Þriðjudagur, 28. febrúar 2012
Lýðveldisflokkurinn
Sterkasta stjórnmálaafl Íslands í dag er hópurinn í kringum Ólaf Ragnar Grímsson forseta. Blaðamannafundurinn í gær gat allt eins verið stofnfundur stjórnmálaflokks og hvatningarsamkoma til stuðnings forsetaframboði Ólafs Ragnars.
Atlaga ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. að stjórnskipun landsins ásamt Brussel-helförinni hreyfir við mörgum sem áður voru ópólitískir og kusu Sjálfstæðisflokkinn eða þjóðlegir jafnaðarmenn sem gáfu atkvæði til vinstri. Breiður fjöldi fólks sem ólst upp með lýðveldinu og vill ekki sjá því fargað af lítilsigldum flokksnefnum sem hrúgað var saman fyrir áratug er tilbúið að fylkja sér um Ólaf Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar er með það í hendi sér að mynda kjölfestu á Bessastöðum til að óreiðuöflin velti ekki þjóðarskútunni eða taka alþingi í næstu þingkosningum. Hvort heldur sem er verður Ólafur Ragnar skipstjórinn í brúnni.
Forsetinn gagnrýnir stjórnlagaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ja þvílík kjölfesta, Páll. Einn mesti flautaþyrill íslenskra stjórnmála allt í einu orðinn svona trúverðugur. Getur ekki einu sinni sagt skýrt og skorinort hvort hann ætlar að hætta eða halda áfram.
Þórir Kjartansson, 28.2.2012 kl. 08:23
Ólafur ætti að leysa upp þessa ríkistjórn, og bjóða sig svo framm í 4 ár í viðbót.
Það væri vandfunin sá Íslendingur sem myndi njóta meiri hylli.!
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.