Frakkar vinna minna og skulda meira en Þjóðverjar

Þjóðverjar vinna sex vikum lengur á ári en Frakkar, segir Frankfurter Allgemeine og vitnar í franska könnun. Skuldastaða Frakka er töluvert verri en Þjóðverja. Lækkað lánshæfismat mun auka ójöfnuðinn. Til þessa hafa Frakkar vilja ráða jafn miklu og Þjóðverjar um framtíð Evrópusambandsins. Breytingar eru að verða á því.

Eftir þrjá mánuði verður gengið til forsetakosninga í Frakklandi. Líkur eru á að frambjóðandi sósíalista sigri Sarkozy forseta. Við það breytist samband leiðtoga Frakka og Þjóðverja.

Evrópuvaktin segir nýtt myntbandalag Norður-Evrópuþjóða fá aukið fylgi í Þýskalandi eftir því sem Frakkar draga meiri dám af efnahagskerfum Suður-Evrópu. Krafa Frakka veikist um að fá að vera með Þjóðverjum, Hollendingum, Finnum og Austurríkismönnum í úrvalsflokki efnahagskerfa.

Æ fleiri sannfærast um að evru-samstarfið á núverandi grunni dauðadæmt. Spurningin er aðeins hvaða fyrirkomulag kemur í staðinn.


mbl.is Tvöfalt áfall fyrir Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband