Jóhönnustjórnin er höggpúði

Ríkisstjórnin er ekki með neina pólitík sem segir hvert hún stefnir og þar af leiðir eru engar marktækar skýringar á stjórnarathöfnum - eða athafnaleysi. Til að bæta gráu ofan á svart er stjórnin með svo tæpan meirihluta að hún lifir frá degi til dags á meðan alþingi er að störfum.

Valdhafi án valds verður leiksoppur annarra. Samtök atvinnulífsins, sem í ljósi útrásar og hruns er ekki trúverðugasti málsaðilinn hér á landi, nota ríkisstjórnina sem höggpúða og verkalýðshreyfingin tekur þátt í barsmíðinni.

Ólíklegt er að Jóhönnustjórnin nái áttum í bráð. Í pólitík skiptir öllu máli hvernig málsaðilar eru ,,skynjaðir." Limlestingar aðila vinnumarkaðarins á ríkisstjórninni sýna ótvírætt að Jóhönnustjórnin er tapaður málstaður.  


mbl.is Flest loforð verið svikin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband