Samfylkingin grefur undan stjórnsýslunni

Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, úrskurðaði í samræmi við lög og þjoðarhagsmuni að Kínverjinn Huang Nubo mætti ekki kaupa prósentuhlut af Íslandi sem heyrir undir jörðina Grímstaði á Fjöllum. Málinu ætti þar með að vera lokið ef ekki væri fyrir áráttu Samfylkingar að hlaupa á eftir gulli útlendinga.

Ráðherrar Samfylkingar gera út sveitarstjórnarmenn til að væla í Huang Nubo að koma með pening annars vegar og hins vegar að lofa Kínverjanum ómerkingu stjórnsýsluákvörðunar innanríkisráðherra.

Siðferði Samfylkingar er á sérstaklega lágu plani.


mbl.is Ekki einfalt að kaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Starfsmenn stjórnsr á plani,siðferðisplaninu,biða eftir gulli,frá Kína. Það verður jarðskjálfti þegar amman og aðrir snúa sér við í gröfinni.

Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2012 kl. 09:14

2 identicon

Vinstri grænir grafa undan réttarríkinu með forvirkum rannsóknarheimildum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 10:09

3 identicon

Vil rétt benda ykkur á að meirhluti sveitarstjórnar Norðurþings er skipuð fulltrúum sjálfstæðis og framsóknarflokks, þannig að þetta hefur ekkert að gera með háttvirtann iðnaðarráðherra samfylkingarinnar. Þetta snýst um það að byggja upp atvinnu í sveitarfélaginu, en ekki landasölu til útlendinga, enda er samkvæmt þessum fréttum ætlunin að landið verði í eigu sveitarfélagsins.  Tel það mun vænlegra heldur en að ýmsir ríkisbubbar af suðvesturhorninu eigi landareignir út um allt Ísland eins og nú er. Nefni engin nöfn en vil einng benda á að meirihluti Íslands er nú í einkaeigu, en hvorki eign ríkisins né sveitarfélaga eins og það ætti að vera.

kv

Guðm. Sal.

G. Sal. (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband