Miðvikudagur, 22. febrúar 2012
Araba-blekking Kaupþingsmanna
Þegar bréf Kaupþings tóku að falla á markaði vegna vantrausts á bankanum ákváðu æðstu stjórnendur að búa til fléttu þar sem forríkur Arabi, Al-Thani, keypti stóran hlut í Kaupþingi. Forstjóri Kaupþings kom fram í fjömiðlum til að útmála það mikla traust sem bankinn nyti hjá alþjóðlegum fjárfestum.
Í reynd fjárfesti Al-Thani ekki í Kaupþingi heldur fengu æðstu stjórnendur nafn hans lánað gegn þóknun. Al-Thani fékk lánað hjá Kaupþingi til að kaupa hlutabréfi í Kaupþingi.
Ef lög ná ekki yfir þessa iðju Kaupþingsmanna má loka fyrir hlutabréfaviðskipti á Íslandi.
Kaupþingsmenn ákærðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hver er munurinn á málum Ástráðs og Björns Inga?
http://www.dv.is/frettir/2010/4/12/fyrsta-afsognin-bjorn-ingi-vikur-sem-ritstjori-pressunar/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 10:55
Skyldi Al Thani eiga hlut í merinni?
Halldór Jónsson, 22.2.2012 kl. 11:09
Ástráður tók ekki lán kannski það sé helsti munurinn
Frakkur (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 12:28
Um nótulaus 26 miljarða viðskipti, sjá hér
Ég hygg að þetta hér sé það fyrsta sem sást opinberlega á prenti um þennan "snilldar" viðskiptagjörning.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2012 kl. 12:37
Hvernig fékk hann þessar 250 milljónir? Fyrir hvað?
http://www.dv.is/frettir/2012/2/20/astradur-fekk-naerri-250-milljonir-krona-afskrifadar/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 12:41
Mikið er ég sammála þér Páll
Ef ekki verður hægt að sakfella þessa menn þá er það í raun stærra mál en með ráðuneytis-Baldur.
Grímur (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 12:45
Þetta er afleyðusamningur. DV kallar það afskriftir ég kaupi nú ekki allt sem þeir segja svo auðveldlega
Frakkur (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 18:16
Afleiða er það nú víst
Frakkur (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.