Laugardagur, 21. janúar 2012
Ríkisstjórnin án meirihluta (staðfest)
Jóhanna Sig. og Steingrímur J. höfðu sig bæði mjög í frammi í umræðum um frávísun á tillögu um afturköllun á ákæru gegn Geir H. Haarde. Forkólfar ríkisstjórnarinnar töpuðu þrátt fyrir að heill þingflokkur, Hreyfingin, legði stjórninni liðsinni.
Ríkisstjórnin er ekki með meirihluta á alþingi þótt Hreyfingin komi sem þriðja hjól undir vagninn. Ríkissstjórnin fer ekki með völdin, hún er ,,allt í plati."
Það eitt heldur lífi í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. að enginn ríkisstjórnarvalkostur hefur komið fram. Eftir atkvðagreiðsluna í gær er það aðeins spurning um tæknilega útfærslu að búa til nýjan meirihluta sem tæki að sér starfsstjórn fram að kosningum í vor.
Ekki aukið virðingu almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einu flokkarnir sem koma til greina eru xD og xB. Hvorugur er góður kostur. Maður vonar bara að þetta hangi og að fólk vakni til vitundar á árinu.
Villi Asgeirsson, 21.1.2012 kl. 10:45
Fólk er farið að þrá að fá SjálfstæðisFLokkinn og Framsóknarflokkinn aftur í stjórn því flestir eru farnir að sjá að á annan hátt fara "hjólin" ekki að snúast......................
Jóhann Elíasson, 21.1.2012 kl. 11:00
Hjólin snérust ansi hratt síðast. Svo hratt að bíllinn flaug fram af gilbrúninni.
Villi Asgeirsson, 21.1.2012 kl. 11:11
Heyr, heyr!
Þingheimur er þjóðarskömm.
Alþingi verður aðeins endurreist með nýju fólki.
Konsingar í vor.
Karl (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 11:15
@Villi Ásgeir:
Það er bara hér sem menn stunda það að kenna stjórnmálamönnum um hrunið.
Hrun varð einnig annars staðar í heiminum, er það ræflinum honum Geir að kenna? Er það kannski D og B saman að kenna? Áttu flokkarnir t.d. að fara að segja bankastjórunum fyrir verkum - skipta sér að rekstri einkafyrirtækis? Mega stjórnmálamenn gera það? Hvað með þátt endurskoðenda sem einhverra hluta vegna hefur ekki verið ræddur af viti? Eru þeir algerlega stikkfrí? Er ekki eitthvað bogið við ársreikninga fyrirtækis sem fer fyrirvaralaust á hausinn? Var FME ekki búið að gefa bönkunum heilbrigðisvottorð rétt fyrir hrun? Ætli endurskoðaðir ársreikningar bankanna spili ekki eitthvað inni í það heilbrigðisvottorð? Áttu stjórnmálaflokkarnir að græja þau mál?
Þeir sem vilja kenna stjórnmálamönnum um hrunið hafa ekki nokkurn minnsta skilning á upptökum þess! Hefur þú aldrei spurt þig hvaðan allir þessir peningar komu sem hægt var að lána hér út um allt og til fólks sem ekki gat borgað? Það er algert lykilatriði.
Helgi (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 12:07
Ragnheiður Elín Árnadóttir talaði um að FLokkurinn hefði "axlað pólitíska ábyrgð" með því að víkja úr stjórn eftir hrun. Stelpu álftin áttar sig ekki á því að þegar flokkur hangir á völdum eins og hundur á roði og lætur draga sig á hárinu úr stólunum æpandi og skrækjandi og síðan sparkað á rassgatinu út á götu, kallast ekki að "axla pólitíska ábyrgð" en við hverju öðru var að búast hjá heilaþvegnum og spilltum FLokkshálfvita eins og þessi ömurlega Ragnheiður Elín er.
Guðmundur Pétursson, 21.1.2012 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.