Steingrímur J. viðurkennir ósannsögli; tekur þátt í fléttu að reka embættismann

Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra viðurkennir ósannsögli í embættisfærslu þegar hann í játar að hafa fengið upplýsingar um að til stæði að reka Gunnar Andersen forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Áður hafði Steingrímur sagst hafa fengið fregnir af uppsögn Gunnars í fjölmiðlum.

Efnahags- og viðskiptaráðherra er þar með orðinn þátttakandi í fléttu að flæma embættismann úr starfi. Sérstakur trúnaðarmaður Steingríms J., Ástráður Haraldsson lögmaður, skrifar skýrslu sem notuð er til að réttlæta ólögmæta brottvikningu embættismanns.

Fundur Aðalsteins Leifssonar stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins með Steingrími J. nokkrum dögum fyrir atlöguna að Gunnari Andersen gerir ráðherra samsekan.

Steingrími J. er ekki lengur sætt á ráðherrastóli.


mbl.is Upplýstur um málið fyrir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur verið í umræðunni að setja Fjármálaeftirlitið inn í Seðlabankann.

Þá getur Már Guðmunsson deilt og drottnað hverjir verða ransakaðir og hverjir ekki. Þar þvælist Gunnar fyrir. Þegar hlutlaust mat þóknast ekki pólitískri stjórn Fjármálaeftirlitsins er nýtt pantað. Annar þeirra skýrsluhöfunda hefur reyndar setið í stjórn fyrirtækis sem Fjármálaeftirlitið á að hafa eftirlit með og hefur fengið afskrifaðar skuldir upp á verulegar fjárhæðir. Hann er meira en huglægt vanhæfur til verksins. Þegar búið verður að reka Gunnar er Fjármálaeftirlitið dautt. Hver sá sem þar við tekur getur búist við að vera rekinn ef hann þóknast ekki pólitískum yfirboðurum sínum og liggja undir upplognum árásum. Það sem Gunnar virðist sakaður um, er að ekki hafa getið tveggja Trust sjóða sem Landsbankinn stofnaði 2001 á eyjunni Guernsey vegna fyrirspurnar Fjármálaeftirlitsins um starfsemi ríkisbankans erlendis. Trust er algengt í bankaheiminum og í enskumælandi löndum. Þau eru sjálfseignarstofnanir stofnaðar í fyirfram ákveðnum tilgangi og stjórnir þeirra óháðar stofnanda. Sjá:The Trusts (Guernsey) Law, 1989

as amended by The Trusts (Amendment)(Guernsey) Law, 1990

Sveinn Sveinsson (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 16:56

2 identicon

Hver heimilaði lánið til Ástráðs? Getur hver sem er fengið 250 milljón króna lán? Hver er munurinn á málum Ástráðs og Björns Inga?

http://www.dv.is/frettir/2010/4/12/fyrsta-afsognin-bjorn-ingi-vikur-sem-ritstjori-pressunar/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 17:06

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er einkenni á siðleysingjum að þeir trúa því að þeir séu klárari en aðrir og komist þar með upp með lýgi og ómerkilegheit.

Nýjustu skoðanakannanir sýna að almenningur er farin að sjá í gegnum blöffið.

Ragnhildur Kolka, 21.2.2012 kl. 17:43

4 identicon

Tæpast tíðindi að Steingrímur sé staðinn að lygum.

Maðurinn virðist algjörlega ófær um að koma heiðarlega fram hvað þá að sedgja satt.

Hann er raðlygari.

En hvaða hagsmuni eru hann og afskriftaþegi VG Ástráður að verja?

Getur verið að þeir hafi þurft að fara gegn Gunnari Andersen til að fela milljarðatugina sem Steingrímur hefur dælt í sparisjóði í sinni heimabyggð?

Karl (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 17:55

5 identicon

Hvað ætli ríkisstjórnin sé að hugsa með því að láta Steingrím J sem aldrei hefur viljað gefa upp neitt um endurreisn bankanna nema tilneyddur fá embætti sem hefur FME á sinni könnu. Steingrímur J sem fjármálaráðherra hafði beitt neyðarlögunum með röngum hætti á Byr og Spkef og lætur síðan fjármálaráðuneytið ræna 2.6 milljörðum úr Byr hf án þess að hikka.

