Í lagi að svíkja stefnu VG en ekki að láta af einelti

Stjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík hefur ekki ályktað um að þingflokkur VG eigi að fylgja stefnu flokksins í Evrópumálum, sem er að Ísland skuli standa utan ESB.

Stjórn Reykjavíkurfélagsins hefur á hinn bóginn ályktað að þingmenn flokksins skuli áfram standa fyrir pólitísku einelti gagnvart einum ráðherra hrunstjórnarinnar, Geir H. Haarde.

Júdas var ekki einu sinni svona blóðþyrstur.


mbl.is Skora á þingmenn VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki vandir að virðingu sinni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.1.2012 kl. 10:41

2 Smámynd: Sandy

Já er það ekki undarlegt þetta með ESB og VG? Annars er ég þeirrar skoðunar með málið gegn Geir að hann ætti að ganga leiðina á enda, hann er alveg maður til að standa fyrir því. Annars er búið að eiðileggja þann möguleika að sækja nokkurn ráðherra til saka. Það kæmi sér mjög vel fyrir þessa ríkisstjórn.

Sandy, 17.1.2012 kl. 10:41

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er mjög eðlileg ályktun

Við almenningur erum að reyna að læra af rannsóknarskýrslu Alþingis þó að hún er að þvælast fyrir Páli og XD.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.1.2012 kl. 10:49

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Við verðum að læra af rannsóknarskýrslu alþingis í einu og öllu, og hætta þessum hættulega klíkuskap í allar áttir. Það er ekkert annað í boði en eðlilegt uppgjör, ef hér á að vera mögulegt fyrir venjulegt fólk að búa og vinna.

Ekki viljum við að mafíueyjunafnið verði helsta einkenni Íslands! Það dregur ekki heilbrigt og eðlilega hugsandi fólk að landinu, svo mikið er víst. Ferðamanna-bransinn getur lagt niður framtíðaráform sín, ef ekki verður gripið í taumana, og rúllandi bolti spillingarinnar fær hindrunarlaust að halda áfram, að hlaða utan á sig glæpum og eyðileggingu.

Það er nauðsynlegt að forsetinn rjúfi þing, og skipi starfsfólkið sem vann rannsóknarskýrsluna, til að fullvinna verkið með hreinsunar-framkvæmdum. Pólitíkusarnir hvorki þora né geta gert neitt í þessu. Við megum ekki láta spillinguna ganga lengra. Spillingin er miklu alvarlegri en flesta grunar, og er löngu komin í myrkustu undirheimana.

Það er á ábyrgð almennings að stoppa fársjúkt og siðblint stjórnsýslukerfið, því ráðamenn þjóðarinnar eru of siðblindir og innviklaðir í dópsukkið, til að reyna að breyta nokkru. 

Nú skulum við tala tæpitungulaust á skiljanlegri Íslensku um staðreyndir, og hætta öllum pólitískum leikara-skap. Það er leikaraskapurinn, lygarnar, hótanirnar og þöggunin sem hefur skapað þetta hryllingsástand á Íslandi. Það er komið að raunverulegu uppgjöri í verki, en ekki bara orðum í skýrslu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.1.2012 kl. 11:31

5 identicon

Horfði í gær á mynd um Sophia Magdalena Scholl 

Eru það þannig "hreinsunarframkvæmdir" sem þú hafðir í huga Anna Sigga

Grímur (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 13:10

6 Smámynd: Sólbjörg

Athyglisvert að lesa facebook færslu Þór Saari, það er greinilegt að hann styður ríkisstjórnina dyggilega - engin þörf að spá neitt meira í það.

Þór Saari skrifaði ummæli við eyjan.is.

Þessi tangarsókn Ögmundar, Guðfríðar Lilju og annarra villikatta (í Samfó líka) til að fella ríkisstjórnina er skýrt merki um hugleysi þeirra sem seldu sál sína fyrir völd en þora hvorki að viðurkenna það né koma hreint fram og hætta stuðningi við ríkisstjórnina.

Sólbjörg, 17.1.2012 kl. 18:32

7 identicon

Er þetta mál ekki bara pólitískur drulluslagur sem fór úr böndunum? Ég fæ allavega ekki séð hvernig þetta er nokkuð annað. Skil ekki hvernig sakamál gegn einum manni getur talist uppgjör við einhverja pólitíska stefnu og fortíð.
Annars vildi ég vekja athygli á þessari mynd svona fyrir snillinga eins og Þór Saari sem hafa haldið því fram að Geir sé þarna á sakamannabekknum fyrir verknað Sjálfstæðisflokksins, því hélt hann blákalt fram í Silfri Egils...

Það er að sýna sig að það hefði betur verið heima setið en af stað farið.

Þórður (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband