Uppgjör eða einelti

Þingmannanefnd Atla Gíslasonar lagði til að fjórir ráðherrar hrunstjórnarinnar yrðu kærðir fyrir landsdóm: Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiasen og Björgvin G. Sigurðsson. Í þessu hópi átti heima Össur Skarphéðinsson sem var í forsvari fyrir annan stjórnarflokkin þegar Ingibjörg Sólrún var í veikindaleyfi.

Alþingi átti þess kost að kæra alla helstu ábyrgðaraðila ríkisstjórnarinnar sem sat í aðdraganda hrunsins. Það hefði verið uppgjör. Tveir flokkar tóku prisippafstöðu þegar tillaga Atlanefndar var lögð fram. Vinstri grænir vildu kæra alla fjóra en Sjálfstæðisflokkurinn engan.

Samfylkingin hannaði atkvæðagreiðslu sína þannig að aðeins Geir H. Haarde var kærður. Það er ekki uppgjör heldur einelti.


mbl.is Kosið verði um alla ráðherrana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki nota þetta orð "einelti" yfir þetta mál.  Það á ekki við og lýsir hræðilegu atferli þegar það er rétt notað.

Best hefði verið að draga allt þetta fólk fyrir dóm.  Davíð, Halldór, Valgerður og Guðni hefðu líka átt að koma fyrir dóm.

Slík réttarhöld ættu að fara fram í beinni sjónvarpsútsendingu.  Þau gætu orðið mjög upplýsandi um það sem gerðist.

ocram (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband