Miðvikudagur, 29. febrúar 2012
Auðmannafylkingin gegn Gunnari
Samfylkingin með sinn sérstaka trúnaðarmann, Aðalstein Leifsson, sem formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins tók að sér að víkja Gunnari Þ. Andersen forstjóra Fjármálaeftirlitsins úr starfi. Gunnar var einum of duglegur við að senda mál auðmanna, bakhjarla Samfylkingar, til sérstaks saksóknara.
Prinsippmaðurinn Steingrímur J. allsherjarráðherra lagði hönd á plóginn og átti samráðsfund með Aðalsteini í aðdraganda atlögunnar að Gunnari.
Atlagan að Gunnari var eins ósvífin og hugsast gat. Hvorki stóðu lagaleg né siðferðileg rök til þess að víkja honum úr embætti. Stjórn Fjármálaeftirlitsins verður að segja af sér, - annað er ekki boðlegt.
Á þessu leikur enginn vafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll. Ég verð að viðurkenna, að ég er sammála því að stjórn fjármálaeftirlitsins er ekki með viðurkennda og sanngjarna starfs-ferilsskrá, til að geta gengt sínu starfi.
Siðferðisvottorðið vantar í ferilsskrána!!!!!
Er ekki látið líta út fyrir að pólitískt föndruð og "flekklaus ferilsskrá" sé hvítþveginn aðgöngumiði að himnaríki á jörðu!
Hverjar eru staðreyndirnar? Hver hótaði Steingrími J. Sigfússyni til að svíkja sín kosningaloforð, og þar með flokksfélaga og kjósendur?
Mafía bankaræningjanna???
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.2.2012 kl. 18:11
Steingrímur tekur þátt í auðmannavörnum Samfylkingarinnar til að halda ráðherraembættum sínum.
Siðleysi valdasýkinnar.
Karl (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 19:55
Það var kom í fréttum fyrir svona 6 árum síðan að strætóbílstjóri sem að var að vinna sinn fyrsta dag hafði klest á í tvígang, þegar stjórn strætó fór að athuga málið þá kom á daginn að maðurinn hafði aldrei tekið meira próf. Átti þessi maður að fá að halda áfram?
Svo er það stór undarlegt að verið er að spyrja fjármálaráðherra útí hvort að verið væri að stuða Gunna eða ekki. Fjármálaráðuneytið er nefnilega langstærsti eigandi bankastofnanna á landinu, engin af gömlu bönkunum hefur leitað nauðasamninga og slitastjórn má ekki vera skráður eigandi bankastofnanna, fyrir utan öll þau vafamál sem að nú eru uppi í bankakerfinu? Er þá fjármálráðherra ekki orðinn gríðarlega háður FME?
valli (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 23:04
Já, gólftuskan enn að vinna. Hver ef nokkur eru takmörk Steingríms fyrir völd?
Elle_, 29.2.2012 kl. 23:06
Gunnar Anderssen sagði í viðtali einhvern tímann að verið væri að reyna að kortleggja hverjir ættu nýju bankanna.
Þetta er maður sem að er engan vegin starfi sínu vaxinn ef hann veit ekki hverjir eru raunverulegir eigendur bankanna eru og er samt að horfa fram hjá öllum þeim ábyrgðum og lánum sem að ríkið er búið að ábyrgjast fyrir þá, svo ekki er talað um allar þær yfirtökur á sparisjóðum og sölur á sparisjóðum sem að enginn í stjórnarandstöðu fær að vita um hvernig eiga sér stað. Svo það að ekki er brugðist rétt við gengisdómum og líka að það er búið að yfirtaka fjölda fyrirtækja með þannig hætti að bankarnir hafa komið út með hagnaði. Hvernig stendur líka á því að Landsbankinn sem að er með ríkisábyrgð á útgefnu víkjandi skuldabréfi upp á 270 milljarða ásamt því að ríkið setti í hann 122 milljarða hlutafé auk þess sem að hann hefur sýnt fram á tugi milljarða í hagnað í 3 ár sé síðan með eigin fé upp á 210 milljarða. Er eitthvað hlutafé eftir í Landsbankanum???? Þetta er spurning til FME þeir svara aldrei ef maður sendir þeim beint.
valli (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 23:17
"valli", sem einnig gengur stundum undir nafninu "Haukur Kristinsson" í athugasemdakerfum reynir hér að gera að því skóna að ef erfiðlega gangi að fá upplýsingar um eigendur banka þá sé við yfirmann Fjármálaeftirlitsins að sakast.
Raunar liggur beint við að líta fyrst til leynieigendanna en einnig til gallaðrar lagasetningar ef þessar upplýsingar fást ekki þó Fjármálaeftirlit sækist eftir þeim.
Hins vegar ætti "valli" að skýra betur fyrir öðrum hér hvers vegna honum er svo mjög í mun að styðja málsstað Sigurðar G. Guðjónssonar og "skjólstæðinga" hans í þessu máli víðar á vfnum en hér.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 11:20
Merkilegt að heyra en ekki get eg sagt eg sé hissa. Ja-há, Haukur samfylkingarelskandi. Haukur sem endalaust, endalaust lætur eins og Jóhönnuflokkurinn hafi ekki komið nærri stjórn fyrir eða við fall bankanna. Haukur sem sýknt og heilagt blekkir og lætur eins og Jóhönnuflokkurinn sé alsaklaus og hvítþveginn. Hvað sem maður minnir hann á rangfærslurnar oft. Eins og þarna: Óreiðuöflin og ónýta Ísland Ætli ´Haukur Kristinsson´ sé bara lygalaupur??
Elle_, 1.3.2012 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.