Pældu í einu gömlu bankarnir sem eru móðurfélög nýju bankanna hafa en ekki leitað nauðasamninga og eru þess vegna ekki ennþá eign kröfuhafa auk þess sem að slitastjórn getur ekki verið eigandi svo þetta tilheyrir fjármálaráðuneytinu. Svo er fjármálráðuneytið að fara með 95% hlut stofnfjárhafa Byrs sparisjóðs án þeirra samþykkis en ríkið tók í raun aldrei yfir sparisjóðinn heldur hrifsaði reksturinn af honum og skilaði honum hálfu ári seinna svo var stofnfjárhöfum ekki hleyft á kröfuhafafundi, frá því að fjármálaráðuneytið hrifsði til sín völdin með mjög undarlegum hætti þá jukust innlán og aðrar kröfur Byrs hf á lánastofnanir sem tilheyra fjármálaráðneytinu um 2.6 milljarða en voru virðisrýrðar um leið í bókhaldi Byrs hf  auk þess sem 36.6 milljarða gjaldeyrisjöfnuður Byrs Hf sem myndaðist þegar skuldir voru skildar eftir í Byr sparisjóð var færður inn sem 1.4 milljarðar án þess að greina frá hvernig það var gert í samtæðureikning. Auk þess sem afskriftareikningur var upp á yfir 71 milljarð og algjörlega óvíst hvort það hefði þurft að nota nema brot af honum og síðan kemur restin síðar inn sem hagnaður, þaðvar ekki gerð tilraun til að gefa út breytileg skuldabréf eða veita þrautavaralán sem myndu duga til fleyta Byr hf áfram meðan verið væri að rannsaka hrun sparisjóðanna. Virðisrýrnanir innlána Byrs við aðrar lánastofnair voru í heildinna 7.6 milljarðar, en viku eftir sölu Byrs hf til Íslandsbanka þá voru heildsöluinnlán dæmd tryggð svo þessi fjárfesting borgaði sig upp á viku fyrir Íslandsbanka. Spurning hvort að 130 milljóna greiðsla til Arctica og 250 milljóna króna niðurfelling lána hjá Ástráði hafi haft eitthvað að segja en eitt er víst að fjármálaráðuneytið var að selja sjálfum sér eignir sem það átti ekki og það án samþykkis raunverulegra eiganda.

Það voru á sínum tíma búnir að nást samningar milli Byrs sparisjóðs og erlendu kröfuhafanna þegar, fjármálaráðuneytið og helsti keppinautur og því miður sá aðilli sem að hafði með viðbótarstofnféð að segja, fer að bjóða kröfuhöfum upp á að taka víkjandi skuldabréf og ríkisskuldabréf fyrir kröfur sínar á Byr sparisjóð, þetta gátu þýsku bankarnir ekki sætt sig við þar sem að Byr var með þennan risa afskriftareikning og skráði mikla virðisrýrnun vegna krafna á aðrar lánastofnanir auk þess sem áhættugrunnur Byrs innihélt breytileg skuldabréf og víkjani lán en ekki víkjandi skuldabréf og ríkisskuldabréf . Þarna var brugðist rangt við og þess vegna var beiting neyðarlaganna ólögleg í þessu tilfelli og FME aðhafðist ekkert svo að Gunnar má alveg drulla sér eitthvað annað, svo lengi sem ég er ekki að borga launin hans með mínum skattpening, það sama má segja um bankaræningjan, lygarann og drullusokkinn Steingrím J

valli (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 18:05

6 identicon

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur mælir nú hraustlegar en flestir og ljóst að ekki er hann hrifinn af ráðahag og ráð-slagi hrægamma-hjúanna:

"Stundum er betra að vita ekkert og ljúga. Nú er það staðreynd sem ég hef sagt,

hann (Steingrímur J.) vissi um brottreksturinn fyrirfram og raunar Jóhanna líka.

Það lýgur og lýgur þetta skítapakk."

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 21:59

7 Smámynd: Elle_

Steingrími hefur aldrei verið stætt í embætti ráðherra frá mars, apríl, 09 þegar hann var þegar hafinn við að semja um lögleysu (EU-umsóknin, ICESAVE) á bak við tjöldin.  Og kom samt fram opinberlega og laug blákaldur og neitaði öllu.  Ótal dæmi eru um óheiðarleika hans í opinberu embætti. 

Síðan þá hefur hann oft blekkt og logið.  Það á að reka HANN.  Það á að draga HANN fyrir sakadóm fyrir blekkngar og lögleysu í nokkrum málum í opinberu embætti og ekki síst ICESAVE. 

Vissulega þykist hann ekkert vera með í málinu og ekkert vita núna.  Það er ekkert nýtt með hann.  Vilji hann að Gunnari Andersen verði vikið og vinni að því á bak við tjöldin væri það í ´character´ og kannski gert til að verja hann sjálfan gegn rannsókn. 

Elle_, 21.2.2012 kl. 22:33

8 identicon

Hárrétt ábending Elle um tímaröðina um raðlygar Steingríms.

Maðurinn virðist ekkert annað kunna en að ljúga og ljúga og svíkja og svíkja

og ljúga og svíkja.

En nú spyr ég sem Ómar Geirsson hefur áður spurt um og það er hvort þingmenn Hreyfingarinnar ætli að lúta svo lágt að treysta þannig manni

og verja hann falli?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 23:04

9 identicon

Þetta er að sönnu merkilegt þjóðfélag. Ráðherrar svíkja, ljúga og brjóta lög hægri vinstri, og sitja enn.

Enn skringilegra verður það, þegar þessum raðbrotaráðherrum tekst að flæma þokkalega óspillt flokk úr flokkunum sem standa að stjórninni, og meirihlutinn riðar til falls, þá tekst þeim að halda völdum með því að halla sér að fólki úr smáflokki, sem tókst að fá fjóra þingmenn kjörna með loforðum um að berjast gegn spillingu.

Sennilega hefur Þór Saari, Margréti Tryggvadóttur, Birgittu Jónsdóttur og Þráni Bertelssyni tekist að slökkva þá von í brjóstum landsmanna, að hægt sé að kjósa nýtt óspillt fólk til valda.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 23:11

10 Smámynd: Elle_

Já, það er stórmerkilegt UHU-lím-land sem við búum í.  Maður hefur aldrei vitað annað eins.  ´Raðbrotaráðherra´ og ´raðlygari´ með öðru ræður hér nánast öllu.  Og bara rekur embættismenn og aðra ráðherra úr embætti til að koma sínu fram og verja sig sjálfan.  Og kemst upp með það.  Í venjulegum löndum hefði honum verið KASTAÐ út úr embætti þar sem honum er örugglega ekki stætt.  Og væntanlega kominn bak við lás og slá.  Heiðarlegir stjórnmálamenn ættu að hlusta á okkur og koma manninum ÚT. 

Elle_, 22.2.2012 kl. 00:19

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kæru vinir!! Vangaveltur; Munu þau rjúfa og svifta af okkur þeirri ærlegu vitund siðferðis,sem heldur aftur af okkur,í að komast af!!!,,,, við eða þau?,, Þegar ekkert annað er eftir!!! ???????

Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2012 kl. 00:35

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Munu þau gera það með framferði sínu svifta okkur þeirri vitund.Eftir 3 ára ,snuð og puð,er komið nóg,það er mín tilfinning,lengra skulu þau ekki teyma okkur.

Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2012 kl. 00:42

13 identicon

Ég þori að fullyrða að engin ríkisstjórn hefur nokkru sinni verið foröktuð og fyrirlitin meira af öllum almenningi en ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu.  Það hefur hver skoðanakönnunin á fætur annarri sýnt okkur fram á, auk þess sem allt hið venjulega fólk skrafar og talar sín á milli. 

Og þegar menn eins og mas. Þorvaldur Gylfason og Guðmundur Ólafsson nota þau orð sem þeir hafa nú gert að undanförnu um þau Steingrím og Jóhönnu, þá er alveg ljóst að brátt verður fokið í öll skjól og þau munu standa ein og vita kviknakin og berstrípuð út á víðavangi, þau hrægamma-hjúin, Grímsi og Jóka með örfá hirðfífl sem dansa tossadansinn í kringum þau eins og til að mynda þar einhvern göróttan einiberjarunn og ölvuð af göróttum einiberjadrukk.  Ég vona að þingmenn Hreyfingarinnar verði ekki þeir bjánar að falla í þá freistni að leika hirðfíflin, vegna kaffibollaskrafs og loforðaglamurs með Steingrími, líkt og fór fyrir kallgreyinu honum Þráni.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 01:03

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

...og ekkert af þessu hefur neitt með að gera að Gunnar Anderssen skrifaði ásamt Arnóri Sighvatssyni undir tilmæli 30. júní 2010 þess efnis að færa skuli fjármálafyrirtækjum og þar með kröfuhöfum þeirra fúlgur fjár úr vösum íslenskra heimila. Nánar tiltekið 350 milljarða eins og Gunnar skrifar sjálfur í inngangsorðum að ársskýrslu FME 2011.

Þetta hefur þá væntanlega heldur ekkert með að gera yfirvofandi skaðabótaskyldu ríkissjóðs gagnvart þessum sömu neytendum?

Að bankahruninu undanskildu (sem FME svaf að mestu af sér) þá er þetta stærsta einstaka mál sem komið hefur inn á borð stofnunarinnar. Neeiiii.... þetta hefur örugglega ekkert með það að gera, eða hvað?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2012 kl. 02:46

15 identicon

Er þetta þá allt gegnumrotið af spillingu Guðmundur?

Við vitum að 4-flokkurinn er gegnumrotinn og gjörspilltur með hirðum sínum.

En hverra hagsmuni eru þá Guðmundur Ólafsson og Þorvaldur Gylfason að verja, með beinskeittum orðum sínum?

Fræddu okkur meira Guðmundur um það hvernig makkað er á bakvið þau tjöld sem við hinir óbreyttu skulaþrælar fáum aldrei að sjá alminlega í gegnum, þrátt fyrir fögur loforð hrægamma-hjúanna um gegnsæi ofl.ofl.ofl.ofl.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 03:37

16 identicon

Er þessu valdahyski fyrirmunað að segja eitt orð satt, bara eitt orð satt?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 03:39

17 identicon

"Lygapakk" segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og nágranni minn.

GB (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 08:02

18 identicon

Er þetta söguskýring Hagsmunasamtaka heimilanna, Guðmundur? Það var Steingrímur sem endurreisti bankakerfið. Allt kvak um sök Gunnars er hlálegt í samanburðinum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 08:27

19 identicon

Það verður að skoða líka hvernig þessi ríkisstjórn er búinn að moka peningum í Íslandsbanka, Arion og NBI. Íslandsbanki og Arion hafa fengið yfir 216 milljarða í lausafjárlán og síðan er búið að láta þá hafa víkjandi lán og  NBI var fjármagnaður með 122 milljarða hlutafé og veittar ábyrgðir fyrir 260 milljarða króna víkjandi skuldabréf sem greiðslu fyrir lánasafn gamla Landsbankans, ég spyr að ef að eigið fé NBI er í dag minna en það sem á eftir að greiða fyrir þetta skuldabréf, Er þá nokkuð til sem heitir hlutafé eftir í bankanum. Ef að Glitnir og KB fara í gegnum nauðasamninga hvernig ætlar ríkið að ná aftur þessum 216 milljörðum úr Íslandsbanka og Arion það er hvað vitum við um hvað þessir stóru vogunarsjóðir gera við þá og hvernig ætlar ríkið að gera kröfur ef að bankarnir verða látnir fjárfesta í einhverjum verðlausum félögum sem nýjir eigendur eiga annars staðar en staðreyndin er sú að ríkið hefur aldrei fengið heimild frá EFTA til að fjármagna bankana með þessum hætti.

Ef að Glitnir og KB fara í nauðasamninga og Íslandsbanki og Arion myndu ekki greiða fyrir þessi lán er þá Oddný fjármálaráðherra ekki orðin ábyrg fyrir misgjörðir Steingríms?

valli (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 12:04

20 identicon

Þessi pistill Reynis Traustasonar um drauga Björgólfa innan stjórnar FME kann að skýra hví Guðmundi Ólafssyni og Þorvaldi Gylfasyni blöskrar nú aðförin að Gunnari Andersen. 

Þeir virðast vita sem Reynir að enn er illilega reimt á Kili og því se tími til kominn að skella sér í göfugt hlutverk The Ghostbusters: 

http://www.dv.is/leidari/2012/2/22/draugar-bjorgolfa/

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband