Steingrímur J. gerir sig gildandi hjá Samfylkingunni

Samfylkingunni vantar formann og Steingrím J. leitar að  flokki handa sér. Í því ljósi ber að skoða frétt Viðskiptablaðsins um að Steingrímur J. Sigfússon sitjandi formaður VG verði dagskrárliður á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar.

Steingrímur J. er búinn að ESB-væða sig út úr Vinstrihreyfingunni grænu framboð og getur ekki leitt flokkinn við næstu kosningar.

Enginn arftaki Jóhönnu Sig. er í sjónmáli hjá Samfylkingunni. 

Tveir plús tveir eru fjórir þegar síðast fréttist - líka í pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hleypur aldeilis á snærið hjá Jóhönnu! Gildur limur í Samfó?

Helga Kristjánsdóttir, 26.1.2012 kl. 18:16

2 Smámynd: Björn Emilsson

Sagði ég ekki, eins og kallinn sagði. Þá fær Steingrímur J forsætisraðherran í ofanálag. Miklar byrðar er lagðar á þennan aumingjans mann, má nú segja. Næst er bara að sparka Össuri. Þá hefur Steingrímur J ´Hinn mikli´ náð takmarkinu. Lifið heil.

Björn Emilsson, 26.1.2012 kl. 19:26

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Páll!!

Það er gjörsamlega óviðunandi að góðir pennar missi svona setningu frá sér: "Samfylkingunni vantar ..." .

Við höfum átt samleið, hugsjónalega sem hægri kratar, en ef þú lætur ekki konuna þína lesa yfir pistlana þína fyrir birtingu, þá er þetta búið!!

Flosi Kristjánsson, 26.1.2012 kl. 21:23

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Flosi ekki skamma,þágufallssýkin tekur sig stundum upp,svona eina min.

Helga Kristjánsdóttir, 26.1.2012 kl. 22:05

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru margir mánuðir síðan ég heyrði af þessu fyrst og nú virðast fleiri gera sér grein fyrir að þetta er raunverulega að gerast.  Menn skulu ekki gleyma því hvernig VG (WC) varð til.  Það var þannig að Gunnarsstaða Móri tapaði í formannskjöri í Alþýðubandalaginu "gamla" fyrir Margréti Frímannsdóttur, þá fór hann í fýlu , hætti í Alþýðubandalaginu og stofnaði VG (WC).  Þannig að sé þetta raunveruleiki þá væri hann bara EINS OG TÝNDI SONURINN Á LEIÐ HEIMÆtli verði slátrað kálfi að því tilefni??????

Jóhann Elíasson, 27.1.2012 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband