Pólitískar eldglæringar í kjördæmi Árna Páls

Leiðtogi Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi er Árni Páll Árnason, ráðherrann sem Steingrímur J. formaður Vinstri grænna fékk rekinn í skiptum fyrir brotthvarf Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn.

Árni Páll ríður um bæi og héruð til að útmála andstyggð sína Vinstri grænum sem höfðu af honum stólinn. Skjótar kosningar fælu í sér tækifæri að leggja til atlögu við formennsku í Samfylkingunni.

Auðvitað er það tilviljun að samstarfsmaður Árna Páls í Kópavogi, Guðríður Arnardóttir, segir upp bæjarstjóranum án samráðs við samstarfsflokkinn sem, líkt og í ríkisstjórn, eru hinir einu sönnu Vinstri grænir.


mbl.is Bæjarstjóri nýtur ekki trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er komið í ljós, að sú heimska og fáfræði Árna Páls og ASÍ,að hafna því að verðtryggingin yrði tekin úr sambandi, strax eftir hrun, allavega tímabundið,er nú búin að valda landsmönnum og fyrirtækjum, meiri hörmungum og skaða en fordæmi eru fyrir í Íslandssögunni, en í staðinn setti hann lög um afturvirkni laga, um ólögleg gengisbundin lán, sem hann á vafalítið eftir að fá í hausinn aftur.

Jón Sig. (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 20:38

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Árni Páll og ASI eru að berjast fyrir ESB aðild sem felur í sér ekkert gengisfall, lægri vexti og enga verðtrygginu.

Það er betra að ráðast að sjúkdómnum í staðinn fyrir að vera með einhverjar skottulækningar reglulega.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.1.2012 kl. 20:44

3 identicon

Hafðu þetta rétt með verðtrygginguna: Það var Jóhanna Sigurðardóttir og nefnd hennar sem réð því haustið 2008 að verðtryggðing var ekki numin úr sambandi. Árni Páll kom þar hvergi nærri. En lögin um gengistryggðu lánin voru góð fyrir heimilin, nú vantar eins lög fyrir fyrirtækin sem ekki fá þau.

Guðmundur (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 20:45

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Að taka verðbólguna tímabundið úr sambandi er bara eins og að pissa í skóinn því eftir nokkra mánuði eða ár þá verður neysluvísitalan komin í sama horf.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.1.2012 kl. 20:45

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Páll. Þarna gengur þú ansi langt í samsæriskenningu og gerir þig uppvísan af vanþekkingu á málefnum varðandi bæjarstjórn Kópavogs. Þú talar um "samstarfsflokinn" í eintölu en staðreyndin er sú að þetta er fjögurra flokka meirihluti og samstarfsflokkar Samfylkingarinnar eru því þrír en ekki einn.

Hvað hefur þú fyrir þér í því að ekki hafi verið haft samráð við hina meirihlutaflokkana um uppsögn Guðrúnar bæjarstjóra í Kópavogi? Og hvað hefur þú fyrir þér í því að þetta standi eitthvað í tengslum við brotthvarf Árna Páls úr ráðherrastól?

Staðreyndin er sú að það hefur verið mikil óánægja í talsverðan tíma með störf Guðrúnar sem bæjarstjóra í Kópavogi hjá öllum meirihlutaflokkunum og hefur þessi uppsögn því haft talsverðan aðdraganda og það mun lengri aðdraganda en frá því Árna Páli var vikið úr ráðherrastóli.

Hvernig sem á þetta er lítið þá er þetta svo fáránleg samsæriskenning hjá þér að tegnja þetta saman með þesum hætti að það háfla væri nóg. Við skulum einnig hafa það í huga að kosningar núna væru ógn við það ferli að klára aðildarviðræður við ESB eða í það minnsta fara nógu langt með þær fyrir kosningar að það væri út í hött að hlaupa frá því verki án þess að klára það. Það verður því að teljast mjög ólíklegt að Árni Páll vilji kosningar núna því ég held að varla finnist einlægari stuðningmaður þess að Ísland gangi í ESB meðal þingmanna á Alþingi en Árni Páll. Árni Páll á ekki minni möguleika á að ná kjöri sem formaður Samfylkingarinnar að ári en hann á í dag verði landsfundi flýtt.

Sigurður M Grétarsson, 15.1.2012 kl. 23:30

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er náttúrlega fáránlegt að klára þetta fáránlega Esb-ferli.

Þjóðin vill ekki þangað inn og hefur ALDREI viljað í neinni skoðanakönnun eftir að þetta landlausa örvæntingarlið sótti um innlimun fyrir tveimur og hálfu ári.

Þar fyrir utan er allt þetta beinlínis glæpsamlegt gegn lýðveldinu – og ekki bæta þau úr skák með því að hafast ekkert að gegn 230 milljóna króna áróðurspakka Brusselmanna í gegnum íslenzkt fjarstýringarfyrirtæki þeirra í trássi við lög og rétt. Og það verður ekki síðasta smánin sem okkur verður boðin, að makrílfrekjunni ógleymdri og að hér verða nytjastofnar friðaðir af öfgahugmyndafræðilegum Brusselástæðum: fimm svartfuglsstofnar, selir allir, hvalirnir og hákarlinn.

Jón Valur Jensson, 16.1.2012 kl. 04:02

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jú,það eru pólitískar eldglæringar í bæjarfélagi mínu. Það stafar af vitlausri tengingu + í - ég tilnefni Árna Pál plúsinn. og hvet hann að tengja nú rétt,segja skilið við mínusana.

Helga Kristjánsdóttir, 16.1.2012 kl. 06:38

8 identicon

http://www.dv.is/frettir/2012/1/16/vilja-ekki-ad-arni-pall-verdi-verdlaunadur/

Verður hann ef til vill bæjarstjóri í Kópavogi

Grímur (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 08:28

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Getur þú okki notað orðið "fáránlegt" ölítið oftar í næsta innleggi frá þér? Það sýnir einfalelga hversu fáránlegur allur þinn málflutningur er hér og alls staðar þar sem þú tjáir þig um ESB sem þú hefur greinilegar miklar ranghugmyndir um.

Í fyrsta lagi þá var nokkuð góður stuðningurm við ESB umsónk meðal þjóðarinnar þegar hún var lögð fram.

Í öðru lagi þá höfðu Samfylkingin, Boargarhreifingin og Framsóknarflokkuroinn gefið ESB umsókn undir fótinn í aðdraganda síðustu kosninga og þeir flokkar fengu samtals meira en 50% atkvæða.

Í þriðja lagi hafa skoðanakannanir undanfarna mánuði bent til þess að umtalsverður meirihluti þjóðarinnar vilji klára aðildarsamningin og kjósa um hann í þjóaratkvæðagreiðslju eins og stendur til að gera.

Það er því út í hött að halda því fram að þetta ferli sé án umboðs og gegn vilja þjóðarinnaar.

Að tala um að þetta ferli sé glæpur gegn lýðveldinu er svo glórulaus fullyrðing að .að hálfa væri nóg. Þar ert þú meðal annars að halda á lofti þeim þvættingi að við töðum sjálfstæði okkar og fullveldi við inngöngu í ESB sem sýnir betur en margt annað hversu þekking þín á ESB og því hvers eðili það er og hvernig það stafar er gjörsamlega úti á túni. Eða ekkí úti á túni heldur uppi í öræfum

Hvað verndun nokkurra Svartfuglastofna áhrærir þá er þetta einfaldlega verndaraðgerðir gagnvart fulglastofnum sem eiga undir högg að sækja og eru nauðsynlegar óháð því hvort við erum með samvinnu við önnur ESB ríki eða ekki.

Hvað varðar verndun hvala og sela þá eiga aðildarviðræður eftir að leiða það í ljós hvernig þeim málum verður háttað ef við göngum í ESB og því útilokað að fullyrða neitt um það fyrr en aðildarsamningi er lokið eða í það minnsta þegar þeim kafla þeirra er lokið.

Helga. Árni Páll er þingmaður og hefur enga tengingu við bæjarstjórn Kópavogs þó vissulega séu samflokksmenn hans þar í meirihlutasamstarfi.

Sigurður M Grétarsson, 16.1.2012 kl. 11:54

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður, þú skrökvar hér ákaflega, eins og þín var von og vísa.

Kem ég að því síðar í kvöld, með fullum rökstuðningi, eetir hvíld.

En að sjálfsögðu töpum við sjálfstæði okkar og fullveldi við inngöngu (les: innlimun) í Evrópusambandið.

Þú ert sífelldlega í þinni þægðarstarfsemi á vefslóðum við þetta vesæla, en valdfreka Esb. þitt og engu orði þínu treystandi í þeim efnum. Já, þú ert einn sá allra-laklegasti, sem ég hef séð til, sem ræðir þau mál.

Og svartfuglsstofnar eins og lundinn eiga EKKI undir högg að sækja fyrir norðan og engin þörf á fimm ára friðun. Slík offrekja gagnvart bændum og nytjarétti þeirra er í raun lögleysa. Og þetta var samþykkt með naumum meirihluta af þægðarfullum nefndarmönnum sem voru ráðfrúnni að skapi, af því að þeir voru valdir þannig.

Þessi stjórnvöld eru komin út fyrir mörk hins eðlilega. Ég stend með fuglaveiðimanninum í Grímsey, sem ætlar að hafa þetta bann að vettugi. Ólög og óreglur eru engin lög. Það átti líka við um Icesave-svikalögin, sem þú varðir hins vegar í merg og bein ... eins og þín var von og vísa!

Jón Valur Jensson, 16.1.2012 kl. 21:54

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

SMG skrifar: "Í fyrsta lagi þá var nokkuð góður stuðningurm við ESB umsónk meðal þjóðarinnar þegar hún var lögð fram."

Þetta er skreytnin – eða eigum við að kalla það "SMG-sannleika"?

Í öllum 13 (10) skoðanakönnunum eftir umsóknina, frá 4.8. 2009 og áfram, þar sem spurt hefur verið, hvort menn vilji, að Ísland gangi í Esb. ("join [EU]", á þessu vefsíðuyfirliti], hefur svarið verið eindregið NEI! - NEI gegn JÁI hefur verið í þessum hlutföllum (óákveðnir ekki taldir með):

NEI / JÁ: -- dags.birt. og hver framkvæmdi könnun:

48,5% / 34,7% - 4. ág. 2009 - Capacent Gallup

50,2 / 32,7 -- 15. sept. 2009 - Capacent Gallup

61,5 / 38,5 -- sama könnun, "ef kosið er nú"

54% / 29% -- 5. nóv. 2009 - Háskólinn í Bifröst

55,9 / 33,3 -- 28. febr. 2010 - Capacent Gallup

60,0 / 24,4 -- 5. marz 2010 - Capacent Gallup

69,4 / 30,5 -- sama könnun, "ef kosið er nú"

60% / 26% -- 6. júlí 2010 - Capacent Gallup

50,5 / 31,4 -- 10. marz 2010 - Capacent Gallup

61,1 / 38,9 -- sama könnun, "ef kosið er nú"

55,7 / 30% -- 17. marz 2010 - MMR

50,1 / 37,3 -- 16. júní 2011 - Capacent Gallup

64,5 / 35,5 -- 11. ágúst 2011 - Capacent Gallup

Í ÖLLUM þessum skoðanakönnun var niðurstaðan eins og ég sagði: yfirgnæfandi andstaða við að ganga í Evrópusambandið, hvort sem menn voru að horfa til þess, hvernig þeir myndu að lokum greiða atkvæði, eða hvernig þeir myndu verja atkvæði sínu, ef kosið væri "nú".

Vellygni-Bjarni hefði naumast gert "betur" en Sigurður M. Grétarsson um þessi mál.

Jón Valur Jensson, 17.1.2012 kl. 01:03

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Meðaltal afstöðunnar í þessum þrettán könnunum er:

57,03% segja NEI, en aðeins 32,48% segja JÁ.

Hóparnir, sem segja NEI, eru þannig 75,58% stærri en hópar hinna sem segja JÁ ! En vitaskuld vill hinn hái herra SMG ekki taka mark á þessu!

Jón Valur Jensson, 17.1.2012 kl. 01:24

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvernig eru niðurstöðurnar þegar er spurt um að klára viðræðurnar og kjósa svo um niðurstöðuna?

Sleggjan og Hvellurinn, 17.1.2012 kl. 08:13

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég hef aldrei haldið því fram að þegar spurt sé beint um það hvort ganga eigi í ESB hafi verið meirihlutastuðningur við það. Hins vegar hefur yfirleitt verið meirihlutastuðningur við því að sækja um og bera aðildarsamning undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu og þannig er það í dag.

ESB er ekki ríki heldur samstarfsvettbangur 27 og vætnanlega bráðum 28 sjálfstæðra og fullvalda lýðræðisríkja í Evrópu. Það er því út í hött að tala um afsal fullveldis eða sjálfstæðis og sýnir það vel málefnafátætkt ykkar ESB andstæðinga að bera slíkan þvætting á borð.

Sigurður M Grétarsson, 17.1.2012 kl. 10:51

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú reynir hér enn þvælulegar málefnavarnir þínar, SMG, og svara ég því innan skamms. Það er samt athyglisvert að sjá hér viðurkenningu þína, Esb-sinnans, á því, að aldrei á öllum þessum tíma hefur verið meirihlutastuðningur við að ganga í Esb. Það ætti að segja þér harla mikið um þjóðarviljann.

Jón Valur Jensson, 17.1.2012 kl. 14:24

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sleggja og hamar, þið hafið kannski veitt því eftirtekt (rétt eins og Esb-Fréttablaðs-ritstjórinn), að þjóðin er svolítið veik fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum, og er það eðlilegt eftir reynslu hennar af stjórnmálastéttinni; fólkið vill sjálft fá að ráða í vaxandi mæli, eins og það fekk að gera með svo þakksamlegum árangi í Icesave-málinu.

En þennan velvilja gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslum hefur Esb-Fréttablaðið reynt að notfæra sér með því að spyrja ekki hreint og heiðarlega: "Viltu láta hætta við aðildarviðræður við Esb. eða halda þeim áfram?" heldur bætir Esb-Fréttablaðið möguleikanum á þjóðaratkvæðagreiðslu við seinni kostinn.*

Eins og Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, benti á í mjög merku viðtali á Rás 2 nú í vetur, er þetta ekki hin eðlilega eða faglega aðferð við að spyrja, heldur eigi að spyrja um val manna nú, ekki blanda framtíðarkostum við. Hafði hann um það margvísleg rök og trúverðugar skýringar og talaði þar sem fagmaður með þekkingu á eðli skoðanakannana, en tók þar enga afstöðu til málsins sjálfs, hvort ganga ætti í Esb.

Þegar spurt er, eins og MMR hefur gert (16. nóv. 2011): „Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka?“ þá hefur niðurstaðan birzt mjög skýrlega: "50,5% landsmanna [vilja] draga umsókn um aðild að ESB til baka, 35,3% vilja halda umsókninni til streitu en 14,2% voru hvorki fylgjandi því né andvíg að draga umsókn til baka." (Mbl.is, byggt á og með vísan til þeirrar könnunar.

Sama spurning var lögð fram í skoðanakönnun MMR (Markaðs- og miðlarannsókna), sem birt var 14. júní 2010. Þá voru 57,6% aðspurðra fylgjandi því að íslenzk stjórnvöld drægju umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka, en aðeins 24,3% á móti því. Og takið eftir þessu:

"Þar af segjast 45,9% því mjög fylgjandi [að draga umsóknina til baka] og 11,7% frekar fylgjandi. 24,3% eru mjög eða frekar andvíg því að umsóknin verði dregin til baka. Þar af eru 15,2% mjög andvíg og 9,1% frekar andvíg." Þeir, sem eru MJÖG fylgjandi því að draga hana til baka eru þarna ÞREFALT fleiri en þeir, sem eru mjög fylgjandi því að gera það ekki!

* Þar að auki er það villandi af Esb-Fréttablaðinu að láta í veðri vaka, að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla yrði hér virt sem afgerandi ákvörðun, því að staðreynd er, að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi FELLDI breytingartillögu um, að niðurstaða þeirrar kosningar yrði bindandi!

Jón Valur Jensson, 17.1.2012 kl. 14:50

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

SMG, þér tjóar ekki að bera á móti því, að það er beinlínis MÖRKUÐ STEFNA hjá Evrópusambandinu, að það verði sambandsríki. "Í samþykkt [Esb.]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: "Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki" ("federal state"). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald.” (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, s. 103.) Þessu er m.a. framfylgt í krafti Lissabon-sáttmálans, sem eykur YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA í ráðherraráðinu í Brussel um 61% - það ákvæði sáttmálans tekur gildi 1. nóv. 2014; þá minnkar t.d. atkvæðavægi Möltu úr 0,87% niður í 0,08% - atkvæðavægi Íslands yrði aðeins 0,06%.

Í skuldahremmingum Esb. á síðustu mánuðum hefur þessi stefna um sambandsríki og valdfrekt forræði þess komizt enn meir á oddinn; en Sigurður M. Grétarsson hefur kannski ekki tekið eftir því!!!

Jón Valur Jensson, 17.1.2012 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband