Steingrímur J. og Össur missa sig vegna ESB-umsóknar

Steingrímur J. allsherjarráðherra og formaður VG hreytir ónotum í þingmenn sem spyrja hann um umsóknina um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Össur Skarphéðinsson utanríkis stundar stílæfingar þar sem meira liggur á að lítillækka þingmann en svara fyrirspurn um ESB-umsóknina og fylgifé.

Viðbrögð Steingríms J. og Össurar gefa til kynna að þeir vita upp á sig skömmina að hafa ekki afturkallað vitleysuna sem þeir hleyptu af stað 16. júlí 2009.

Þegar sjóaðir pólitíkusar missa sig svona illilega er víst að innviðir eru við það að bresta.


mbl.is „Æ, þegiðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Buldi við brestur!!!

Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2012 kl. 18:12

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og brotnaði þekjan.  Já já vonandi þetta er að verða búið.  Stjórnin er tæknilega fallinn, það er bara eftir að úrskurða andlátið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2012 kl. 18:40

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hrokinn og heiftin út af ESB málunum á eftir að fella þessa tvo kumpána Ríkisstjórnarinnar, með braki og brestum.

Geðillska þeirra og skapvonska yfir hroðalegu gengi flokka þeirra í nýjustu skoðanakönnunum sýna helst hvað þeir eru báðir orðnir svakalega tæpir á geði ! Enda enginn furða !

Gunnlaugur I., 13.2.2012 kl. 18:51

4 identicon

Þessi heiftarlegu viðbrögð Steingríms J.við þessari saklausu fyrirspurn Sigmundar Davíðs benda til þess að hann hafi eitthvað að fela.

Það kæmi fáum á óvart, allavega ekki fyrrverandi kjósendum VG þótt öll helstu hagsmunamál Íslendinga í viðræðum við ESB séu þegar fyrir borð borin.

Lesandi (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 19:01

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Æ, þegiðu.

hilmar jónsson, 13.2.2012 kl. 19:49

6 identicon

Báðir eru þessir stjórnmálamenn sérstaklega ógeðfelldir sökum hroka og valdasýki.

Blessunarlega rennur brátt upp sá dagur þegar þjóðin losnar við þedssa óþurftarmenn.

Karl (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 19:58

7 identicon

Steingrímur er svo sannanlega Ingjaldsfíflið í íslenskum stjórnmálum og það allra tíma.  Hilmar "Æ, þegiðu" er það í bloggheimum.  Það er óhugnanlegt að verða vitni að því að einhver leggi sig svo lágt að verja Júdas.  Össur er skammt undan hvað andlegan gjörvuleika varðar.  Skemmtanagildið af þeim  er óumdeilanlegt vegna ótrúlegra meðfæddra leiðinda og ekki hverjir sem eru sem ná að afreka slíkt.... óaðvitandi ...  

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 20:23

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Guðmundur minn - finnst þér nú sanngjarnt að sverta minningu Ingjaldsfíflsins með því að bendla því við Steingrím J Sigurðsson? Orðbragð VG liða á þingi er þeim til vansa. Björn Valur er búinn að hrifsa til sín titilinn mesti málsóði þingsögunnar - bókun Hilmars hér á undan er í fullu samræmi við VG.Framkoma þeirra sem vildu ekki veita tillögu Bjarna Benediktssonar vegna Landsdómsmálinu brautargengi var til skammar - bæði þeim og þinginu - þar var lágkúran kórónuð með árásum Birgittu Jónsdóttur á forseta þingsins af. hreyfingarþingmenn - og þá aðallega Þór Saari - gera harða hríð að titli Björns Vals. Svo kallar þetta fólk eftir virðingu almennings fyrir þinginu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.2.2012 kl. 06:01

9 identicon

Ólafur Ingi, þú ert jafn blindur á Bjarna og Hilmar er á Steingrím. Þið eruð báðir hlægilegir.

http://www.dv.is/frettir/2011/9/11/n1-i-skuldabrefautgafu-rett-fyrir-hrun/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 09:31

10 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ágæta Elín - það lýsir þér vel að líta á það sem hlægilega afstöðu að nenna ekki að horfa á mann borinn röngum sökum. Það ferli - frá því að gögn eru útbúin og þar til þau eru tilbúin til afhendingar getur tekið einhverja daga - ekki síst þegar um er að ræða "stóra" pappíra sem fleiri en sá sem útbýr pappírana þurfa að koma að verki. En þetta þekkir þú jú væntanlega bara úr einföldum bílaviðskiptum t.d. Hefði Bjarni brotið lög hefði hann verið kærður.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.2.2012 kl. 09:58

11 identicon

Tæma menn lífeyrissjóði í einföldum bílaviðskiptum Ólafur? Settu upp gleraugun ágæti maður.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 10:07

12 identicon

Elín, sumir vilja ekki sjá.  Það er grátlegt, en satt. 

Alveg sama hvað við biðjum hina staurblindu flokkshunda að glenna upp augun, þá hvorki geta þeir né virðast vilja reyna að sjá.  Þeir vilja vera staurblindir, sem vökustaurar, þó þeir kenni sig til vinstri eða miðjumoðs.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband