Sunnudagur, 29. janúar 2012
Embættismanna-Evrópa í krísu
Súper-embættismaðurinn Jacques Delors ( UP YOURS Delors í Sun) segir það hneyksli að þýskir skattgreiðendur skuli ekki niðurgreiða lífskjör í Grikklandi til að bjarga evrunni. Gæluverkefni embættismanna, evran, er í kreppu og þar af leiðir er sjálft kerfið í hættu.
Evrópa embættismannanna stendur frammi fyrir hruni ef ekki tekst að bjarg evrunni. Embættismenn ESB hafa skapað sér sérstakan heim með eigin fjölmiðlum, háum launum, enn betri lífeyri og engri sjálfsgagnrýni.
Alvörufólk er löngu búið að sjá í gegnum sjónarspilið. Embættismenn á Íslandi og samfylkingarviðhengi þeirra eru aftur á móti staðráðnir í að komast í sæluríkið fyrir austan.
Segir tregðu evruríkja vera hneyksli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Harmleikur!
Samfylkingarfólkið skilur ekki að sumt má bara horfa á, en ekki snerta.
jonasgeir (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 14:26
Hvað er ESB?
Hálf miljón blaðsíður af regluverki, og 60 þúsund eftirlitsmenn,með sjálfum sér, margir þeirra á ofurlaunum, skattfrjálsum og með lífeyrissjóði sína staðsetta í skattaskjólum, greinilega sumir jafnari en aðrir.
ESB hefur ekki getað skilað endurskoðuðum, og uppáskrifuðum ársreykningum af lögg.endurskoðendum í 16 ár.
Er það þetta sem við viljum.
Jón Vald. (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 14:42
Góð grein og lýsir þessari veruleikafirrtu veröld skrifræðisins !
@ Jón Vald. Gott sem þú segir. Þess vegna minnir ESB skrímslið mig alltaf meira og meira á ádeilu bók Orson Wells "Animal Farm" þar sem sum dýrin voru jafnari en önnur og svínin uppá klæddu sáu um alla stjórnun og forystu og nutu forréttindanna sem þau skömmtuðu sér sjálf af því að þau álitu sig jafnari en önnur dýr á búgarðinum. Hin þræluðu baki brotnu sem aldrei fyrr til þess að láta draumaríki þeirra verða að veruleika. Sem náttúrulega aldrei varð, því að svínin fitnuðu bara meira og meira.
Reyndar var Orson Wells sannur sósíalisti en varð fljótlega mjög gagnrýninn á framkvæmd hans í Sovétríkjunum.
Þessi saga hans og mynd "Animal Farm" var háðuleg ádeila hans á kommúnismann og framkvæmd hans í USSR en á svo sannarlega líka við í dag um ofalda Commísarana og þeirra bjúrókrata hjörð sjálfrar Ráðstjórnarinnar í Brussel.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 15:10
Jæja... þetta er að hrynja í þessum töluðum orðum. Verður að því næstu 10-15 árin, giska ég á. Kannski fáum við að vera með í því.
Ásgrímur Hartmannsson, 29.1.2012 kl. 16:19
Það er engin smá lexía að upplifa hrunið og afleiðingar þess. Uppgötva að föðurland þitt er í hættu vegna siðlausra valdafíkinna ,,uppalninga.,, sem víla ekki fyrir sér að steypa því í glötun. Það er sárara en tárum taki. Eitt hrun er nóg, forðum okkur frá því sem skekur meginland Evrópu. Líklega amast enginn við því þótt þau,Steingrímur og Jóhanna sameinist,ein og sér sinni hjörð í "Animal Farm" ,en látið okkur í friði.
Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2012 kl. 17:53
Það er ógerlegt að búa til peninga og skuldir úr engu.
Penna-"sannleikur" á fölsuðum pappírum á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Annað hvort skilur fólk þá staðreynd eða ekki!
Staðreynd er staðreynd hvort sem fólk skilur hana eða ekki. Um það ætti heilbrigt hugsandi fólk ekki að þurfa að deila!
Innistæðulausar Evru-skuldir,
innistæðulausar Krónu-skuldir og
innistæðulausar Dollara-skuldir
eru óraunverulegar og ekki til í staðreyndinni og raunveruleikanum.
Það á heldur enginn til í raunveruleikanum, þann pening sem aldrei hefur verið til í raunheimum, heldur einungis til á fölsuðum pappírum með fölsuðum tölvuskráðum svindltölum.
Það er mannkyninu til skammar að vera ekki komið lengra í þroska en svo, að trúa á svona helbera blekkingu ræningja-bankanna og blekkingarstjórnsýslu Vestræna heimsins!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.1.2012 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.