Sænskir Vinstri grænir hafna ESB-aðild

Vinstriflokkurinn, systurflokkur Vinstri grænna í Svíþjóð, samþykkti á landsfundi um helgina að draga Svíþjóð út úr Evrópusambandinu. Á Íslandi leggur formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, sig fram um að þóknast Samfylkingunni sem vill okkur inn á neyðarsvæði evrunnar.

Steingrímur J. ýtti úr ríkisstjórn Jóni Bjarnasyni sem hafði staðið gegn umboðslausri aðlögun stjórnarráðs Jóhönnu Sig. að Evrópusambandinu.

ESB-umsóknin er Stalíngrad Samfylkingarinnar og Steingrímur J. er fimmta herdeildin sem á að bjarga Samfylkingunni úr umsátrinu.  


mbl.is Ásmundur Einar: Hver er staða ESB-umsóknarinnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Stjórnarpörin eru umkringd og komast hvorki lönd né strönd.Steingrímur veit að þetta er tapað spil,en viljinn er mættinum og vitinu yfirsterkari, galið vald!!

Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2012 kl. 13:19

2 Smámynd: Elle_

Galið vald, geggjað vald.  Það er eins og hann hafi misst vitið eftir valdatökuna.  Ætli e-um hafi ekki örugglega verið mútað??

Elle_, 10.1.2012 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband