Mánudagur, 20. febrúar 2012
Heimildir Kastljóss ótrúverðugar í máli Gunnars
Þóra Arnórsdóttir ber sakir af Kastljósi í umfjöllun um málefni forstjóra Fjármálaeftirlitsins, Gunnars Andersen. Staðreyndin er að Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur var heimild Kastljóss fyrir ásökunum á hendur Gunnari.
Þóra segir fréttamenn Kastljóss hafa verið að vinna vinnuna sína þegar málefni Gunnars voru þar til umfjöllunar í haust - en einmitt sú umfjöllun hratt af stað atburðará sem átti að ná hámarki um helgina með uppsögn Gunnars.
Heimildarýni er hluti af vinnu blaðamanna. Þeirri vinnu var ekki sinnt, svo vægt sé til orða tekið, þegar Sigurður G. Guðjónsson lögmaður er heimild um málefni forstjóra Fjármálaeftirlitsins.
Athugasemdir
RUV er orðið alveg merkilega lélegt.
Tvöfalda ritstjórn.
Ein blá.
Ein rauð.
jonasgeir (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.