Þriðjudagur, 17. janúar 2012
Tvöfaldur ESB-brandari frá Steingrími J.
Í fyrsta lagi
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði á Alþingi í dag að breytingar á ríkisstjórninni hefðu engin áhrif á umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið enda vissi hann ekki betur en að hann og forveri hans á ráðherrastóli, Jón Bjarnason, hefðu nákvæmlega sömu grunnafstöðu til málsins.
Hmm, já, og Steingrímur J. þurfti bara fórna Jóni Bjarna til að losna við Árna Pál úr ríkisstjórn.
Í öðru lagi
Hann lagði áherslu á að ekki væri búið að móta samningsafstöðu Íslands í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum
Ekki búinn að móta samningsafstöðu? Halló Hafnarfjörður, við sótt um sumarið 2009 og þá átti samningsafstaða að liggja fyrir. Í samningsafstöðunni er kjarni stefnu ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Engin samningsafstaða þýðir engin stefna. Er Steingrímur J. að djóka með Össur eða alþjóð?
Köflum ekki lokað nema með ásættanlegri niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maðurinn er ekki bara rúin trausti heldur gjörsamlega siðlaus.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2012 kl. 15:00
En hafa samningsmarkmið annarra málaflokka verið lögð fram? Veit einhver hver þau eru?
Ragnhildur Kolka, 17.1.2012 kl. 15:17
Sennilega undir einhverjum stól Kolka mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2012 kl. 15:23
Því miður, það er enn ekki búið að semja nein samningsmarkmið. Þýðir hvorki að leita þeirra undir stólum né borðum.
Þessir 7 eða 8 kaflar (í veigaminni málum) sem hefur verið "lokað" hafa allir byggst á því að annað hvort þurfti engu að breyta eða að málin hafa einfaldlega verið aðlöguð að kröfum ESB - þegjandi og hljóðalaust.
Ég býð reyndar ekki í það ef Steingrímur J ætlar sjálfur að semja samningsmarkmiðin í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Sú framkvæmd verður eflaust á svipuðum nótum og Icesave I.
Kolbrún Hilmars, 17.1.2012 kl. 15:54
Esb. branda? Segðu Ferð án fyrirheits,í áhöfninni eru auk flugstjóra.1 flugfreyja.
Helga Kristjánsdóttir, 17.1.2012 kl. 15:55
Í erindisbréfi samningahópsins kemur fram að samkvæmt áliti meirihluta utanríkismálanefndar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu skulu eftirtalin meginmarkmið, sem lúta að landbúnaðarmálum og byggðaþróun, sett í samningaviðræðunum:
Að stuðla að matvæla- og fæðuöryggi.
Að leggja áherslu á sjálfbærni um matvæli (sem hluti af sjálfbærri þróun).
Að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað þrátt fyrir ákveðnar breytingar í uppbyggingu styrkjakerfisins.
Að kerfið stuðli að hefðbundnum landbúnaði og að skýr stuðningur við mjólkurframleiðslu, sauðfjárbúskap og annan hefðbundinn búskap haldi áfram.
Að stuðlað verði að varðveislu hins íslenska fjölskyldubús.
Að hagsmunir vistvænnar og lífrænnar landbúnaðarframleiðslu verði hafðir að leiðarljósi.
Að landbúnaðinum verði skapað svigrúm til aðlögunar með tilliti til ólíks styrkjakerfis og hnattrænnar stöðu.
Að skoðað verði hvort nauðsyn beri til að útvíkka gildandi reglur ESB til að ná fram heimildum fyrir Ísland til að tryggja sem best stöðu íslenskra bænda.
Að skapa grundvöll til að styrkja íslenskan landbúnað umfram sameiginlegu landbúnaðarstefnuna, til dæmis með framleiðslutengdum styrkjum, og nýta í því sambandi fordæmi í aðildarsamningi Finnlands.
Að byggðastuðningur miðist til dæmis við núverandi starfssvæði landshlutasamtaka sveitarfélaganna.
Að Ísland verði allt skilgreint sem svæði norðurslóðalandbúnaðar.
Að kannað verði til hlítar hvort sérákvæði stofnsáttmála ESB um eyjar og héruð sem eru í mikilli fjarlægð frá meginlandi Evrópu geti átt við um stöðu Íslands.
Þá skal haft samráð við samningahópa um byggða- og sveitarstjórnarmál og EES I að því er varðar matvælaöryggi, annars vegar, og byggðaþróun í dreifbýli, hins vegar.
Íslensk stjórnvöld hafa gefið Evrópusambandinu til kynna að þau muni ekki gera breytingar á stefnu, stjórnsýslu eða löggjöf á sviði landbúnaðarmála nema aðild að ESB sé samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þau hafa hins vegar sagt að allur nauðsynlegur undirbúningur muni eiga sér stað svo að skilvirk aðlögun að regluverki ESB geti farið fram á sem stystum tíma fari svo að aðild verði samþykkt. Sjá yfirlýsingu formanns samningahóps um landbúnaðarmál.
Evrópusambandið birti rýniskýrslu um landbúnaðar- og byggðaþróunarmál á Íslandi í september 2011. Í skýrslunni eru ræddar þær meginbreytingar sem Ísland myndi þurfa að ráðast í ef aðild yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær eru meðal annars upptaka beingreiðslukerfis ESB (e. direct payment scheme) og uppsetning sérstakrar stofnunar sem bæri ábyrgð á útgreiðslu landbúnaðarstyrkja. Þá þyrfti Ísland að móta heildstæða stefnu fyrir byggðaþróun í dreifbýli og setja á fót sérstaka stofnun sem héldi utan um útgreiðslu byggðastyrkja.
Rýniskýrslunni fylgdi bréf frá fastafulltrúa Póllands hjá ESB en Pólland fer með formennsku í leiðtogaráði sambandsins frá 1. júlí til 31. desember 2011. Í bréfinu segir að ESB líti svo á að Ísland sé ekki nægilega vel undirbúið til að hefja samningaviðræður um landbúnaðar- og byggðamál þar sem ekki hafi verið lögð fram áætlun um hvernig Ísland ætli að innleiða lög og reglur ESB á sviði landbúnaðar- og byggðamála eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamning hefur farið fram en áður en til formlegrar aðildar kæmi ef niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar yrði jákvæð. Sú vinna fer nú fram í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Bændasamtök Íslands hafa sett fram af sinni hálfu ítarlega lýsingu á ákveðnum lágmarkskröfum í samningaviðræðum Íslands við ESB. Að mati samtakanna eru ofangreindar athugasemdir ESB um áætlanagerð kröfur um aðlögun að landbúnaðarstefnu sambandsins og ganga þær þvert á lágmarkskröfur Bændasamtakanna. Samtökin krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýrar lágmarkskröfur í viðræðunum við ESB.
Þetta svar var uppfært 5.12.2011
Heimildir og myndir:
Heimasíða utanríkisráðuneytisins: Samningahópur um landbúnaðarmál
Meirihlutaálit utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að ESB
Heimasíða utanríkisráðuneytisins: Rýniskýrsla ESB um landbúnað
Heimasíða utanríkisráðuneytisins: Erindisbréf samningahóps um landbúnaðarmál
Heimasíða Bændasamtakanna: Rýniskýrsla ESB um íslenskan landbúnað – viðbrögð BÍ
Heimasíða Bændasamtakanna: Lágmarkskröfur Bændasamtaka Íslands í viðræðunum við
Evrópusambandið
Heimasíða utanríkisráðuneytisins: Munnleg yfirlýsing formanns samningahóps um landbúnaðarmál
Heimasíða utanríkisráðuneytisins: Bréf frá pólsku formennsku ESB
Fyrri mynd sótt 12.9.2011 af heimasíðu Randburg
Seinni mynd sótt 12.9.2011 af heimasíðu Evrópuþingsins
Um þessa spurninguDagsetning
Útgáfudagur13.9.2011
Flokkun:
Evrópumál > Aðildarviðræður Íslands
Evrópumál > Framleiðsluatvinnuvegir
Efnisorð
ESB samningsmarkmið samningsafstaða landbúnaður byggðamál aðildarviðræður samningahópur um landbúnaðarmál aðlögun beingreiðslukerfi byggðaþróun byggðastyrkir innri markaður Bændasamtökin
Tilvísun
Vilborg Ása Guðjónsdóttir. „Hver eru samningsmarkmið Íslands í landbúnaðarmálum?“. Evrópuvefurinn 13.9.2011. http://evropuvefur.is/?id=60505. (Skoðað 17.1.2012).
Höfundur
Vilborg Ása Guðjónsdóttir
alþjóðastjórnmálafræðingur og verkefnastjóri á Evrópuvef
Prenta
Prenta svar
Senda
Senda svar
Facebook
Senda á Facebook
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Hverjir ákveða samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið?
Hvað er átt við með heimskautalandbúnaði í umræðunni um ESB?
Hvað felst í landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, CAP?
Er endurskoðun landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins sem samið var um 1992 enn ólokið?
Er ríkisaðstoð til landbúnaðar leyfileg innan ESB?
gangleri (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 16:20
Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar (löggjafarþing 137, þingskjal 249) var fjallað um þá meginhagsmuni sem lúta að aðildarviðræðum við ESB og lögð áhersla á að þeir yrðu afmarkaðir og samningsmarkmið byggð á þeim. Þessir hagsmunir varða m.a. orku- og auðlindamál, sjávarútvegsmál, landbúnaðar- og byggðamál, umhverfismál, atvinnu- og iðnaðarmál, almannaþjónustu og félagsmálefni, gjaldmiðilsmál, málefni tengd EES-samningnum, öryggis- og varnarmál, skatta- og tollamál og fjárhagsleg málefni er tengjast aðild. Þá leggur meirihlutinn áherslu á að stjórnvöld standi vörð um íslenska þjóðmenningu og þjóðhætti, stöðu íslenskrar tungu og að hún verði eitt af opinberum tungumálum ESB. Að öðru leyti er vísað til álitsins, en samninganefndin skal í starfi sínu leggja þau sjónarmið sem þar koma fram til grundvallar og gæta hagsmuna þjóðarinnar í hvíve
gangleri (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 16:23
Spurning
Hver eru markmið Íslands á sviði sjávarútvegsmála í aðildarviðræðum við ESB?
Spyrjandi
Hrafn Arnarson
Svar
Sem stendur er unnið að mótun samningsmarkmiða í sjávarútvegsmálum fyrir aðildarviðræður Íslands við ESB. Helstu áherslur snúa að fullu forræði Íslendinga í stýringu veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu, þar sem byggt verði á ráðgjöf íslenskra vísindamanna; óbreyttu framlagi sjávarútvegsins til efnahagslífs landsins; víðtæku forsvari okkar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi; takmörkun á fjárfestingum erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi og skýrri aðkomu Íslendinga að mótun sjávarútvegsstefnu ESB.
***
Samningsmarkmiðin eiga að byggjast á greinargerð um meginhagsmuni Íslands í viðræðunum, sem birtist í 7. kafla nefndarálits meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis frá árinu 2009, ásamt erindisbréfi samningahóps um sjávarútvegsmál. Meginatriðin eru þessi:
Gætt verði forræðis Íslendinga í stjórn veiða innan íslenskrar efnahagslögsögu og skiptingu aflaheimilda sem byggir á ráðgjöf íslenskra vísindamanna
Haft skal að leiðarljósi að Íslendingar hafi eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og kostur er, þegar málefni lýtur að íslenskum hagsmunum
Halda verður í möguleika á að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi
Tryggja skal skýra aðkomu Íslendinga að mótun sjávarútvegsstefnu ESB og þess gætt að framlag sjávarútvegsins til efnahagslífs landsins haldist óbreytt
Í þessum áherslum birtast glöggt viðbrögð Alþingis við þeim ágöllum sem taldir eru vera á núverandi sjávarútvegsstefnu ESB, sjá svar við spurningunni Um hvað snýst umræðan um möguleg áhrif ESB-aðildar á sjávarútvegsstefnu Íslands?
Þótt einhverjum virðist kannski ekki nógu fast að orði kveðið er samt ljóst að í þessum áherslum felast málaleitanir um viðamiklar undanþágur eða frávik frá kerfi ESB eða um breytingar á því.
Sem stendur er unnið að mótun samningsmarkmiða í sjávarútvegsmálum fyrir aðildarviðræður Íslands við ESB.
Íslendingar hafa jafnframt beint tillögum um breytingar á sjávarútvegsstefnu ESB til sambandsins í tengslum við fyrirhugaða endurskoðun stefnunnar. Í þeim er bent á nauðsyn þess að taka sjávarútvegsstefnu ESB til gagngerrar endurskoðunar og nefndir þeir þættir sem Íslendingum þykir mest ábótavant. Þar er bent á nauðsyn þess að stunda sjálfbærar veiðar eftir leiðbeiningum frá vísindamönnum, afnám brottkasts og arðbærni. Einnig er fjallað um fýsileika aukinnar svæðavæðingar í fiskveiðistjórnun sambandsins en í því felst að ríki sambandsins hefðu fullt forræði í ákvarðanatöku um nýtingu staðbundinna fiskistofna í sínum efnahagslögsögum. Ísland sendi síðast inn tillögur árið 2010. Sjá nánar í svari við spurningunni Um hvað snýst endurskoðun á sjávarútvegsstefnu ESB?
Miðað við þær áherslur sem birtast í nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis er ljóst að íslensk stjórnvöld setja markið á að ná fram atriðum sem fela í sér allverulegar breytingar á núverandi sjávarútvegsstefnu ESB. Áherslurnar sem birtast í nýlegum tillögum framkvæmdastjórnar að endurskoðaðri sjávarútvegsstefnu sambandsins eru á hinn bóginn ekki svo fjarri því sem íslensk stjórnvöld leggja kapp á að ná fram. Hins vegar ber að hafa í huga að endurskoðun stendur nú yfir hjá báðum samningsaðilum, einmitt um leið og aðildarviðræður fara fram, og það eykur augljóslega flækjustigið í viðræðunum.
gangleri (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 16:25
Baugsbaðvörðurinn Hrafn fer á kostum undir nýju nikki. Þorpsfífl Brusselfylkingarinnar eru færri en í fljótu bragði mætti ætla og öll meira og minna á framfærslu okkur hins mikils meirihlutans sem sjáum í gegnum Brusselmafíuna. Á bótum sem væntalega munu vera "mikið betri" í ESB - paradísinni...
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 16:52
Steingrímur er svo krónískur ósannindamaður að hann veit ekki lengur hvenær hann bara bullar.
jonasgeir (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.