Krónan, atvinnuleysið og ríkisstjórnin

Krónan dreifir byrðum kreppunnar á alla þjóðfélagshópa og skapar skilyrði fyrir hagvöxt. Lágt atvinnuleysi er krónunni að þakka. Í Evrópusambandinu er viðvarandi atvinnuleysi yfir 10 prósent en hér er það 7,2 prósent og hefur haldist vel innan við tveggja stafa tölu þrátt fyrir hrun.

Ef allt væri með felldu í stjórnmálum ætti ríkisstjórnin að vera á blússandi siglingu þegar saman fer batnandi kaupmáttur með hagvexti og lágt atvinnuleysi.

En vegna þess að sitjandi ríkisstjórn vill krónuna feiga og innflutt evrópskt atvinnuleysi með aðild að Evrópusambandinu fær hún skít og skömm frá almenningi. Og það með réttu.

Almenningur bíður eftir stjórnmálaafli sem boðar að á Íslandi séu allar forsendur fyrir góðum lífskjörum og heilbrigðu samfélagi. 

 

 


mbl.is Atvinnuleysið 7,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Almenningur bíður eftir Bjarna Ben sem dúkkaði upp eins og Forrest Gump á neyðarfundi Glitnis nóttina fyrir yfirtöku - án beinnar aðkomu samt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 08:40

2 identicon

Sæll.

Þessar atvinnuleysistölur er bara fals og vitleysa. Hve margir hafa flúið land vegna þess að þeir fá ekki vinnu hér? Hve margir eru settir í alls kyns nám svo atvinnuleysistölur lækki? Hve margir eru í hlutastarfi en vilja fullt starf?

Leiðrétti mig nú einhver ef ég fer með fleipur en ég veit ekki betur en fólk megi ekki þiggja bætur í meira en 3 ár, eftir þann tíma fellur fólk af skrá en sveitarfélagið þarf að framfleyta því. Eru þetta örlög örfárra eða nokkur hundruð einstaklinga? Þetta, ef rétt er, hefur auðvitað jákvæð áhrif á atvinnuleysistölur sem núverandi ráðalaus stjórnvöld fagna án efa.

Helgi (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband