Kína með upplýsingaskrifstofu á Íslandi

Kínverska alþýðulýðveldið gæti tekið upp á því að opna upplýsingaskrifstofu hér á landi og verja til þess, tja, til dæmis 300 milljónum króna að bæta ímynd Kína meðal Íslendinga. Líklega myndi heyrast hljóð úr horni kæmi til þess arna.

Evrópusambandið opnar skrifstofu hér á landi gagngert til að bæta ímynd sína gagnvart Íslendingum. Það er meira en sjálfsagt að gagnrýna þá ráðstöfun og spyrja hvort og hvernig það samrýmist lýðræðislegri umræðu að annar málsaðili í deilu tveggja skuli hafa úr mörg hundruð milljónum króna að moða en mótaðilinn þarf að gera sér að góðu fáeinar milljónir.

Evrópusambandið opnar upplýsingaskrifstofuna hér á landi fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda. Það stendur upp á stjórnvöld að jafna leikinn.


mbl.is „Gegndarlaus áróður ESB"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

. . . . . og það gera þau pottþétt.

Helgi (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 20:37

2 identicon

Nú ætlar ESB að eiða 225 miljónum króna í ESB áróður á Islandi,en samkeppnisaðilinn hefur einungis félagsgjöl félagsmanna til að sinna sínu félagsstarfsemi.

Nú er spurt er þetta ekki mál Samkeppnisstofnunar?,hér er um að ræða tvenn félagasamtök og önnur hafa hundruði miljón í sinn áróður, en hin samtökin hafa enga fjármuni í þennan kostnaðarsama áróður.Í lýðræðisríki ætti þetta ekki að vera hægt.

En ég vildi gjarna fá svar við því, af hverju hefur ESB ekki getað skilað ársreykningum undanfarin 16 ár, uppá skrifuðum af löggiltum endurskoðendum.

Gæti verið að það sé fjármálaóreiða innan ESB.

Halldór G. (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 21:22

3 identicon

Heldur Páll í alvöru, að bezta ráðið til að yfirvinna skrattann sé að biðja Jóhönnu ömmu hans "að jafna leikinn"? (aðeins metonymia, ekki mjög illa meint).

Sigurður (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 21:32

4 Smámynd: Elle_

Endilega opnum bara stofur fyrir allar álfur og öll lönd heims.  Við erum að langmestum hluta í álfunni Ameríku og við sem kærum okkur ekki um Brussel forræði getum gert e-ð jafn ósvífið.  Ætli þessi ÍHLUTUNARSTOFA UM INNARÍKISMÁL sé ekki annars ólögleg og gegn stjórnarskrá?  Vissu stjórnarandstaðan og VG með sjálfum innanríkisráðherranum í það ekki??

Elle_, 21.1.2012 kl. 22:28

5 Smámynd: Elle_

INNANRÍKISMÁL - - -

Elle_, 21.1.2012 kl. 22:29

6 identicon

Kínverjar eiga eina stærstu byggingu í Reykjavík - fleiri þúsund fermetra útrásargímald við  Skúlagötu.

Þeir kunna þetta og geta.

ESB ekki.

Karl (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 22:48

7 Smámynd: Elle_

Karl, ekki meinarðu að stjórnendur verðandi Stór-Frakklands/Þýskalands séu saklausir viðvaningar sem ættu að fá að reka ÍHLUTUNARSETUR í fullvalda landi okkar?  Hvaða hljóð kæmi ef um Bandaríkin eða Rússland væri að ræða.

Elle_, 21.1.2012 kl. 23:30

8 identicon

Sammála Elle! Þetta hlýtur að vera stjórnarskrárbrot...

anna (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 00:09

9 identicon

Því meiru sem ESB hendir í þetta inngöngurugl því betra fyrir okkur sem viljum ekki inn.  Fjármunirnir eru ekkert annað en bráðdrepandi bjúgverpill sem hittir Brusselmafíuna beint í hnakkann. 

Þokkalega greindir sjá í gegnum jafn ódýrar aðferðir og að kaupa sér og múta til fylgis, og sem betur fer er amk. um 70% þjóðarinnar ágætlega skörp.  Sama kaupa/múta aðferð og útrásargengið með Jón Ásgeir í broddi fylkingar nýttu sér til að leggja þjóðfélagið á hliðina.  Lítil hætta á að þjóðin láti slík drullusokkavinnubrögð rugla sig.  Og enn síður þegar ljóst er að forystumenn og helstu áróðursmeistarar ESB - einangrunarsinna eru engir aðrir en sjálfur Jón Ásgeir og auðrónarnir og pólitíska fyrirtækið þeirra Samfylkingin og að peningarnir eigi að tryggja einfeldni þjóðarinnar í annað sinn. 

ESB - NEI TAKK!

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 01:47

10 Smámynd: Kristinn Pétursson

Vel upplýstar upplýsingarskrifstofur gefa trúlega færi  á afar vel - upplýstum ákvörðunum...

Kristinn Pétursson, 22.1.2012 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband