Stjórnarformaður veldur ekki hlutverki sínu

Aðalsteini Leifssyni, stjórnarformanni Fjármálaeftirlitsins, er ekki treystandi fyrir mannaforráðum. Hvort heldur það er af botnlausu dómgreindarleysi eða þjónkun við hagsmuni auðmanna þá gerir Aðalsteinn ítrekaða atlögu að forstjóra Fjármálaeftirlitsins án réttmæts tilefnis.

Aðalsteinn gengur erinda auðmanna og meðhlaupara þeirra úr röðum lögfræðinga og álitsgjafa sem hafa gert forstjóra Fjármálaeftirlitsins að skotmarki eftir að hann vísaði um 80 málum til sérstaks saksóknara.

Aðalsteinn Leifsson á að segja af sér sem stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins.


mbl.is Gunnar Þ. Andersen mætir til vinnu í dag þrátt fyrir uppsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Sammála! en kannski vill hann fostjórastólinn sjálfur.

Sandy, 20.2.2012 kl. 07:03

2 identicon

http://www.dv.is/blogg/thorvaldur-gylfason/2012/2/20/hvad-fengu-hinir/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 09:16

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ertu ekki full kröfuharður, Páll, að gera því skóna að Aðalsteinn valdi ekki hlutverki sínu. Hann gegnir því hlutverki sem Jóhönnustjórnin ætlaði honum og það er að draga athyglina frá óþægindum hæstaréttardómsins.

Ríkisstjórn sem hunsar dómsvaldið þarf bara þæga þjóna.

Ragnhildur Kolka, 20.2.2012 kl. 09:58

4 identicon

"Ef smávinir ríkisstjórnarinnar eins og Ástráður Haraldsson hrl., álitsgjafi stjórnar FME, fengu kvartmilljarð afskrifaðan í banka eins og fram kemur í DV í dag, hvað fengu þá hinir? Hvers vegna fær hann að halda eignum sínum, meðan þúsundir annarra skuldara eru bornar út af heimilum sínum? Hverju svarar efnahags- og viðskiptaráðherra? Erum við ekki öll jöfn fyrir lögum?"

Hverju svarar efnahags- og viðskiptaráðherra spyr Þorvaldur Gylfason. Hver er að draga athyglina frá hverjum?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 10:12

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er að verða hið undarlegasta mál.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.2.2012 kl. 12:47

6 Smámynd: Elle_

Losa Jóhanna og co. sig bara við embættismenn sem vinna ekki eftir þeirra höfði?  Fyrst Jón Bjarnason.  Nú Gunnar Andersen?  Hver er næstur?  Og svo vaða þau yfir Hæstarétt ef hann dæmir ekki eins og þau vilja.  Geta þau bara gert allt sem þau vilja í lýðræðisríki??

Elle_, 20.2.2012 kl. 15:02

7 identicon

Já, hverju svarar Steingrímur J, vörslumaður hrægamma, spurningu Þorvaldar.

Skyldi hann svara að Þorvaldur sé að misskilja þetta, þó enginn skilji Steingrím?

Eða skyldi hann svara með sínu nýjasta valdbeitingar og þöggunar í hel orðfæri, sem hann virðist hafa lært eftir ferð sína til Brussel:  "Þegiðu!" ... ?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 18:27

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar Andersen og Arnór Sighvartsson skrifuðu í júní 2010 undir tilmæli þess efnis að hlunnfara skyldi íslenska neytendur.

Í inngangsorðum forstjórans að ársskýrslu FME 2011 stærir Gunnar sig af því að hlunnferðin hafi numið 350 milljörðum og fært bönkunum mikinn ávinning.

Menn hafa misst vinnuna fyrir lægri sakir en 22% af vergri landsframleiðslu.

Það eina sem er gagnrýnivert við aðkomu Gunnars að máli Baldurs Guðlaugssonar er að hann skuli ekki sitja inni með honum.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2012 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband