Laugardagur, 28. janúar 2012
Tveir ríkisstjórnarkostir
Vinstriflokkarnir munu freista þess að ganga sameinaðir til næstu þingkosninga. Takist ríkisstjórninni að halda sjó út kjörtímabilið verður tæplega gert nema með meiri og innilegri flokksfaðmlögum Samfylkingar og VG. Veðmál vinstriflokkanna er að efnahagsmálin verið í þokkalegu horfi vorið 2013 og skapi þeim vígstöðu.
Vinstriblokk kallar á skýra valkosti. Sjálfstæðisflokkurinn gæti reynt að standa einn og gefa ekki færi á fyrirfram uppskrift að ríkisstjórn. Það er dauðadæmd strategía af tveim ástæðu. Í fyrsta lagi verður auðvelt að útmála Sjálfstæðisflokkinn sem talsmann Samtaka afneitara og hrunverja. Í öðru lagi verður ekki trúverðugt hjá Sjálfstæðisflokknum að ætla deila og drottna andspænis sameinuðum vinstrimönnum.
Valkostur byggður á félagslegu réttlæti, fullveldi og markaðslausnum með öflugu velferðarkerfi verður ekki trúverðugur án atbeina Framsóknarflokksins.
Samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er trúverðugur valkostur við vinstristjórn.
Tillaga um landsfund dregin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að sjálfsögðu verða sjálfstæðisflokkur og framsókn í næstu ríkisstjórn.Annað væri endanlegur dauðadómur fyrir íslenska þjóð.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 28.1.2012 kl. 17:14
PÁLL "verður ekki trúverðugur án atbeina Framsóknarflokksins"????.
Það versta sem komið hefur fyrir þjóðina og Sjálfstæðismenn var þegar Davíð Oddsson sveik kosningloforðið "AÐ MOKA FRAMSÓKNARFLÓRINN".
Þegar flokkurinn var dreginn ofaní haughús framsóknar upphófst versta spillingarskeið í íslensku stjórnmála- og fjármálalífi og sýpur þjóðin nú soðið af því.
Ólafur Örn Jónsson, 28.1.2012 kl. 17:35
Páll, þú vilt sem sagt Hrunflokkana aftur til valda, fjórum árum eftir hrun. “Krakkar fæddir með silfurskeið í munninum eru ekki heppilegir í verkefnið”, skrifaðir þú varðandi blandað hagkerfi, eigi fyrir alllöngu. En eru slíkir krakkar heppilegir sem leiðtogar þjóðarinnar? Formenn Hrunflokkanna í dag, Sjallanna og hækjunnar, eru tveir ríkir menn, einmitt fæddir með silfurskeið í munni og vita ekki hvað hörð og krefjandi vinna er. Sigmundur Davíð hafði lengi engar tekjur, en borgaði samt yfir 100 millur í fjármagnstekjuskatt, sem var þá 10%. Halló, hvernig fer ungur maður, sem hefur aldrei dýft hendinni í kalt vatn, að því að leggja milljarð til hliðar? Jú, við vitum svarið, það var hans tannfé af gróða föðursins, fenginn að mati flestra í glannalegustu innherjaviðskiptum sem sögur fara af hér á skerinu.
Bjarni Ben var á kafi í braski með tryggingarsjóð Sjóvá ásamt hálfvitunum Werners og flest bendir til þess að hann hafi haft innherjaupplýsingar þegar hann seldi bréf sín í Glitni 5 mínútum fyrir tólf. Ef slíkt gerist t.d. í US, er manneskjan sett í fangelsi, til margra ára. Gott dæmi er Martha Stewart, “a very close friend” þeirra Dorrit og Óla Ragnars. Þetta er nú staðan hér á klakanum Páll. Glæsilegt!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 18:07
"Samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er trúverðugur valkostur við vinstristjórn. "
Ég er ekki svo viss um það... óboy!!
Skúli (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 18:36
Ekki er nú glæsilegur árangur þeirra sem núna stjórna.
Og þau hafa ekki afrekað meira en að gera ekki neitt nema á kostnað skattgreiðenda í 30 ár skötuhjúin Jóhanna og Steingrímur.
Er það betra?
Nei og aftur nei. ...Svona ef ræða á afrekaskrár forsvarsmanna stjórnmálaflokka.
jonasgeir (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 19:10
Fjórflokksmafíuna út á hafsauga!
Sigurður Haraldsson, 28.1.2012 kl. 21:18
Framtíðarsýn Framsókn og Sjálstæðismanna er hver? Skv. því sem maður getur lesið út úr því sem þeir segja er:
- Draga úr "eftirlitsstofnunum
- Leggja níður sérstakana saksóknara
- Lækka sérstaka skatta á hæstu laun. Og hætta með þrepaskipan skatt
- Aukin útgjöld ríkisins í framkvæmdir
- Krónan verði hér áfram og þá væntanlega "systir hennar" verðtryggða krónan
- Innflutningshöft áfram á fullu gagnvart matvöru, neysluvörum sem gætu lent í samkeppni við Íslenska framleiðslu. Og þá væntanlega hátt vöruverð.
- Drífa í virkjunum og gefa orku til þá væntanlega álvera. Eigum orku í 3 ver til viðbótar og þá erum við búin með alla virkjanir sem hægt er að ná sæmilega sátt um. Hvaða orku eiga þá börnin okkar að nota til að auka störf hér eftir 10 til 15 ár.
Þetta getur ekki verið möguleik í hugum hugsandi fólks.Magnús Helgi Björgvinsson, 28.1.2012 kl. 21:34
Haukur, gleymir þú ekki í sífellu að Jóhönnuflokkurinn, landsöluflokkurinn, var líka í stjórn við fall bankanna og löngu þar á undan? Framsókn kom þar hvergi nærri.
Og hvaða máli skipta foreldrar manns?? Og ég er að vísa í hvað þú lýsir sem lesti að e-ð saklaust barnsgrey fæddist víst með silfur í munninum. Hví er það svo ríkt í landsmönnum að gera lítið úr þeim sem eiga efnaða foreldra? Engin eðlileg rök eru fyrir að þau börn verði verri manneskjur. Efnaðir foreldrar eru ekki glæpur og gerir börn sannarlega ekki sek um neitt.
Þú og þínir líkar ættuð að hætta að dæma börn eftir foreldrum og fjölskyldum og öfugt. Það er bæði heimskt og ranglátt.
Það voru 2 bræður og 1 var barnaníðingur. VAR HINN SEKUR LÍKA ÞÓ HANN VÆRI BLÁSAKLAUS BARA AF ÞVÍ BRÓÐIR HANS VAR SEKUR? VAR HANN ANNARS Í NOKKRU SAMBANDI VIÐ HANN? ÞETTA ER HÆTTULEGUR OG VITLAUS MÁLFLUTNINGUR.Elle_, 28.1.2012 kl. 23:50
Nei hér þarf eitthvað nýtt og ferskt að koma til, getum við ekki gleymt þessu fjórflokki og stokkað málin upp á nýtt, það er rauna okkur lífsnauðsyn svo sannarlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2012 kl. 00:17
@Elle Ericson. Framsókn kom þar hvergi nærri. Það var og!
Því miður er það svo að börn hafa ekki sömu möguleika í lífinu, því miður. Sum eru fædd með silfurskeið í munninum, hafa þar með mikið forskot. Það er enginn að gera lítið úr börnum efnaðra foreldra, þau eiga að hafa sömu möguleika og önnur börn. Sömu möguleika. En það skal vera af eigin rammleik, sem menn hefjast til vegs og virðingar, en ekki vegna tengsla, klíkuskapar og peninganna. Við eigum meira en nóg af vel menntuðum, heiðarlegum, duglegum og metnaðarfullum Íslendingum, sem vilja vinna þjóð sinni vel.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 09:58
Samála Haukur. Magnús þú ert ótrúlegur.
Sigurður Haraldsson, 29.1.2012 kl. 10:38
Haukur, Framsókn var ekki í ríkisstjórn við fall bankanna og Sigmundur kom þar ekki nálægt. Hinsvegar var ég erlendis lengi, lengi og veit ekkert hvað Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn gerðu svona ljótt á meðan eins og maður heyrir í sífellu. Þú varst hinsvegar að ráðast á Sigmund persónulega fyrir að eiga efnað foreldri/foreldra og það er ófært. Geri aðrir betur en hann í stjórnmálum. Þú gleymir líka alltaf að minnast á HELSEKT Jóhönnu og co., gjörspillta flokksins sem heitir S-A-M-F-Y-L-K-I-N-G-I-N og það bara gengur ekki að hvítþvo sekasta hópinn.
Elle_, 29.1.2012 kl. 13:31
@Elle Ericson. Þú ásakar mig fyrir persónulega árás á Sigmund Davíð. Nú er það svo að þegar menn stefna í æðstu embætti þjóðarinnar, þá eru þeir teknir til skoðunar, vel og vandlega. Ekkert óeðlilegt við það. Sigmundur stefnir ekki að því að verða leigubílstjóri. “Persónuleg árás” er hugtak, mikið notað í umræðunni í dag. Dabbi ásakar menn fyrir persónulega árás, það sama gerir Geir Haarde, Baldur Guðlaugsson, Jón Ásgeir, Gillzenegger, Stóri Jón etc. En ég neita því að hafa verið með persónulega árás á Sigmund Davið. Ég var hinsvegar að vekja athygli á tengslum á milli stöðu hans sem formanni Framsóknarflokksins og þeim auðæfum, sem faðir hans aflaði sér í mjög umdeildum viðskiptum. Ef ég man rétt lýsti Hæstiréttur frati sínu á þann business. “Geri aðrir betur en hann í stjórnmálum”, skrifar þú. Ég veit svo sannarlega ekki við hvað þú átt. Menn hafa ekki orðið varir við aðra hæfileika hjá honum en þá að éta.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 14:20
Haukur- Ef þú ætlar að saka Sigmund um að hafa komist þangað sem hann er núna vegna klíkuskapar og ekki af rammleik hans sjálfs og það opinberlega, ættirðu að koma með skýringar. Hvaða skýringar hefurðu nema PABBI HANS ÁTTI PENINGA? Ekkert annað hefur komið fram að ofan en hann hafi komist þangað af því PABBI HANS ÁTTI PENINGA. Það eru ekki rök og ekki skýringar. Og Sigmundur hefur staðið sig frábærlega gegn kúgun JÓHÖNNULIÐSINS, skaðlegasta flokks lýðveldisins, og hjálparmanna með ICESAVE.
Prófaðu að hlusta á manninn og lesa það sem hann hefur skrifað um málið og ýmislegt. Og þú mættir líka prófa að hætta að dæma hann vegna þess að PABBI HANS ÁTTI PENINGA. Peningar pabba hans eða foreldra koma málinu ekkert við. Sýndu fram á klíkuskapinn og óhæfi hans sem stjórnmálamanns. Það er það EINA sem skiptir máli fyrir okkur. Hans persónulega líf og peningar foreldra hans og ættmenna koma okkur ekki við.Elle_, 29.1.2012 kl. 15:01
„Jóhönnuflokkurinn, landsöluflokkurinn, HELSEKT Jóhönnu, gjörspillti flokkurinn. JÓHÖNNULIÐIÐ, skaðlegasti flokkur lýðveldisins.“
Þú ert með Jóhönnu komplex kona. Eða ertu karlmaður?
Þá veist þú ekki hvað Íhaldið og hækjan "gerðu svona ljótt". Nei, þeir gerðu ekkert ljótt, ollu bara einu pínulitlu hruni þjóðarbúsins, eða eigum við ekki bara að segja „svokölluðu hruni“.
Ég skal seinna minna á kosningu Sigmundar Davíðs í formanninn og hans heimalningslegu þjóðrembu. Drengurinn er hallærislegur populisti. Hann ætti að mennta sig betur.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 15:38
JÁ, nákvæmlega, Jóhönnuflokkurinn, landsöluflokkurinn, HELSEKT Jóhönnu, gjörspillti flokkurinn. JÓHÖNNULIÐIÐ, skaðlegasti flokkur lýðveldisins.
Og enn kemurðu ekki með neinar skýringar á sekt, spillingu eða vanhæfni Sigmundar. Og getur það væntanlega ekki. Hann hefur nefnilega ekkert til saka unnið. Hann stóð fastur á fótunum gegn kúgun JÓHÖNNULIÐISINS, Jóhönnuflokksins, landsöluflokksins, gjörspillta flokksins, skaðlegasta flokki lýðveldisins sem þú þolir augljóslega ekki að heyra neitt misjafnt um. Og sleppir þeim alltaf og kennir öðrum um fall bankanna þó akkúrat þau hafi verið í stjórn. EKKI SIGMUNDUR.
Féllu ekki annars bankar út um allan heim??? Vilt þú bara kasta skít í mann vegna peninga foreldra hans? Það segir allt um þig sjálfan og ekkert um hann.
Elle_, 29.1.2012 kl. 17:00
Æi, hættu þessu rugli kona. Það var lán í óláni fyrir Ísland að bankakreppa varð í US og Evrópu. Hefði ruglið, þjófnaðurinn, bókhaldssvindlið haldið áfram, hefðu fleiri Icesave reikningar verið stofnaðir erlendis, værum við í dag í meiri vanda en vinir mínr Grikkir.
Ég hef hvergi sagt að Sigmundur sé sekur, vanhæfur eða spilltur. Ég dreg hinsvegar stórlega í efa að hann hafi hæfileika til að taka að sér stór verkefni fyrir land og þjóð. Ég þekki ekkert sem bendir til þess. Honum yrði gott af því að fara utan í 2-3 ár, víkka sinn "horizon" og mennta sig.
Hinsvegar eru ófáir þeirrar skoðunar að penigar frá "daddy", hafi ráðið úrslitum um kjör hans í formanns stólinn. Nú, ef þú hefur efasemdir um það, spurðu bara Sinmma. Ok.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 17:30
Haukur þó mér komi það ekki beint við þá finnst mér þetta innlegg þitt til Elle afar dónalegt svo ekki sé meira sagt. Ég veit að við missum okkur oft í hita leiksins, en þetta er svo hrokafullt, burt séð frá því sem þú ert að tala um að þú myndir ALDREI tala svona við hana augliti til auglitis, en það er einmitt mælikvarðinn á hvað við segjum hér á netinu. Þekki ekkert til Sigmundar Davíðs enda kemur þessi ádrepa mín til þín honum og hans persónu ekkert við heldur hvernig þú talar niður til þessarar ágætu konu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2012 kl. 18:13
Ok, ágæta Ásthildur Cesil. Þú átt líklega við setninguna: "Æi, hættu þessu rugli kona." Biðst afsökunar, þetta mun ekki koma fyrir aftur. Kveðja.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 18:37
Takk Haukur minn við komum okkar málstað betur til skila ef við sýnum tillitssemi, ég viðurkenni reyndar að ég fell oft í þessa sömu súpu
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2012 kl. 19:41
Tk undir hjá ykkur stöllum,þótt seint sé.M:b.k.v.
Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2012 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.