Samfylkingin þarf að kaupa Vinstri græna

Helstu ábyrgðaraðilar hrunstjórnarinnar áttu allir að fara fyrir landsdóm eða enginn þeirra. Samfylkingin sló skjaldborg um Össur, Björgvin G. og Ingibjörgu Sólrúnu og því var Geir H. Haarde einn dreginn fyrir landsdóm. Það er pólitískt einelti.

Réttarhöldin verða sýnikennsla um pólitískt baktjaldamakk og stórfelldan flótta undan ábyrgð. Þorra þingmanna eru réttarhöldin ógeðfelld og sumum þingmönnum fyrirsjáanlega stórskaðleg.

Tillaga um að afturkalla ákæruna á hendur Geir gæti valdið stjórnarslitum. Nema, auðvitað, Samfylkingin eigi eitthvað handa Vinstri grænum í staðinn.

Hvað gæti það nú verið?


mbl.is Reyna að stöðva umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað girnast vinstri grænir,þ.e.formaður og taglhnýtingar hans,ég veit,forsætisráðherrastólinn!!! Seinustu forvöð ,Jóhanna er hvort eð er orðin leið á titlinum.

Helga Kristjánsdóttir, 16.1.2012 kl. 06:51

2 Smámynd: Björn Emilsson

Ekki er langt í að Steingrímur J hafí alræðisvald yfir Fróni ef svo fer fram sem horfir.

Björn Emilsson, 16.1.2012 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband