanadadollar þá hafa íslenskir bankar ekki neitt seðlabanka með peningaprentunarvald til þrautavarar. Því mun þá felast mikil áhætta í íslenskum bankarekstri og traust á Íslenskum bönkum mun því verða lítið. Íslenskir bankar munu því vera í miklum e4fiðleimum með að fá lán vegna þeirrar áhættu sem liggur í rekstri þeirra og því er allt eins líklegt að raunvextir muni hækka við slíka einhíða upptöku Kanadadollars þvért á það sem mun gerast ef við göngum í myntbandalag Evrópu og höfum Seðalabanka Evrópu til þrautavara fyrir íslenska banka.
Þetta eru bara nokkur atriði sem má nefna í þessu samhengi. Það er því ekki hagur okkar sem viljum ganga í ESB að þagga niður þessa umræðu. Þeim mun betur sem við skoðum þessa kosti þeim mun betur verða kjósendur upplýstir um það hversu óraunhæfur sá kostur er að taka einhliða upp aðra mynt.
Sigurður M Grétarsson, 4.3.2012 kl. 11:55
Kjósendur upplýstir, sammála því Sigurður Grétar,ég hefði viljað sjá hvernig þeir sem eru virkilega að mæla með upptöku Kanadadollar útfæra það. Varðandi meint afskipti íslenskra stjórnvalda af aðkomu kanadiska sendiherranum að þessum fundi,þætti mér fróðlegt að vita hvaðan Kanadastjórn hafði upplýsingar um hann. Kanski hringja sendiherrar ríkja til yfirboðara sinna og spyrja má ég fara á fund þar sem gjaldmiðla-pælingar verða reifaðar,segja nokkur orð? Hversvegna grunar mann Össur? Vegna þess í þau 3 ár sem hann hefur stýrt utanríkisráðuneitinu,hefur hann marg oft verið uppvís af að leyna skjölum (frá enskri lögfræðistofu um Icsave),sem studdi okkar fullveldissinna málstað. En hafa skal það sem sannara reynist ; Það er m.a. það að við Ætlum ekki í ríkjasamband-Bandaríki Evrópu.
Helga Kristjánsdóttir, 4.3.2012 kl. 12:57
Það er líklega langsniðugast að taka upp mynt byggða á föstum verðmætum. Kanski ekki fiski í sjó en frekar kílówöttum rafmagns, áli eða jafnvel gulli. Slíkt er auðvelt að höndla með á alþjóðavettvangi og stöðvar einmitt "ókeypis" nýprentunarvald pólitíkusa.
Hver er ástæða hárrar verðbólgu á Íslandi?
jonasgeir (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 12:59
Fínt að komast undir kanadísk áhrif.
Allt er betra en hin íslensku.
Síðustu tvær ríkisstjórnir sanna það.
Rósa (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 13:50
Helga. Það voru komnar fréttir um þennan fund í kanadískum fjölmiðlum þannig að það þurfti ekki neinn leka frá íslenskum stjórnvöldum.
Það hefur aldrei staðið til að við göngum í einhver Bandaríki Evrópu enda ekkert slíkt fyrirbrigði til. Við stöndum hins vegar í viðræðum um að fá aðild að samstarfsvettvangi 27 og væntanlega bráðum 28 sjálfstæðra og fullvalda lýðræðisþjóða Evrópu.
Sigurður M Grétarsson, 4.3.2012 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.