Sunnudagur, 12. febrúar 2012
Kapítalismi, kommúnismi og ESB
Í kapítalisma ræður markaðurinn, í kommúnisma flokkurinn. Evrópusambandið á heima í hvorugum flokknum en báðum þó. ,,Evrópsk samstaða" er hugmyndafræði ESB sem rann um farveg flokka kristilegra demókrata í Eftirstríðs-Evrópu.
Í nafni ,,evrópskrar samstöðu" var búið til miðstýrt efnahagskerfi með höfuðstöðvar í Brussel. Kerfið kenndi sig hvorttveggja við áæltunarbúskap og markaðslausnir. Áætlunarbúskapurinn kom helst fram í landbúnaðarstuðningi og markaðstlausnir með niðurfellingu tolla og frjálsra viðskipta innan sambandsins.
Höfuðstöðvarnar i Brussel uxu að metnaði og tóku æ meira á sig svipmót þjóðríkis - án þess að hafa til þess stuðming almennings. Upptaka evrunnar um síðustu aldamót átti að auka samrunahraða Evrópusambandsins.
Á meðan álfan naut efnahagslegrar velsældar virtist evru-verkfærið þjóna sínum tilgangi. En þegar í harðbakkan sló reyndust ólíkar þjóðir ESB umgangast evruna hver með sínum hætti. Suður-Evrópuríki voru skuldugri en Norður-Evrópuríkin og stóðu jafnframt hallari fæti í innbyrðis samkeppnishæfni.
Engin verkfæri voru til að ná jafnvægi í efnahagskerfinu sem var byggt á ,,evrópskri samstöðu." Evrópusambandið hafði byggt upp kerfi þar sem mátti finna ábyrgðarlausan kapítalisma (Grikkland má ekki falla, þá fellur evran) og valdlausan kommúnisma (tillaga Þjóðverja að setja yfrráðherra yfir ríkisstjórnina í Aþenu var felld).
Evrópusambandið stendur frammi fyrir tveim valkostum: snúa af vegi samruna í samþjöppun kjarnaríkja sem standa undir sameiginlegri mynt annars vegar og hins vegar að efna til Stór-Evrópu sem væri þjóðríki án lýðræðislegs umboðs er myndi yfirtaka efnahagsbúskap aðildarþjóða.
Þriðji möguleikinn er ónefndur: að markaðurinn stúti Evrópusambandinu.
Lækka lánshæfiseinkunn ítalskra banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kapítalisminn hefur kosti og galla, kommúnisminn hefur hugsanlega einhverja kosti en gallarnir eru þar þó yfirgnæfandi.
ESB er blanda þessara tveggja hugmyndafræða, en þó meir þess kommúmiska.
Gallinn er hins vegar sá að þessi bland er ekki af því góða úr þessum tveim hugmyndafræðum, heldur blanda þess verst úr þeim báðum!
Gunnar Heiðarsson, 12.2.2012 kl. 10:25
Gunnar, þú hittir naglann á höfuðið
Örn Ægir (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 11:54
Gætu líka blundað undir niðri leifar af Nasisma og Fasisma í gömlu Evrópu
Örn Ægir (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.