Miðvikudagur, 25. janúar 2012
101-sinnar stjórna Reykjavík
Póstnúmerið 101 er samheiti fyrir meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins í Reykjavík. 101 er jafnframt tákn fyrir samfélagsrugl síðustu ára þar sem kjánar urðu auðmenn nánast yfir nótt. Froðufyrirtækin voru flest með heimilisfestu í 101; bankarnir, Baugur, Exista et cetera.
101-sinnar eru andstæðingar flugvallar í Reykjavík vegna þess að þeim finnst ekki ástæða til að huga að skyldum höfuðborgar gagnvart landsbyggðinni.
Kjánar eru einsýnir, hvort heldur þeir starfa í stjórnmálum eða viðskiptum.
Afsalar sér hlutverki höfuðborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll.
Þessi della í skipulagsyfirvöldum er gott dæmi um hve sumir þar hugsa lítt. Svo nefna Austfirðingarnir heldur ekki sjúkraflugið. Í veikindum og slysum geta mínútur oft skipt máli og eiga þeir sem á landsbyggðinni búa bara að hrökkva upp af vegna þess að sumir í Rvk hugsa varla óbrenglaða hugsun?
Vel má vera að flugvöllurinn í Rvk taki mikið pláss og fleira slíkt en margt annað þarf að hafa í huga ef færa á völlinn. Það er því gott að fá þetta frá Austfirðingunum og greinilegt að þeir of fleiri þurfa að hafa vit fyrir þeim sem stjórna í Rvk, eins sorglegt og það nú er.
Helgi (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 10:47
Hver á Vatnsmýrina? Hvað má hafa miklar tekjur af henni með öðru skipulagi? Hver býður bezt, óniðurgreiddur flugvöllur eða önnur starfsemi? Látum ávöxtun ráða.
Sigurður (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 14:03
Þetta er frekar ómerkileg grein og það er langt seilst til þess að sverta betri borg með því að bendla hugmynd um að færa flugvöllinn við sjálft efnahagshrunið.
Sleggjan og Hvellurinn, 25.1.2012 kl. 15:35
Það er líka nokkuð skondið að sömu mennirnir sem vilja flugvöllinn á sama stað vegna skúkrahúsins eru þeir sömu sem vildu sjá Landspítalann lengst hjá Mosfellsbæ... langt frá flugvellinum.
Sleggjan og Hvellurinn, 25.1.2012 kl. 15:40
Erum við ekki í lýðræðislandi?
Það er hvergi meirihluti fyrir því að færa flugvöllinn,ekki einusinni í 101 Reykjavík.
Jón G (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 16:32
Það var nú lýðræðislegar kosningar um flugvölinn í RVK.
Niðurstaðan var að flugvöllurinn skal fara.
Við erum í lýðræðislandi ekki satt Jón G?
Þá ætturu að stiðja það að flugvöllurinn fer.
"AF þeim 30.219 borgarbúum sem tóku þátt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarinnar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar vilja 14.913 eða 49,3% að flugvöllurinn verði fluttur annað en 14.529 eða 48,1% að hann verði áfram í Vatnsmýrinni."
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/595562/
Sleggjan og Hvellurinn, 25.1.2012 kl. 16:48
Sem sagt svæði 101 og allir sem þar búa eru meinsemd. Þá vitum við það.
hilmar jónsson, 25.1.2012 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.