Laugardagur, 4. febrúar 2012
Lífeyrissjóðirnir eru spillingarbæli SA og ASÍ
Lífeyrissjóðum er handstýrt af fyrirtækjadeild og launþegadeild atvinnulífsins sem urðu meðvirkar auðmannakúltúr útrásarinnar. Sjálftekt, ábyrgðarleysi og spilling er þríeitt verklag þessa fólks sem ekkert hefur lært af hruninun, samanber Magma-málið eftir hrun - sjá hér og hér.
Lífeyrissjóðakerfið, sem sett var upp á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar til að létta undir almannatryggingakerfinu, er gengið sér til húðar. Stjórnendur kerfisins eru spilltir inn að beini enda blasir við alger vangeta í uppgjöri við hrunið.
Einfalt mál er að afleggja lífeyrissjóðakerfið og þar með í einni hendingu sópa spillingarliðinu útaf borðinu án þess að hrófla við lífeyrissparnaði landsmanna. Það yrði gert með því að setja ný ög um lífeyrissparnað þar sem öllum launþegum væri gert að stofna lífeyrisreikning hjá viðurkenndum aðilum, bönkum, tryggingafélögum og öðrum sambærilegum.
Í lögunum væru gerðar skýrar kröfur til viðtakenda lífeyrissparnaðar og sett upp eftirlitskerfi. Samtrygginarþátturinn væri tekinn út og tiltekið hlutfall af lífeyrisgreiðslum hvers og eins færi í opinberan sjóð sem stæði undir samtryggingarþætti lífeyriskerfisins - t.d. þegar ungt fólk örkumlast og fer á bætur fyrir lífstíð.
Skilanefndir myndu yfirtaka gömlu lífeyrissjóðina og eftir 1-2 ár yrðu þeir gerðir upp með því að fjármunir sjóðsfélaga yrðu færðar inn á nýjan lífeyrisreikning sem væri sérmerktur hverjum launþega.
Vill allsherjarendurskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Illa hugnast mér nú sú hugmynd að stofna lífeyrisreikning hjá bönkum eða tryggingarfélögum, ekki er minni spillingin þar. Aftur á móti þetta með samtrygginguna er ég sammála þér.
En gáfulegast er bara að hafa einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, skúffu í fjármálaráðuneytinu. Það yrði umsemjanlegt hversu mikið starfsmaður/atvinnurekandi myndi greiða í sjóðinn, enn ALLT annað yrði eins fyrir sjóðsfélaga. Það er eina leiðin til að stoppa misvitra pólítíkusa í að krafla í peninginn, því þeir væru þá bara að sulla í sínu rassgati.
Séreignasparnað væri aftur á móti hægt að leyfa hverjum og einum að ráða hvar hann setti.
P.S. afsakið orðbragðið :)
Larus Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 09:06
Af hverju að vera með allan þennan þvælugang í kerfinu? Hvað eiga atvinnurekendur að vera að greiða í lífeyrissjóð fyrir launþega,hvað þá að ráða einhverju um notkun sjóðsins? Hvers vegna að skikka menn í að greiða í lífeyrissjóð sem er svo gagnrýnislaust sukkað með? Af hverju ekki einfaldlega gegnumstreymiskerfi sem tryggir lágmarkslífeyri sem er HÆGT að lifa af, svo ráði menn einfaldlega hvort og hvernig þeir spara. Einhverjar skynsamlegar tekjutengingar þegar menn komast á lífeyrisaldur til að nýta opinbera lífeyrinn sem best.
Hugmyndin að gera lifeyrissjóðina upp sem fallítt fyrirtæki er bara fín.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 09:31
Auðvitað ætti að leggja af þetta sjóðasöfnunar og sukk kerfi. Það verður alltaf jarðvegur fyrir spillingu og hrossakaup þar sem miklir peningar eru annarsvegar. Þeir geta líka alveg tapað öðrum 500milljörðum innan fárra ára. Einn gegnumstreymis lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn sem Tryggingastofnun gæti haldið utan um. Síðan væri auðvitað hverjum og einum heimilt að leggja fyrir til elliáranna en þá án þátttöku vinnuveitandans.
Þórir Kjartansson, 4.2.2012 kl. 09:55
Öflugur ertu í réttmætri gagnrýni þinni á stjórnendur lífeyrissjóðanna og atvinnurekendur í SA og SI sem hafa misnotað þar aðstöðu sína -- aðstöðu sem þeir áttu aldrei að fá -- en ekki er ég hlynntur því, að "öllum launþegum væri gert að stofna lífeyrisreikning hjá viðurkenndum aðilum, bönkum, tryggingafélögum og öðrum sambærilegum."
VALDIÐ TIL FÓLKSINS! -- Það er svívirða að sagt sé með hroka upp í opið geðið á hinum almennu sjóðfélögum á aðalfundum lífeyrissjóða, að þeir ráði þar engu.
Jón Valur Jensson, 4.2.2012 kl. 09:59
Er lífeyrir okkar betur geymdur hjá bönkum og tryggingafélögum?
Hver er nú reynsla þjóðarinnar af bönkum og tryggingafélögum?
Höfundi getur ekki verið alvara.
Betra væri að flytja peningana í erlenda banka og lífeyrissjóði.
Karl (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 10:44
Ætli þjóðin geri sér almennt ljóst að 500 milljörðum af lífeyrisfé hennar hefur verið stolið?
Ætlar þjóðin að sætta sig við þetta?
Já ég býst við því.
Þessi þjóð lætur bjóða sér allt.
Karl (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 10:47
Ég sé ekki alveg fyrir mér, að upplausn lífeyrissjóða standist 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar eða væri gagnleg. Hver er fyrirmynd Páls að slíku kerfi, ef einhver? Hann vill láta setja upp nýtt eftirlitskerfi. Ég hef meiri áhyggjur af, að eftirlit á vegum ríkisins, sem með árunum er vaxandi þáttur í umsvifum þess, hafi á flestum sviðum reynzt gagnslítið.
En kannski væri hægt að gera strangari kröfur um áhættulitlar fjárfestingar sjóðanna, sem drægi úr áhættu og ávöxtun.
Sigurður (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.