Fimmtudagur, 9. febrúar 2012
Stjórnarráð Íslands verði eitt ráðuneyti
Evrópusambandið lítur vitanlega svo á að 300 þús. eyjaskeggjar í Stór-Evrópu hafi ekkert með mörg ráðuneyti að að gera. Eitt ráðuneyti er kappnóg með forsætisráðherra og fáeina deildarstjóra.
Evrópusambandið ætlar hvort eð er að yfirtaka fjármálaráðuneyti aðildarríkja sinna og allir vita hvað verður um sjávarútveg og landbúnað ef við eltum Samfylkinguna til Brussel.
Þegar búið er að endurskipuleggja stjórnarráðið má alveg eins afleggja kosningar - í Grikklandi og á Ítalíu þvældist lýðræðið ekkert fyrir Evrópusambandinu þegar skipta þurfti um stjórnvöld.
ESB kallar eftir sameiningu ráðuneyta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru skipanir farnar að koma frá Brussel.
Vilhjálmur Stefánsson, 9.2.2012 kl. 23:33
Og Alþjóðagjaldeyrisssjóðnum.
Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um gerð rammalöggjafar fyrir opinber fjármál | Almennar fréttir | Útgáfa | Fjármálaráðuneytið 13.1.2012
Alveg eins og fyrir Grikkland.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2012 kl. 06:40
Íslandsráðherra er náttúrulega ljómandi góð hugmynd. Einfaldara að hafa fáa í vasanum en marga.
Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.