Sunnudagur, 12. febrúar 2012
Fyrr nýja bændur en framandi kúakyn
Búkolla hefur verið með okkur frá landnámi og þraukað á þessu landi þótt oft hafi það staðið tæpt. Íslenska kúakynið er hvorttveggja líffræðileg verðmæti og menningarleg sem ekki undir nokkrum kringumstæðum má stofna í hættu.
Fyrr þurfum við útlenda bændur í íslenskri sveit en nýtt kúakyn. Að ekki sé talað um stórrekstrarmenn sem hvort heldur geta verið af dönsku, þýsku eða pólsku kyni. Verksmiðjur eru alþjóðlegar og yrði íslenska kúakyninu fargað væri þar með fallin röksemdin fyrir vörn íslensks landbúnaðar gagnvart innflutningi.
Búkolla blífur.
Vilja nýtt kúakyn til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega.
Það eru of mörg rök fyrir því að halda í kusurnar íslensku.
Þær mjólka hærra próteinhlutfalli og lægri fituprósentu.
Þær eru sparari í kjarnfóður.
Þær eða mjólk þeirra verndar líklega gegn nýgengi sykursýkis týpu I sem er hroðalegasta ógæfa þeirra sem í lenda.
Margur verður að aurum api.
Það sannast meira að segja á bændum. Því miður.
jonasgeir (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 20:19
Því miður jónasgeir, þá eru þessar fullyrðingar rangar hjá þér. Þær eru ekki með hærra prótein, A1 próteinið sem vendar gegn sykursýki er ekki hærra hér en víða erlendis, og svo ógnar skyldleikarækt stofninum. Það er mesta ógnin að stofninn er svo lítill að skyldleikinn er að verða og mikill.
Sigurður Baldursson, 12.2.2012 kl. 21:00
það ætti að banna að vinna mjólk með nútímaaðferðum. Mjólkinni er rústað með útlenskum uppfinningum og skrapatólum. Rústað. Eftir meðferðina er fátt sem minnir á upprunalega mjólk er kom úr hinni íslensku kú. það á að banna þetta. Er skemaarverk á íslenskri afurð.
það hvort íslenskar kýr eða annars þjóðernis gefa mjólkina er sætir slíkri meðferð er að ofan er lýst er beisikklí aukaatriði og algjört ekki mál.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.2.2012 kl. 21:01
Hjartanlega sammála Páli. Hann vísar í frétt, að flytja skuli inn svartskjöldótt Holstein-kyn, það sama og hefur nær útrýmt rauðu þjóðarkúnni í Danmörku, sem margir telja stórslys.
Sigurður (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 22:30
Hef ekkert vit á muninum á útlenskum og innlendum kúm.
Kúamjólk er því miður eiðilögð með gerilssneyðingu, sem drepur lífsnauðsynlegu góðu gerlana í mjólkinni. Það gildir bæði um utan og innanlands-mjólk.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.2.2012 kl. 22:42
Búkolla er skýr kýr,legg til og mæli um að hún beri verðmætu menningarlegu kúakyni,um aldur og ævi.
Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2012 kl. 04:56
Tja, það er margt í þessu.
Af hverju hefur Holstein rutt öðru úr vegi? Jú, - hún er afurðarmeiri. En það er ekki sama hvað hentar hvar.
Erlendis eru mörg kúakyn í brúki, og mörg þeirra myndu hér henta vel og bæta hag. Það eru til kúakyn með mikið hærra prótein og önnur með lægri fitu. Holstein er heldur rýr á fituna til dæmis. Annars fer hlutfallið mikið eftir fóðri.
Íslenska kýrin er ekki neitt sértaklega spör á mél, - þvert á móti. Það þarf frekar mikið til að ná afurðum að viti. Mörg hærri afurðarbúin nota ókjör af fóðurbæti pr. kú, en til allrar hamingju vex hér líka kornrækt.
Íslenska kýrin er engin bólusetningarmaskína gegn sykursýki, en er hins vegar laus við þann galla sem kom úr rauða kyninu norska, líkast til upprunnið í Ayrshire.
Og "rústunin" á mjólkinni er tvenns konar.
Annars vegar gerilsneyðing, sem elst í snögghitun upp í 76 gráður, heldur sér þar í 15 sekúndur og er svo kæld aftur. Drepur FLESTA gerla, aðallega þá sem tengjast óhreinindum svo sem stafýlókokka og kólí. Þetta er lögboðið.
Hins vegar Fitusprenging, ekki lögboðin, og umdeildari, - þá eru fitukúlur mjólkurinnar sprengdarsvo niður að þær blandast, og þar af leiðandi flýtur rjóminn ekki lengur upp. Þetta var upphaflega að kröfu neytenda.
Ég óttast ekki að innflutningur á jafnvel 2-3 kynjum myndi rústa íslenska stofninum. Það væri frekar á annan veg, því að stíft er ræktað til afurða, og ákveðinn fábreytileiki og skyldleiki er að finna sér fótfestu. Með því að sækja "framleiðslubelju" myndi líkast til ræktunarmarkmiðið breytast í áttina að hreysti, geði, og litadýrð íslenska stofnsins, frekar en botnlausri átgetu og mélþoli í stofni þar sem meðalævi kýrinnar er í dag ekki nema ca 5 ár (rúmlega 2 mjólkurskeið).
Pælið í hænsnastofninum. Íslenska hænan er flottur fugl, en hefur ekki alveg markaðsgetu í framleiðslu. Eggin sem þið borðið eru ekki úr henni, en vegur hennar fer samt vaxandi, og hænan er að verða að tískufyrirbrigði. Stofninn er í stækkun.
Jón Logi (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.