Föstudagur, 24. febrúar 2012
ESB-umsóknin er líf eða dauði Vinstri grænna
Svik þingflokks Vinstri grænna frá 16. júlí 2009 er myllusteinn um háls flokksins. Með útistandandi ESB-umsókn geta Vinstri grænir ekki gengið til kosninga - nema þá til að tortímast.
Evrópusambandið og útibúið á Íslandi, Samfylkingin, mun ekki ljúka viðræðum á meðan hætt er við að þjóðin segi nei í þjóðaratkvæði.
Vinstri grænir eiga þann eina möguleika að krefjast afturköllunar umsóknar. Og það verður of seint fyrir Vinstri græna að krefjast afturköllunar kortéri fyrir kosningar.
Ögmundur: ESB-viðræðum ljúki fyrir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll, Steingrímur ser fram á áframhaldandi völd. Innlimun í ESB styrkir okkar málstað til eilífðarríkisins Sovét Islands.
Björn Emilsson, 25.2.2012 kl. 00:50
Lengi hefur maður fylgst með þessum fyrrum fjandmönnum,Steingrími formanni VG. og Jóhönnu form. Samfylkingar. Parið er nú sameinuð í blindu hatri á hægriöflunum,eins og heyra má í ræðu forsætisráðherra,er hún byrstir sig og skellir á lær,þjóðlegir taktar eldri kerlinga.(Ég bara næ þeim ekki).Engum kæmi það á óvart,þótt Steingrímur sæi sitt óvænna og sneri aftur á bakborða,til kosningaloforða sinna. Mælskan hjálpaði honum að réttlæta það,þótt þar með sviki hann stjórnarsáttmála sinn og Jóhönnu. Hafandi horft á framgöngu skötuhjúanna út í stjórnarandstöðuna,væri óneitanlega forvitnilegt að sjá þau gengt hvort öðru;"Bæði eru skærin góð."
Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2012 kl. 01:24
Það er gott að ylja sér við hlý læri Jóhönnu við borðsendann. Gefur manni tækifæri að bora í nefið og leika sér með gula áherslupennann. Ekki það að ég hafi eitthvað vit á hvað á að leggja áherslu á, skiptir ekki máli. Við erum Valdið og vonandi Vilji þjóðarinnar. Hvað varðar okkur um þjóðarhag!!
Björn Emilsson, 25.2.2012 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.