Hópefli sértrúar á lokaspretti Jóhönnustjórnar

Jóhönnustjórnin var aldrei ríkisstjórn allra landsmanna. Stjórnin sótti sér umboð og siðferðisstyrk til fólksins sem mótmælti á Austurvelli á dögum svokallaðrar búsáhaldabyltingar. Mótmælahreyfing er hvik undirstaða og getur ekki staðið undir landsstjórn.

Búsáhaldabyltingin er farin veg allrar veraldar og Jóhönnustjórnin styðst núna við verkalýðshreyfinguna. Má segja að þar sé kallað úr einum fílabeinsturni yfir í annan. Verkalýðshreyfingin er löngu hætt að vera félagsskapur almennings og starfar sem samstöðufélag verkalýðsrekenda þar sem dagpeningar og ferðapunktar skipta meira máli en launataxtar.

Sértrúarhópeflið mun einkenna Jóhönnustjórnina á síðasta valdaskeiði hennar. ,,Við" gegn ,,þeim" verður leiðarstefið.

 


mbl.is Munur á SA og verkalýðshreyfingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og Jóhann Hauksson orðinn opinber spunameistari finngálknsins eftir að hafa sinnt því starfi lengi í dulargervi blaðamanns.

Endalokin hljóta að vera skammt undan.

Karl (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 14:13

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki er vitað afhverju risaeðlurnar dóu út Karl,hallast helst að því,að þær hafi verið alls ófærar um að endurnýja sig.

Helga Kristjánsdóttir, 26.1.2012 kl. 14:54

3 identicon

Nú er Norræna helferðarstjórnin, búin að ráða verðlaunablaðamann, til að selja söguna um skjaldborgina sem átti að mynda um heimilin í landinu.En þess í stað var reyst skjaldborg um Erlenda vogunarsjóði.Og þeim gefin ótakmarkað skotleyfi á varnarlaus, atvinnulaus og fjárvana, íslensk heimili, vegana stökkbreytra lána vegna Forsendubrests sem varð við Hrunið.

Væri nú ekki nær að viðurkenna mistökin, sem gerð hafa verið, og boða til kosninga strax.

G. Ólafur Halldórsson (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 15:36

4 identicon

minnir á síðustu daga Saddams, hann var flottur talsmaðurinn með bandaríska skriðdreka í baksýn

guru (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband