Evru-plott Össurar og Seðlabankinn

ESB-sinnarnir Össur Skarphéðinsson utanríkis og Guðmundur Steingrímsson gnarristi settu á svið leiksýningu á alþingi þar sem annar spurði og hinn svaraði um krónu og evrur. Sýningin gekk út á það að tengja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið við meint ,,skjól fyrir krónuna."

Skjólstæðingar Össurar í samtökum aðildarsinna hafa undanfarið keyrt upp ,,krónan er ónýt" áróðurinn sem gefur vísbendingu um miðstýrða tilraun til að gefa aðildarviðræðunum byr í seglin.

Seðlabanki Íslands er stofnun sem ætti að vera hafin yfir þátttöku í pólitískum fléttum alræmdra efnahagspólitískra fábjána. Undarlegar fréttir af veikingu krónunnar vekja aftur á móti upp spurningar um heilindi forsvarsmanna Seðlabankans. Í gjaldeyrishöftum er gengi krónunnar handstýrt og seðlabankamenn eiga að útskýra hvaða viðmið þeir hafa í gengismálum til að tækifærissinar fái ekki vopn í hendurnar að grafa undan trúverðugleika krónunnar.

Vaxandi grunsemdir eru um aðild Seðlabankas að pólitískum hráskinnaleik. Þannig er Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri í stjórn Fjármálaeftirlitsins sem stendur ítrekað fyrir atlögu að forstjóra stofnunarinnar.

Seðlabankinn þarf að temja sér heilindi og háttvísi. Annars verður gerð krafa um hreinsanir úr Seðlabankanum við næstu stjórnarskipti.

 

 


mbl.is Enn veikist krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Seðlabanki Íslands hefur ósköp lítið að segja um veikingu eða styrkingu krónunnar. Ég hef aldrei verið fylgismaður boða og banna enn akkúrat núna eru gjaldeyrishöft besta vörn gegn árásum efnhagskrafta á íslensku krónunna.

Hvort Seðlabanki vinni að heilindum eða ekki skiptir næstum engu máli. Lönd með eigin gjaldmiðil þurfa að verja sig vegna ágangs evru og dollars. Það geisar efnahagsstríð í öllum heiminum og stríðsherrarnir svífast enskis.

Seðlabankastjórn þarf að fara gætilega í samskiptum sínum við útlönd og ég held hún viti það.

Það er ekkert létt að halda efnahagslegu sjálfstæði sínu þessa daganna og þeir virðast alveg skilja það í Seðlabankanum þannig að ég skil ekki áhyggur þínar af Össuri. Það tekur engin mark á honum neinsstaðar lengur. Hans eini kraftur er staða hans og einhverjir peningar sem hann ræður yfir.

Össur er fyrir löngu orðin þekktur fyrir kjaftavaðal og skítaplott sem búið er að loka á. Bara þeir sem finnst gaman að láta ljúga að sér, hlusta á hann.

Óskar Arnórsson, 22.2.2012 kl. 08:12

2 identicon

Veit ekki hvort það er endilega það versta að krónan sé svona veik. Stendur ekki yfir ormahreinsun og best að krónueigendur sem þurfa að komast út þurfi að afhenda sem allra flestar krónur fyrir gjaldeyrinn. Við lifum ekki á loftinu og krónan er að vinna í því að við eyðum ekki um efni fram. Efnahagshrun er ekki eitthvað sem við skolum niður með morgunkaffinu.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband