Fimmtudagur, 16. febrúar 2012
Ísland sem viðskiptamódel
Verst mannaða starfsstétt á Íslandi er forstjóraliðið sem kenna má við Viðskiptaráð. Þar var traustasta bakland auðmannanna sem settu landið á hausinn. Forstjóraliðið lærði ekkert af hruninu og vill endurtaka leikinn í skjóli viðskiptamódels frá Mckinsay um ,,hámarksverðmætasköpun."
Viðskiptaráð gerði ekki upp við hrunið og viðskiptamenninguna þar sem markaðsmisnotkun, innherjaviðskipti og marvíslegar aðrar svikamyllur þóttu sjálfsagðar.
Hreggviður Jónsson, nýr formaður Viðskiptaráðs, var hægri hönd Jóns Ólafssonar, kenndum við Skífuna, þegar Jón bjó til viðskiptasiðferði á Stöð 2 sem Jón Ásgeir et. al. öpuðu eftir. Og, já, Hreggviður starfaði áður hjá Mckinsey og veit trúlega hvað ,,ókeypis" vinna þar á bæ felur í sér.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra getur verið stolt af því að þiggja ekki boð Viðskiptaráðs um að ávarpa samkomu verst mönnuðu starfsstéttar Íslands.
Mckinsey skoðar Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hjó eftir því í fréttinni að heilalaus fréttamaður RÚV hafði ekki vit á frekar en venjulega að spyrja út í hver greiddi fyrir vinnuna og hvernig. Hvaða fáráðlingar trúa því eiginlega að þetta sé ókeypis?
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.